ó draumastrumpurinn minn...

stolið frá Þóru Cool

Handy_Smurf

Fyrir ári síðan...

Datt í hug að birta færsluna sem ég skrifaði á sama degi í fyrra. Þá kláraðist veturinn greinilega fyrr en núna... 

 

Það er síðasti vetrardagur í dag og það sést sko vel á Austurlandi.

Það snjóar inn um gluggann minn!

Jæja vonandi fer að hlýna á morgun þegar sumarið á að koma. Enn hef ég ekki heyrt um nein hátíðarhöld á Héraði en ég er að velta því fyrir mér að fara í bænagöngu... er samt ekki viss um að ég nenni að vakna kl.8 á frídeginum mínum. En allavega er stefnan tekin á bíltúr með Frikka og grískri stúlku sem fylgir honum. Um kvöldið eru svo tónleikar með Pétri Ben, LAylow og Ólöfu Arnalds, ég hlakka mikið til.

Ég hlakka reyndar mest til að komast heim en engu að síður er mjög notalegt að geta loksins verið á sama stað í viku, það hefur ekki tekist í lengri tíma trúið mér!

En annars er ég með tvö jólalög á heilanum allan daginn alla daga... er það eðlilegt?!?

Sól úti sól inni sól í hjarta sól í sinni sól bara sól Grin

 

Ég man að ég svaf yfir mig og fór ekki í bænagöngu en ég man að mér var kalt í bíltúrnum og tónleikarnir voru æði!

Ég er mikið að reyna að rifja upp hvaða jólalög þetta voru... það var allavega "Ég hlakka svo til..." en ég get ómögulega munað hvað hitt var.

En bráðum mun ég líta hið fagra Hérað á ný sem ég gat ekki beðið eftir að komast í burtu frá á þessum tíma í fyrra... 


sunnudagur til sælu

Í dag átti ég svo sannarlega að taka hvíldardaginn með trompi. Ég sem sagt mætti í Fjölskyldumessu í morgun þar sem ég var með Biblíusögu en þetta var víst nauðsynlegur hluti af starfsþjálfuninni minni og gott ef Sr. Sigríður ætlar ekki bara að leyfa mér að útskrifast út á þessa stuttu hugleiðinu. Var að vísu að tala um að ég ætti að taka til á skrifstofunni hennar líka en vonandi slepp ég við það Tounge Svo átti starfsþjálfunin að halda áfram núna kl. 13:30 þar sem ég átti að aðstoða við útdeilingu í fermingarmessu. Sr. Sigriður var víst búin að gleyma því og þurfti mig ekki þannig að ég fékk frí... mér til mikillar gleði því þá gat ég bloggað, þrifið og kannski lært smá áður en haldið verður í síðustu messu dagsins. En ég þarf einmitt líka að taka smá heilagsandahopp í dag með því að mæta á samkomu í Fíladelfíu ásamt fleiri skemmtilegum djáknanemum... alltaf gaman að því! 

 Ég verð samt eiginlega að segja frá föstudeginum líka... föstudagur til frægðar er það ekki svoleiðis? Æi ég man það ekki. En allavega ég var voða duglega á föstudaginn og mætti í tíma aldrei slíku vant (hef verið full dugleg við að skrópa í kirkjusögu). Við vorum þarna allur hópurinn mættur 8:20 og svo leið og beið og ég hékk á netinu og svo var klukkan orðin 8:30 og við farin að tala saman um hvar í ósköpunum kennarinn gæti verið, datt samt engum í hug að fara. Við kíktum á netið og þar var engin tilkynning þannig að fullorðnu djáknanemarnir tóku sig til og hringdu heim til mannsins. Jújú þá var hann að pakka niður þar sem hann var á leiðinni til útlanda seinna um daginn. Ekki það að hann hefði ekki getað kennt okkur og gleymt að láta okkur vita. Neinei hann bara gleymdi okkur! Hann gleymdi að hann væri að kenna kirkjusögu! Hvernig er hægt að vera kennari og gleyma því þegar önnin er næstum búin hvaða áfanga maður er að kenna?!? Þessi maður slær öll met! 

Svo seinna um daginn var að sjálfsögðu haldið í BC og ég held svei mér þá að ég hafi bara dáið, hef sjaldan verið svona ógó þreytt eftir æfingu. En það stoppaði mig ekki í því að synda 1100 metra á laugardagsmorgun áður en ég hjólaði í Grafarvoginn og svo heim aftur seinna um daginn. Jafnast fátt við að hjóla upp í Grafarholtið. Brekkan er svo löng að ég er búin að skipta henni niður í 4 brekkur svona til að hjálpa mér að takast á við hana andlega... og það gengur bara ágætlega, ég allavega kemst alltaf heim 7-9-13 Cool

add_toon_info 


pirr

Ég þoli ekki hópverkefni. Jújú maður getur grætt eitthvað á þeim en þau eru samt að gera mig geðveika. Eins og það sé ekki nógu mikið að gera hjá mér fyrir utan þessi ljótu hópverkefni.

Ég held líka að það sé eitthvað með mig að ÖLL vinnan eða allavega stærsti hluti hennar lendir á mér. Ég kann ekki að koma hlutunum yfir á aðra og enda alltaf sjálf einhvers staðar að drukkna. Nú vantar mig svona eins og fimm klukkutíma í sólarhringinn, bara til þess að ég geti fengið eins og sex samfellda klukkutíma til að læra. Ég næ aldrei að koma mér í gang með klukkutíma hér og hálftíma þar (sem sést best á því að ég er að blogga). En hjá Hlínzu verður þetta að vera samfellt... spurning um að fara bara að snúa sólahringnum við, læra á nóttunni og sofa þessa klukkutíma hér og hálftíma þar sem ég á yfir daginn Sleeping


Allt í plati - 1. apríl

Já krakkar mínir ég veit að það er kominn 2. apríl en ég náði ekki að leiðrétta þetta fyrr en núna. Við erum sem sagt enn á leiðinni til Egilsstaða en það er gott að vita að þið munið sakna mín. Þá er bara að drífa sig í road trip eins og Dagný segir, já eða bara bóka flug með góðum fyrirvara.

En aprílgabbið virkaði allavega, fékk nokkur komment og meira að segja símtöl líka - gaman að því það er svo sjaldan sem mér tekst að láta fólk hlaupa (eða hringja) fyrsta apríl.

 En ég hlakka til að fá ykkur í heimsókn til Egilsstaða Wink


pirrpirr!

Ég þoli ekki svona! Það er allt komið í rugl.

Nýjustu fréttir eru sem sagt þær að það er búið að ráða félagsráðgjafa í stöðuna fyrir austan. ARG Ég var orðin geðveikt spennt fyrir þessu en það er ekki eins og ég nenni að búa þarna atvinnulaus. Þannig að þá er bara að fara að finna sér vinnu hérna í bænum, ætti að vera nóg af lausum stöðum...

... og svo er Þorgeir náttúrulega búinn að segja upp stöðunni sinni í Grafarholtinu þannig að ef einhver veit um vinnu fyrir atvinnulausan guðfræðing í Reykjavík má hafa samband....


páskar og bootcamp

...eða bara bootcamp páskar Wink

Gleðilega páska fólk. Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn.
 
Þetta hafa verið góðir páskar að mestu leiti, ligg hér upp í rúmi með sofandi Sófus við hliðina á mér, meira hvað þessir Sófusar geta sofið... þó hann reyndar vaki stundum á næturnar og finnst þá fátt skemmtilegra en að klifra yfir mig og reyna að finna holu til að kúra í, já eða að bíða eftir að tærnar mínar gægist undan sænginni svo hann geti bitið í þær!
 
Annars áttu þetta að vera alveg svakalegir bootcamp páskar... útiæfing á föstudag, laugardag og mánudag var planið. Ég fór á æfingu á föstudaginn og fékk þrjár blöðrur á hvorn fót! Ég hugsaði með mér að ég yrði að kaupa mér nýja skó eftir páska, plástraði mig vel og mætti á æfingu á laugardag. Var að vísu alveg að gefast upp hálfa æfinguna en aðallega vegna orkuleysis en ekki vegna fótanna. Fann það samt strax eftir 20 mín að það var farið að blæða úr mér. En maður lætur ekki svoleiðis smámuni á sig fá ég hélt áfram og kláraði æfinguna eftir skammir frá Gígju þegar ég spurði hvort hópurinn minn mætti fara á undan mér af því að ég væri aumingi. Það var ekki í boði, hvorki að hleypa hópnum á undan né að vera aumingi þannig að ég hélt áfram. Eftir útiæfinguna var teygjuæfing og þegar ég fór úr skónum uppgötvaði ég að það hafði blætt aðeins meira en ég hélt í upphafi. Sem að varð til þess að ég fór í svitagallanum mínum í intersport og þegar ég loksins hafði upp á einhverjum sem átti að geta afgreitt mig bað ég um plástur og sokka svo ég gæti mátað hlaupaskó. Drengurinn varð nú eitthvað kjánalegur yfir þessu öllu saman, brá svolítið þegar hann sá sokkinn minn en ég sagði honum að þetta væri ekkert mál, en ég þyrfti plástur því ég yrði að fá skó strax svo ég kæmist á æfingu á mánudegi. Aumingjans drengurinn hélt pottþétt að ég væri klikkuð en gaf mér plástur og lánaði mér sokka og reyndi að selja mér eróbikk skó. Ég hélt nú ekki og valdi mína hlaupaskó sjálf enda gafst hann upp á að reyna að aðstoða mig og labbaði í burtu... góð þjónusta Woundering
 
Svo ákvað ég í dag að sleppa útiæfingu (sem var víst inni) þó mér hafi ekki fundist það gaman. En þar sem ég var komin með sýkingu í eina tána ákvað ég að reyna að jafna mig áður en ég færi að hlaupa meira þrátt fyrir að eiga nýja skó sem ég get ekki beðið eftir að nota!
En núna var Þorgeir að koma heim, hann var góður og fór í apótek að kaupa hælsærisplástra handa mér svo ég gæti kannski byrjað að ganga í venjulegum skóm aftur!
 
en hvað er annars málið með mig og páskaegg, mér finnst algjör skylda að fá páskaegg á páskum en ég hef ómögulega lyst á þeim á páskadegi... mitt er ennþá óopnað en hver veit nema ég laumist í það á eftir. Mér finnst ég eiga það skilið þó að ég hafi ekki meikað æfingu í morgun... ég hef samt ekki lyst á því strax, þetta er farið að verða vandamál!
 
add_toon_info
 

sófus og Þýskaland

Jæja stutt færsla enda er ég mjög upptekin við það að horfa á Grey's núna, ótrúlega spennandi alveg hreint. En sófus er orðinn algjört kúridýr og alveg sáttur við að vera kominn til okkar. Nuddar sér upp við mann þegar maður kemur heim og hættir því ekki fyrr en maður tekur hann upp og knúsar, það finnst honum best.

En Þýskaland var bara best! Kynntist fullt af skemmtilegu fólki og þetta var ekki svona dull ráðstefna sem ég bjóst alveg eins við, var frekar bara sorglegt að fara að sofa á kvöldin því þá þurfti maður að sofa en ekki spila eða kjafta eða syngja eða hafa gaman. Síðasta kvöldið fór ég að sofa um 2:30 og aðallega af því að ég mundi að ég var á leiðinni til Berlín en ekki heim og gat því ekki sofið daginn eftir. Gummi reyndi að vera mjög fyndinn, það tókst misvel, gaurinn sem lítur út fyrir að vera alvarlegur en er það ekki... einn Spánverjinn reyndi að sannfæra hann um að gera tákn í hvert sinn sem hann væri að grínast en hann gleymdi því alltaf, þess vegna hló aldrei neinn. Annars langar mig að benda á þetta vídjó (http://www.youtube.com/results?search_query=german+coastguard&search_type=) (gat ekki fengið linkinn til að virka) sem við gátum hlegið endalaust að, enda Þjóðverjar alveg yndislegir...

 Svo féllu nokkur gullkorn:

Hlín: "Er þér ekki kalt?" S: "Nei ég fékk kvef í gær!"

"Hey þú þekkir systur mína" Gummi: "Já, ég bið að heilsa henni" "En þú veist að hún er gift"

Svo var okkur sagt að borða hádegismat með ákveðnum manneskjum...

Gummi: "Hey þú ert deitið mitt" K:"Ha?!? Já en bara í hádeginu..." 

Og svo að sjálfsögðu eini brandarinn sem Gummi sagði sem allir hlógu að, honum tókst það síðasta daginn!

B: "Því miður verða nokkrir Írar að fara í dag, degi of snemma" Gummi:"Það er allt í lagi, það er svo mikið af þeim" 


léleg að blogga...

hin fyrirsögnin gat bara ekki staðið lengur þar sem ég er orðin lélegust í geimi að blogga... aftur!En ég er komin til Þýskalands, sit hérna í Wuppertal með Bjart Snæ í fanginu inni í herberginu mínu í CJVM (KFUM) húsinu og nýt þess að komast á netið. Sambandið er reyndar hræðilegt og ég veit ekki hvort tók lengri tíma fyrir þessa síðu að opnast eða fyrir mig og Gumma að finna húsið. Við sem sagt villtumst alveg hrapalega. Flugið var lítið mál þó við höfum reyndar arkað framhjá hliðinu okkar en við áttuðum okkur nú fljótt... Lestarferðin var líka nokkuð auðveld enda nóg af skiltum.

Strætóferðin var flóknari en þar kom góðlátlegur starfsmaður og benti okkur á réttan stað. Það var að vísu fyndið að hann var að rembast eins og rjúpa við staur að koma einhverju út úr sér á ensku og þá buðum við honum að tala bara þýsku.. við skyldum smá... og viti menn þá romsaði maðurinn þessu öllu saman út úr sér! Á ensku að sjálfsögðu.Við fórum svo út á réttri stoppustöð en þá fyrst byrjaði ballið við áttum að labba yfir göngubrú og finna ákveðna götu. Vandamál A: göngubrýnar voru tvær. Vandamál B: Það var sama í hvaða átt við löbbuðum við gátum engan veginn fundið þessa götu. Þegar við vorum búin að taka upp alla þá pappíra sem við höfðum til að reyna að átta okkur betur var góðlátleg kona í göngutúr sem stoppaði og bauð okkur aðstoð sína. Hún talaði fyrst þýsku og við skyldum hana ágætlega (ég er mjög stolt af því) en svo skipti hún yfir í ensku fyrir okkur og talaði mjög góða ensku. Hún gat bent okkur á húsið og þá loks áttuðum við okkur á því hvað Þjóðverjar meina með HÆGRI!

En hérna erum við sem sagt komin, þreytt, sveitt og svöng enda ekki búin að borða síðan í flugvélinni. Strax komin í gírinn bara, alltaf að spara hehe eða bara skortur á matarlyst til að byrja með kannski.

En eftir ca 10 mínútur er matur mér til mikilar gleði og því ætla ég að reyna að birta þessa færslu.. eins gott að það takist!


Dugleg að blogga!

Nú verð ég bara að deila með ykkur skemmtilegu atviki af þjóðarbókhlöðunni. Þeir sem hér þekkja til vita af manninum sem margur skemmtir sér við að fylgjast með, að einhverra sögn gamall læknir sem er nú kominn á aldur og ekki alveg að höndla lífið eins og við gerum flest. Hann gengur um með plastpokana sína og grúskar á þjóðarbókhlöðunni frá opnun fram að lokun. Svo situr hann og talar við sjálfan sig, safngestum til mismikillar gleði.

Núna er hann sem sagt mættur og situr fyrir aftan mig. Hann settist niður fyrir stuttu með tilheyrandi stunum, búkhljóðum og tali. Já hann er ekki hæglátasti maðurinn á svæðinu... stuttu eftir að hann settist heyrist svo sms hljóð úr einum símanum. Heyrist þá ekki í mínum manni stundarhátt eins og honum einum er lagið "Hvaða Djöfulsins hávaði er þetta?!?"

Það eru svona karakterar og samskipti sem lífga upp á daginn!

 Og einn að lokum:

 add_toon_info


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband