Dagur 4

Ég biðst afsökunar kæru lesendur, ég tók myndir í gær en steingleymdi að setja inn á tölvuna í gærkvöldi... lélegt!

En hérna kemur þetta.

 IMG_2228

Ég fór sem sagt í gær heim til Pálu vinkonu. Það var í fyrsta lagi gaman að hitta hana eftir of langan tíma og alveg jafn skemmtilegt að fá að máta litla guttann hann Kristófer Pál, endalaust sem maður er sætur. Ég smellti nokkrum myndum af drengnum og þessi fannst mér best, milli svefns og vöku á öxlinni á henni Hrönn, þar leið honum vel, hún sagði að hann fyndi ömmulyktina af sér! 


Dagur 3

Fyrst maður er byrjaður á fjölskyldumyndunum er þá ekki bara um að gera að halda því áfram.

 IMG 2222

Það var sem sagt frænkudagur í dag. Litla skottan mín er komin í sumarfrí frá skólanum svo hún fékk að flækjast með mér þar sem mamma hennar var í vorferð með vinnunni sinni. Á svona dögum er að sjálfsögðu dekrað við skottuna og allt gert sem hún biður um (eða svona næstum). Við fórum í sund í Grafarvogslaug, það sem daman elskar að fara í sund þrátt fyrir að vera vatnshræddasta barn sem ég þekki. Svo fékk hún spæld egg í hádegismat. Að lokum var svo keyptur handa henni ís áður en við fórum heim til hennar að spila þangað til mamma hennar og bróðir komu heim. Þetta var skemmtilegur dagur hjá okkur frænkum. Skottan er að mörgu leyti lík bróður sínum sem þið sáuð í síðustu færslu en munurinn er þó sá að hún er eðlilegri á myndum, hún eiginlega lét eins og hún sæi ekki myndavélina og var bara orðin þreytt á þessu myndavélastússi í frænku sinni. Maður á víst ekki að geta spilað og tekið myndir í einu Tounge


Dagur 2

Jæja þrátt fyrir að hafa ekki fengið nein komment á færsluna mína í gær held ég áfram. Í dag mætti ég í jarðarför afabróður míns, hún fór afskaplega fallega fram en ég ákvað að mæta ekki með myndavélina þangað, veit ekki alveg hvað fólki hefði fundist. Jarðarförin var þó tekin upp á vídjó af barnabarni hins látna. Það var sérstaklega haft á orði af ömmu minni eftir útförina hvað útfararstjórarnir stóðu sig vel, en ég þekki þá einmitt ágætlega. Hafði þó á orði við þá að bráðum vil ég fara að hitta þá við skemmtilegri tilefni því ég hitti þá báða í útfor í síðustu viku líka!

Mamma og pabbi komust ekki að útförinni þar sem að þau voru að koma frá útlöndum, áttu einmitt að lenda á svipuðum tíma og útförin hófst. Ég fór hins vegar seinnipartinn og kíkti í heimsókn til mömmu (pabbi var farinn í vinnuna). Litlu grislingarnir (frændsystkini mín) voru að sjálfsögðu mætt í heimsókn til að þiggja gjafir sem amman klikkaði að sjálfsögðu ekki á. Það er búið að dressa börnin upp fyrir sumarið og það var auka nammidagur líka (eins og alltaf þegar kíkt er í heimsókn til afa og ömmu). Ég smellti nokkrum myndum af systur minni, mömmu og frændsystkinum og ákvað að birta hérna mynd af honum litla kút frænda mínum.

 IMG 2199 

 Þessi drengur er reyndar alls ekki svo lítill lengur, er að verða fimm ára í haust. Hann nýtur sín vel heima hjá afa sínum og ömmu og leikur sér eins og heima hjá sér, sem er að sjálfsögðu sjálfsagt! Honum finnst myndavélar líka einstaklega skemmtilegar en hann nýtur þess að gretta sig framan í þær. Þetta var sú mynd þar sem hann gretti sig minnst. 


PAD

Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að herma eftir nokkrum netverjum og hefja smá PAD verkefni, það er að segja mynd á dag. Ég nefnilega fékk mjög flotta myndavél í útskriftargjöf í fyrra, fór svo á námskeið í vor og er svona að reyna að æfa mig. Ég ákvað í dag að láta verða af því að starta verkefninu og er markmiðið að skella inn mynd á dag í eina viku. Þemað er ekkert sérstakt nema bara það sem ég er að gera þann daginn. Myndirnar verða væntanlega misflottar en þið takið viljan fyrir verkið þar sem ég er að æfa mig. Lesendur mega gjarnan kommenta og segja mér hvað þeim finnst, hreinskilin svör eru alltaf vel þegin.

Hér kemur svo fyrsta myndin:

IMG 2175 

Ég og Þorgeir fengum okkur sem sagt göngutúr í dag. Við röltum heiman frá okkur og yfir í Grafarvoginn. Við vorum sem sagt að sækja bíl foreldra minna sem beið eftir okkur við Foldaskóla. Ég tók nokkrar myndir á leiðinni enda fallegt veður, ég var eitthvað að reyna að stilla ljósopið og leika mér en það gekk svona misvel. Sólin lífgaði allt umhverfið en flæktist aðeins fyrir mér á myndunum, sumar myndirnar eru til dæmis of bjartar en aðrar full dökkar. Þetta var góður göngutúr og fuglarnir nutu góða veðursins líka í fjörunni...


Jæja krakkar mínir...

... þá getur sumarið loksins komið! Ég er sem sagt formlega búin í öllum prófum og skilaði ritgerðinni minni loksins áðan, yndislegt! Þar með er skólagöngu minni lokið í bili, góðu bili. Ég er sem sagt komin með meira en nóg af skóla og þó ég sé kannski til í framhaldsnám einhvern tíma þá verður það aðeins að bíða. Ég veit reyndar að Þorgeir vill vera í skóla alla ævi þannig að þegar hann loksins verður búinn með kennaranámið og Mastersnámið í guðfræðinni þá vill hann örugglega fara eitthvað út og endar sem tvöfaldur eða þrefaldur doktor eða eitthvað. Ég er ekki jafn mikill námshestur og hann! W00t

Annars erum við að reyna að skoða íbúðir, allar íbúðir sem okkur líst á fyrir austan hverfa strax af einhverjum ástæðum. Við erum svona að vinna í því að reyna að auglýsa okkar aðeins betur. Ef þið vitið um einhvern með íbúð til leigu á Egilsstöðum eða að leita sér að íbúð í bænum þá er bara að hafa samband! En jæja ég er að hugsa um að fara að mynda íbúðina mína í bak og fyrir.... yfir og út
 
Cool 

BC

Ef ykkur líkar ekki við bootcamp skuluð þið hætta að lesa núna og ekki kvarta þið fenguð viðvörun! Police

Ég byrjaði sem sagt nýtt bc námskeið í fyrradag fyrst að ég fer ekki austur fyrr en í lok júní/byrjun júlí! Ég og Robbi sömdum um það að ég ætti að vera komin niður í rúmlega 24% í fitu í lok síðasta námskeiðs annars átti ég að taka 100 súperfroska eftir æfingu. Þá var ekki planið að leggjast í tvær flensur á tímabilinu..
 
En ég er orðin hress og tók mér frí frá próflestri í dag til að mæta í bootcamp! Við byrjuðum á því að hlaupa einn latabæjarhring þegar ég kom svo til baka sagði Biggi mér að hlaupa annan hring stelpan á eftir mér átti hins vegar bara að taka lítinn en hún var nýliði svo ég hljóp bara af stað. Þegar ég var svo komin hálfa leið uppgötvaði ég að það var enginn í kringum mig og þá meina ég ENGINN! Þegar ég kom til baka stóð Biggi þar glottandi... hann var sem sagt bara að vera kvikindi og ég var sú EINA sem var send annan latabæ í staðinn fyrir lítinn hring! W00t
 
add_toon_info 
 
En aftur að fituprósentu... ég fór í mælingu til Robba í dag. Og viti menn ég er komin niður í 24% í fitu, lést um tvö kíló í viðbót og bara lúxus! Þrátt fyrir flensu, þar af leiðandi... engir 100 súperfroskar fyrir mig takk! Ég var geðveikt stolt af mér og Robbi líka, hann hrósaði mér í bak og fyrir, sérstaklega þegar ég sagði honum frá flensuruglinu. Svo er hann líka búinn að læra hvað ég heiti... komst að því í dag, ekki seinna vænna þar sem þetta er síðasta námskeiðið mitt í bili. Sjitt hvað ég á eftir að sakna bootcamp! Crying
 
En þessum mikla fituprósentuáfanga var fagnað með því að fara á KFC og drekka pepsi með. Sjitt hvað það var óhollt og gott og fituprósentan örugglega komin upp í rúmlega 24% aftur! En ég er líka búin að vera geðveikt dugleg við að sleppa nammi og gosi í prófinu þetta var bara svona einn svindlagur, svo er það bara harkan sex aftur! Ninja
 
Kveðja frá hlaðverja og bootcampnörd! Cool
3 down 2 to go...  
 
 

Los Hlaðos...

Ég er að meygla hérna á Hlöðunni, en próf í fyrramálið verð að meika þetta, úffídúffí!

Ég er bæ ðe vei ennþá svekkt yfir því að myndin mín skuli ekki hafa fylgt með síðasta bloggi, skil ekki hvernig hún hvarf...

Annars stakk Þorgeir mig af í morgun, fór til Litomyzl (eða hvernig sem maður á að skrifa þetta) á fund hjá KFUM og KFUK! Voða merkilegur eitthvað... aðalvandamálið við brottför hans er samt að ég veit ekki hver á að skipa mér að vera skynsöm! Ég er sem sagt rétt að rísa úr flensunni núna, var með smá hita í gær ennþá og er aum í bakinu (fæ alltaf í bakið þegar ég fæ beinverki). Ég ákvað nú samt að drífa mig í bc enda alveg að deyja úr hreyfingarleysi, ég er gjörsamlega háð bc! En ég sem sagt dó á æfingunni, hélt ég myndi æla slími eftir útihlaupin og ætlaði að gefast upp en þá hættum við útihlaupum. Endalausar axlaæfingar eftir það og hendurnar fylgdu með og svo smá læri. En ég sem gjörsamlega dó eftir æfinguna, hendurnar skulfu gjörsamlega... og núna er ég alveg að sofna með smá verk í hálsinum.

Ég sem ætla mér alltaf að vera skynsöm... ég bara kann það ekki. Ég finn að ég fór of hratt af stað eftir flensuna, eins og síðast. Hitt er svo annað mál að ég á pottþétt eftir að fara á æfingu á miðvikudaginn líka... fyrst ég lifði daginn í dag af er ekki séns að ég sleppi næstu æfingu á eftir!

Yfir og út, verð að átta mig á dulúðinni og lútherska rétttrúnaðinum og öllu þessu... 


Gleðilegt sumar!


Nei nú hringi ég í Jens!

Ég er komin með hita, beinverki og hósta. Sem virðist þýða þriðja flensan á þessari önn!

Hlínzan er ekki sátt enda nýrisin úr rekkju þar sem hún lá í viku og þeir sem þekkja Hlínzu vita að henni finnst ekki gaman að gera ekki neitt og missa þar af leiðandi úr bc og fleira vesen! Vonandi sef ég þetta úr mér....

Hverjir muna annars eftir setningunni sem ég notaði í fyrirsögn? Bara sælar minningar úr FB! Og fyrst ég er að tala um sælar minningar þá er þetta náttúrulega best. Sérstaklega fyrir þig Heiðar (verst að ég held að þú lesir ekki bloggið mitt)!

 

 


það sem ég afrekaði um helgina...

... deyja í hádegistíma í bootcamp eftir hálftíma og klára á þrjóskunni einni saman

... setja í mig fasta fléttu í fyrsta sinn á ævinni (að vísu lausasta fasta flétta sem nokkur maður hefur séð, en ég fór samt með hana út úr húsi)

... spila 5 þythokkíleiki, 2 pool, 1 fussball

... borða hollustupizzu (Speltpizza með grænmeti) og skemma hollustuna með kóki (sjitt hvað kók er gott!)

... setja sumardekkin undur bílinn án þess að fá hjálp frá pabba (heyrirðu það Gummi, pabbi var ekki einu sinni heima til að skipta sér af, ég kann þetta alveg!)

... kennar Þorgeiri að skipta um dekk! 

... mæta á réttum tíma samkvæmt minni klukku á morgunæfingu á laugardegi

... þurfa samt að sætta mig við refsingu

... hlaupa frá elliðaárdal upp í hólahverfi tvisvar og bæta mig um 28 sek í seinna skiptið

... smakka próteindrykk í fyrsta skipti á ævinni (mæli ekki með honum)

... fara á Búðir til að hitta tengdafjölskylduna og fagna 80 ár afmæli tengdaömmu

... láta Þorgeir keyra á Ólafsvík fyrir eina pulsu svo ég lifi daginn af 

... borða 5 rétta máltíð án þess að springa úr seddu 

... horfa á Scrubs

... setja í mig aðra lausa fasta fléttu, er þó ekki frá því að hún sé örlítið betri núna Wink 

... blogga 

... jú og læra aðeins!

Markmið vikunnar framundan...

... læra

... læra

... bootcamp

... læra

... læra

... o.s.frv

Gangi mér vel! Einbeitingarleysið er að drepa mig!

 

add_toon_info

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband