Jahá

Maður finnur ótrúlegasta fólk í bloggheimum þessa dagana ég skal segja þér það. Og ég frétti það bara svona óvart!

Annars fór ég í jólagjafaleiðangur í dag. Þorgeir var búinn að vera inni í Hagkaup í svona 20 mínútur þegar hann var alveg búinn á því og gat ekki beðið eftir að komast heim. Hér með óska ég eftir nýjum jólagjafaleiðangursfélaga... þó ég sé reyndar næstum búin. En hey, mér finnst allt jólaskemmtilegt, þar með jólaösin... nei annars ég tek til baka að allt jóla sé skemmtilegt, ekki jólaumferð og jólafrekja! Já og ekki jólaklipping, ég fór í mína í dag, tók allt of langan tíma og var alltof dýr... en hún er allavega flott. Það er allavega næstum allt jóla skemmtilegt

 

hereistandxmas

PS. Kíkið hér til að sjá allt það nýjasta í Luthervörunum... mig langar í annan hvern hlut. Ég held að bindin séu eitthvað fyrir Lutheran dudes og mig langar í svona barnaföt þegar ég eignast barn líka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

haha! brilliant að finna eiginmanninn svona óvænt á netinu!

En ef þig vantar félaga þá er ég til...ég er stundum upptekin en það er bara um að gera að hafa samband og tjékka á málinu :)

Dagný Guðmundsdóttir, 14.12.2006 kl. 22:25

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur: samskiptin eru rosaleg í þessu hjónabandi.....munum bara að góð hjónabönd byggja á góðum samskiptum
Kveðja
hjónabandsráðgjafinn mikli!

Tinna Rós Steinsdóttir, 17.12.2006 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband