Þegar það er frost þá fer maður í rosa hlýju alltof stóru ullarsokkana frá tengdaömmu, þeir eru æði! Svo eru þeir líka bara svo flottir að mér fannst þeir ágætis myndefni.
PS það var verið að auglýsa herþjálfun á Egilsstöðum, jafnast örugglega ekki á við BC en ég hugsa að ég mæti nú samt. Verst hvað þetta virðist ómótað hjá kallinum. Ég ætla að hringja í hann á morgun og fá upplýsingar... oohhh ég hlakka svo til!
Athugasemdir
Krúttleg mynd Ég fór í BC í gær og svo í heitan pott eftir æfingu. Lærin, rassinn og kálfarnir eru ekki í góðu ásigkomulagi í dag en það er góð tilfinning. Ég fékk að breyta yfir í gamla hópinn minn og stefni að því að mæta ALLTAF nema þegar ég get það ómögulega - eins og á mánudaginn. Leiðinlegt að byrja strax að beila
Þjóðarblómið, 9.10.2008 kl. 09:27
Hef fréttir af því úr vinunni að herþjálfunin hér sé ekkert á við BC. Stelpa sem var á svona segir mikið vera um útihlaup og eitthvað svoleis og var einmitt að spá hvort að hann væri kominn með aðstöðu inni af því að þetta er varla boðlegt alltaf úti. En sagði jafnframt að þetta væri fínt start, gott spark í rassinn til að koma sér af stað. En endilega deildi frekari upplýsingum þegar þú hefur fengið þær
Heiðdís Ragnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:26
Sko útiæfingar eru bara kúl. Veistu hvað mér fannst gaman að taka hermannskrið í snjónum og hlaupa um í snjó og klaka meðan ég var í BC! Ohhh góðar minningar. Ég er líka ansi hrædd um að þessi herþjálfun sé ekkert á við BC, en kannski skárri en ekki neitt, ég held allavega í vonina
Lutheran Dude, 9.10.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.