Dagur 5

Jæja þá er fimmti dagur að kvöldi kominn, sem er reyndar föstudagur. Dagurinn fór eiginlega að öllu leyti í útskriftarstúss, með smá bootcamp pásu. Fyrst fór góður tími að rölta um Kringluna og reyna að finna útskriftargjafir fyrir alla hina sem eru að útskrifast, það eru nefnilega fleiri en ég og Þorgeir sem útskrifast á morgun, alveg slatti margir meira að segja! En það tókst að lokum og við keyptum líka gos fyrir okkar eigin veislu. Ég og Þorgeir fengum einfalt verkefni, að kaupa nammi og gos, okkur var víst ekki alveg treyst fyrir því þar sem mamma mín var að hugsa um að kaupa Mackintosh í fríhöfninni og amma hans Þorgeirs gerði það. Það er sem sagt meira en nóg af Mackintoshi til fyrir veisluna okkar þar sem að við stóðum að sjálfsögðu við okar hlut! 

En allavega... eftir Kringlurölt var halið heim til tengdó þar sem veislan verður, svo skrapp ég í BC (hefði helst viljað taka myndina þar, en það er ekki í boði... enginn tími til að stoppa). Svo fór ég aftur til tengdó og þá var nánast allt tilbúið. Ég reyndi samt að smella nokkrum myndum meðan það síðasta var klárað og svo eftir að við fengum kvöldmat þar. Já þetta er allt að smella og ég þarf ekkert að gera á morgun nema klæða mig upp og mæta, samt get ég ekki ákveðið mig hvort að ég eigi að mæta á útiæfingu á morgun eða ekki... úff erfitt val. Ég er bara hrædd um að þá verði ég of þreytt yfir daginn, sjáum til í fyrramálið.

En já, hér kemur myndin. Hérna eru systkinin mjög einbeitt að gera tyrkneska hálfmána...

 IMG_2232 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband