Dagur 6

Jæja ég er ekki að standa mig í að setja myndirnar inn á réttum dögum. En í gær var sem sagt útskriftardagurinn okkar Þorgeirs og eftir okkar eigin veislu héldum við í veislu til Stefáns Einars í smá stund og svo til Ernu. Við hjónakornin komum svo heim rúmlega tvö mjög þreytt (þrátt fyrir að ég hafi sleppt útiæfingu um morguninn) og ég nennti engan veginn að setja inn myndir. Svo fór dagurinn í dag í ýmislegt, mæta í messu þar sem Þorgeir var að prédika, vinna og hanga svo í leti og sukki yfir vídjóglápi í kvöld. Þar af leiðandi kemur ekki inn mynd frá gærdeginum fyrr en núna. 

Ég reyndi nú að taka mynd af flestum gestum veislunnar okkar og það tókst held ég ágætlega (nema af börnunum sem hlupu um allt úti að leita að Sófusi ketti honum sjálfum til mismikillar gleði). Það tókst sem sagt að mynda flesta gestina en ekki er hægt að hrópa húrra fyrir myndatökunni að mínu mati. Ég ætla þó að skella einni inn sem mér finnst ágæt af veisluborðinu.

IMG 2266 

Svo verð ég náttúrulega líka að sýna eina mynd sem var tekin af okkur útskriftarkandidötunum og hjónakornunum bara til að sýna hvað við vorum sæt og fín í gær!

IMG 2241


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband