Síðasta laugardag keyrðum við hjónakornin norður á Akureyri á druslunni okkar Depli en keyrðum svo heim um kvöldið á þessum:
Nú er það ekki lengur fátæki námsmaðurinn sko heldur ríki félagsráðgjafinn Hljómar að vísu eins og þversögn í mínum huga... en hvað er betra í kreppunni en að kaupa sér flottan bensínhák?!?
PS Hann er kvenkyns og heitir Dorie af því að hann er Ford Escape "Escape! Funny it's spelled just like escape" (Hver náði þessum?)
Flokkur: Bloggar | 23.10.2008 | 20:58 (breytt kl. 22:40) | Facebook
Athugasemdir
Ég er persónulega hrifnari af nafninu Gilbert. Finnst eins og svona jeppi geti ekki verið stelpa
Stefán Bogi Sveinsson, 24.10.2008 kl. 00:05
Til hamingju með græjuna og velkomin í hóp hinna réttlátu... nei ég meina skuldugu ;-)
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 07:23
hehe, það þarf ekki að spyrja hvort að ég hafi náð "þessum" þar sem ég sagði þennan brandara þegar ég sá nafnið og fattaði nafnið á bílnum já ég er nörd....
Heiðdís Ragnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:47
haha æðislegur bíll Skil reyndar ekki alveg þörfina fyrir jeppa en það er bara ég. Bílar EIGA að vera karlkyns.
Þjóðarblómið, 24.10.2008 kl. 17:35
Þóra býr greinilega ekki úti á landi . Stefán hefur lengi langað í jeppa en mér hefur fundist það alveg glatað í bænum. Ég er búin að búa á Egilsstöðum frá því í ágúst og ég væri alveg til í að eiga jeppa núna !!! Ef lánið á skodanum væri ekki 900.000 krónum hærra en verðmæti bílsins þá væri ég alveg til í að skoða jeppa
Heiðdís Ragnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:12
Þetta er enginn smá bíll, til hamingu með hann (hana)!
Þráinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:36
Heheh nafnið er svoooo mikil snilld! Alltaf þegar ég er fyrir aftan svona bíla í umferðinni hugsa ég "escape" eins og Dorie :D
Guðrún , 26.10.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.