Dagur 3

Fyrst maður er byrjaður á fjölskyldumyndunum er þá ekki bara um að gera að halda því áfram.

 IMG 2222

Það var sem sagt frænkudagur í dag. Litla skottan mín er komin í sumarfrí frá skólanum svo hún fékk að flækjast með mér þar sem mamma hennar var í vorferð með vinnunni sinni. Á svona dögum er að sjálfsögðu dekrað við skottuna og allt gert sem hún biður um (eða svona næstum). Við fórum í sund í Grafarvogslaug, það sem daman elskar að fara í sund þrátt fyrir að vera vatnshræddasta barn sem ég þekki. Svo fékk hún spæld egg í hádegismat. Að lokum var svo keyptur handa henni ís áður en við fórum heim til hennar að spila þangað til mamma hennar og bróðir komu heim. Þetta var skemmtilegur dagur hjá okkur frænkum. Skottan er að mörgu leyti lík bróður sínum sem þið sáuð í síðustu færslu en munurinn er þó sá að hún er eðlilegri á myndum, hún eiginlega lét eins og hún sæi ekki myndavélina og var bara orðin þreytt á þessu myndavélastússi í frænku sinni. Maður á víst ekki að geta spilað og tekið myndir í einu Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband