Jæja þá er ég byrjuð að bæta í tenglalistann

Ég held ég fari bara að loka blogdrive... eða allavega vísa fólki hingað í staðinn. Mig vantar samt smá hjálp... mig langar í flottari haus, reyndi einhvern tíma að breyta honum en það klúðraðist feitt.

Annars var ég í barnaafmæli á fimmtudaginn, ótrúlega skemmtilegt, afmælisbarnið var þriggja ára. Það komu margar skemmtilegar setningar í afmælinu ég tek dæmi.

  1. Afmælisbarnið sagði brandara sem hljómaði svona: Einu sinni var tómatsósa að labba yfir götu svo kom bíll og kallaði, komdu tómatsósa.  Endalaust fyndinn!
  2. Föðuramman er af erlendu bergi brotin en hún kom í afmælið á beygluðum bíl. Þá átti þetta samtal sér stað. Pabbinn: "Hvað, lentirðu í árekstri?" Amman: "Nei, nei árekstur lenti í mig!" Það var sem sagt keyrt á hana svo þetta var mjög rökrétt.
  3. Afmælisbarnið fékk DVD kids í afmælisgjöf en móðuramman var mjög hneiksluð á því að barnið hefði fengið tölvuleik. Amman: "Að þú skulir hafa gefið barninu þetta, er þetta ekki bara blóð og skjóta og eitthvað?!?" Það virðast allir tölvuleikir vera drápsleikir í hennar huga.

 Já svona er lífið, stórskemmtilegt alveg hreint

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess má til gamans geta að móðuramma barnsins er föðuramma mín, ástarsprengjuamma. Barnið hefur því miður erft húmorinn í fjölskyldunni. Þorgeir.

Þorgeir (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:59

2 identicon

Comment, comment. Ég vil fá link :)
Kv. Heiðdís

Heiðdís (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 18:49

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðrún Þóra gerði hausinn á síðuna mína. Prófaðu að tala við hana. Hún er snillingur :)

Þjóðarblómið, 20.9.2006 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband