Ég er þreytt

var á vopnafirði á þriðjudag, djúpavogi í gær og borgarfirði í dag. EN það er Reykjavík á morgun! Svo það ætla allir og þá meina ég ALLIR að hringja í mig á morgun og hver veit nema fólki geti komið heim í spil eða eitthvað! Ég er rosa spennt, mér finnst gaman í borginni! Svo er það bara Ítalía á þriðjudag með viðkomu í London, spurning hvaða borg er skemmtilegust! Grin

Prédikunin sem enginn fær að lesa

Fyrir þá sem föttuðu ekki titilinn þá er ég að vísa í gamalt blogg frá Þorgeiri Grin

Ég var sem sagt að prédika um helgina, meira að segja tvisvar. Fyrst klukkan 11 í Egilsstaðakirkju og svo klukkan 14 í Bakkagerðiskirkju. Það var ágætlega mætt í Egilsstaðakirkju og prédikunin gekk svosum ágætlega þó að prédikunarstóllinn sé ekki alveg minn staður. Held að það sé nóg að betri helmingurinn sjái um það. Svo var haldið með sr. Jóhönnu á Borgarfjörð, við byrjuðum á að kíkja í félagsheimilið þar sem var annar í afmæli. Það var sem sagt kona sem varð fimmtug á Borgarfirði og þar sem Jóhanna komst ekki í afmælið á laugardaginn sökum veðurs og nennuleysis (margir gestir voru víst bara sóttir af jeppamönnum til að komast yfir fjallið) þá var okkur boðið í afganga fyrir messu. En trúiði mér þessir afgangar hefðu næstum dugað ofan í alla gestina sem voru þarna á laugardeginum, ég var aðallega svekkt að vera búin að borða og vera á leiðinni í messu! Þarna hitti ég líka Kristjönu sem var ráðskona í sumarbúðunum hérna einu sinni... skemmtileg kona sem ég hélt alltaf fram að væri Borgarfjörður Eystri, hún gerði ALLT! En já svo var haldið í kirkjuna, fámennt en góðmennt, ótrúlega fáir krakkar en þeir mæta víst frekar í sunnudagaskóla en fjölskyldumessu og við erum að tala um að það mæta ALLIR krakkarnir í sunnudagaskólann, 0 ára og fram að fermingu eða því sem næst. Ég hitti líka mömmu hans Magna, hún var meðhjálpari, var að spá í að láta taka mynd af mér með henni en hætti svo við Tounge eða eitthvað.

En þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé ekki minn staður var ég nú bara ánægð með prédikunina mína, eiginlega ánægðari með hana á prenti heldur en flutninginn en því miður þá hefur hún ekki enn verið birt á kirkjan.is og þess vegna fær enginn að lesa hana! Ýkt óheppin þið hehe


Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir

ég legg bílnum upp við veg og mæti í snjóbuxum í vinnuna, þrátt fyrir að snjórinn á Egilsstöðum sé lítill sem enginn.

En albúmið er hérna, þið verðið að kommenta og segja eitthvað um myndirnar mínar fyrst ég var að hafa fyrir þessu

Naddakross

myndir

Einhvern tíma lofaði ég að sýna myndir úr snjónum þegar ég kæmi í bæinn. Nú er ég búin að vera í bænum síðan á föstudag og hef haft ýmislegt annað við tíman að gera en að blogga. Enda fæ ég aldrei nein komment þannig að mér finnst ekki liggja neitt á því að blogga! Þannig að ef þið viljið blogg þá verðið þið að kommenta Wink En ég ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir úr snjónum... kannski flækist eins og ein mynd af akureyri með og jafnvel þorrablótinu líka þó þær séu reyndar flestar frekar lélegar.

Ég held reyndar að ég nenni ekki að setja myndirnar hérna inn, ég verð að fara í sturtu og svo að sofa... þið verðið bara að kíkja í Albúmið Austurland sem ég var að búa til!


saga um sögu

Ég átti líka einu sinni bók með þessum titli... gallinn er sá að ég man ekkert um hvað hún var. En nú er sem sagt komin saga á kreik í sveitinni!

"Unga stúlkan sem býr í Kirkjumiðstöðinni þykir einstklega frá á fæti ef svo má að orði komast. Það var verið að elda fyrir Þorrablátið í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá þegar hún kemur á bílnum, keyrir inn, nælir sér í saltkjöt, hangikjöt og smá hákarlsbita og flýtir sér svo út aftur. Hún var svo snögg að hún var mætt á Þorrablótið á undan matnum!" Bandit

Það leiðinlega við þessa sögu er hvað hún er sorglega nálægt sannleikanum Blush


evangelical Holiness

You scored as Evangelical Holiness/Wesleyan. You are an evangelical in the Wesleyan tradition. You believe that God's grace enables you to choose to believe in him, even though you yourself are totally depraved. The gift of the Holy Spirit gives you assurance of your salvation, and he also enables you to live the life of obedience to which God has called us. You are influenced heavly by John Wesley and the Methodists.

Evangelical Holiness/Wesleyan

71%

Neo orthodox

71%

Emergent/Postmodern

71%

Classical Liberal

57%

Reformed Evangelical

50%

Modern Liberal

36%

Roman Catholic

36%

Charismatic/Pentecostal

25%

Fundamentalist

21%

What's your theological worldview?
created with QuizFarm.com

 

Gallinn er sá að ég held að maður þurfi að vera í guðfræði til að skilja sumar spurningarnar og líka niðurstöðurnar... hver ætlar að hjálpa mér og segja mér hvort ég sé réttu megin við strikið... mér finnst að ein niðurstaðan ætti að vera Lutheran Dude Cool


Ertu þá faaaaarinn ertu þá farinn frá mér...

Já nú er Þorgeir farinn! En getiði hver kemur til Reykjavíkur um helgina?!?

Það er mús í húsinu

Einu sinni átti ég bók með þessum titli, mér fannst hún rosalega skemmtileg af því að það fylgdi mús með bókinni sem maður setti svo í gegnum göt á hverri blaðsíðu fyrir sig. Ég gat skemmt mér konunglega tímunum saman eða því sem næst. Hitt er svo annað mál að nú er mús í húsinu og ég og Þorgeir skemmtum okkur ekki konunglega við að ná henni. Það er búið að setja upp tvær gildrur með osti og líka súkkulaði sem þeim á víst að finnast rosalega gott. Ég held að músin sé bara of klár því ég horfði á hana hlaupa framhjá gildrunni í gær. Næsta skref er því að fá kisuna frá sr. Jóhönnu og vonast til þess að hún sé klárari en músin.

Ég held að músin hafi komist inn um gatið á húsinu, já það var gat á húsinu! Nú er að vísu búið að loka því svo vonandi koma ekki fleiri inn og þar sem það er vetur er ólíklegt að músin sé á leiðinni að fara að gjóta. Gatið á húsinu var mér að kenna, eiginlega samt mér og Þorgeiri. Bíllinn sem við vorum á bakkaði á húsið, nei við vorum ekki í bílnum. Kannski ég ætti bara að kenna bílnum um þetta. En allavega þá skemmdist bæði bíllinn og húsið en ekki ég og Þorgeir (enda máttum við nú ekki við því) en það er allt saman tryggt svo VÍS er í málinu, nú bíð ég bara eftir smiðnum og símtali frá bílaverkstæðinu. En húsið er íbúðarhæft og bílinn ökufær svona í bili allavega, svona bráðarbyrgða.

 Annars blótaði ég Þorra um helgina, var að því þegar músin skreið inn held ég. Mér fannst það stórskemmtilegt. Fullt af furðulegum atriðum, súrum mat og nefndarvísum. Ég fattaði nú ekki alla brandarana en einhverjir voru útskýrðir fyrir mér. Hitt er svo annað mál að margar nefndarvísurnar eru fyndnar hvort sem maður þekkir fólkið eða ekki. Ég get deilt einni með ykkur sem er um hjón þar sem konan er á danska kúrnum, ég man samt því miður bara textann við viðlagið!

Gott er að borða gulrótina, græna kálið, steinseljuna, rabbabara, rúlluhey og rófustöppu og arfa. Þá fá allir mjóan maga, mjög svo verða alla daga, eins og kýrnar útí haga upplagðir til starfa.

Kál er fyrir kanínur og kýrnar borða heyrúllur en sjálfur heiti ég Sigmundur og sjá vil kjöt á diski.  Tölti ég með tóman kviðinn tel þó betra'ð halda friðinn en sjálfur vil ég sauðasviðin og svolítið af fiski!


ekkert smá

maður fer bráðum að velta því fyrir sér hvort Vesturlandsvegurinn sé andsetinn... sjá líka hér. En sem betur fer hefur enginn slasast enn svo að ef þetta er illur andi þá er hann ekki að standa sig sem skyldi Wink
mbl.is Mildi að ekki varð stórslys á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

læknaþættir

Þegar ég fór í heimsókn til Friðriks forseta var hann svo ljúfur að lána mér serínu sína af House. Ég hafði nú ekki einu sinni hugmynd um hvaða þættir þetta voru en þessi sería hefur engu að síður runnið ljúft niður og er nú komin til síns heima. Þessir þættir eru stórskemmtilegir, Dr. House furðulegur líklega geðveikur stórskemmtilegur karakter og ekki skemmir fyrir hvað Dr. Chase er myndarlegur Wink

Það var aðeins eitt sem mér líkar ekki við þessa þætti, það er félagsráðgjafagrýlan sem kemur fyrir. Það eru tvö barnaverndarmál sem koma upp og alltaf eru læknarnir að kóa með svo barnaverndarnefndin þurfi ekki að koma. Í eitt skipti var 15 ára strákur að sjá um veika mömmu sína, barnaverndin kemst að þessu og það mætir á svæðið þessi þvílíka stífa kelling og dregur hann hágrátandi í burtu og segir honum að gera þetta ekki erfiðara en það þurfi að vera. Í hitt skiptið eru foreldrar ungabarns handteknir fyrir að gefa því grænmetisfæði! Trúið mér nú hef ég komið að nokkrum barnaverndarmálum hérna en aldrei hefur barn verið tekið af foreldrum sínum eða starfsfólkið komið þannig fram að fólk hafi ástæðu til þess að forðast það!

Hitt er svo annað mál að í bílnum á leiðinni frá Djúpavogi í eitt skiptið ákváðum við Hildur félagsráðgjafi að stefna bara á Hollywood. Í staðinn fyrir þessa löggu og læknaþætti að búa bara til sérstakan félagsráðgjafaþátt. Það þarf ekki mikið til bara að krydda karakterana hérna á Félagsþjónustunni aðeins og færa barnaverndarmálin í stílinn, kannski blanda nokkrum saman og svona! Ég held að við gætum alveg meikað það í Hollywood, félagsráðgjafar eru miklu skemmtilegri stétt heldur en læknar! Og ekki skil ég hvernig lögfræðingaþættir meika það, hvað er skemmtilegt við það að vera lögfræðingur? Enda vita allir hver var skemmtilegasti karakterinn í Judging Amy, félagsráðgjafinn að sjálfsögðu.

Bíðið bara, ég er alveg að fara að meika það Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband