Færsluflokkur: Bloggar
... minn er eins og útvarp með mörgum stöðvum í gangi í einu, allavega núna!
Ég er í heimaprófi og er að reyna að einbeita mér, hef ekki verið þekkt fyrir þann hæfileika í gegnum tíðina. Ég sendi matardagbók til bootcamp fyrir síðustu viku og var skömmuð fyrir of mikið sukk á nammidegi og of marga nammidaga. Úffídúffí þetta er erfitt líf, mér sem finnst ég vera að standa mig geðveikt vel... en neei enginn ís á föstudögum og ekkert kók á sunnudögum! Heilanum mínum finnst nauðsynlegt að pæla aðeins í þessu á meðan á heimaprófinu stendur. Þessa viku er ég á ljósmyndanámskeiði á kvöldin og ég er stöðugt að hugsa um ljósop og hraða, sérstaklega af því að þær fáu myndir sem ég hef reynt að taka í gærkvöldi og dag eru ekkert að virka hjá mér, virðist þurfa þrífót í allt... sem ég á ekki. Svo af því að ég er að hugsa svona mikið þá finnst mér ég hafa svo mikið að gera að ég er að hugsa hvernig í ósköpunum ég eigi að hafa tíma fyrir boot camp (sérstaklega útiæfingar), starfsþjálfun, vinnu og Gray's anatomy! Ofan á þetta allt saman bætist svo hvað það er hrikalega stutt í árshátíð!
Hjálp við að skipuleggja hugsanir mínar óskast, helst sem fyrst!
Bloggar | 19.2.2008 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara svona nokkrir punktar þar sem ég blogga allt of sjaldan:
- Ég er í heimaprófi, og hvað gerir maður í slíkum aðstæðum... jú maður bloggar.
- Bjartur Snær fór ekki til læknis, honum virðist líða betur, allavega hættur að loka forritum.
- Alltaf þegar ég finn eitthvað skemmtilegt að blogga um læt ég það bíða morguns og er gleymi svo hvað það var.
- Við hjónakornin erum MJÖG líklega að fara að flytja til Egilsstaða... ef þið vitið um einhvern traustan sem vill leigja íbúðina okkar má láta okkur vita og eins ef þið vitið um íbúð til leigu á Egilsstöðum. Það er sko ekki séns að við seljum íbúðina sem við erum nýbúin að kaupa, hún er alltof flott til þess enda ekki víst að við verðum á Egilsstöðum til æviloka.
- Einn punktur í samhengi við síðasta: Þegar amma Þorgeirs heyrði að við værum væntanlega að flytja kvartaði hún yfir hvað það væri langt að heimsækja langömmubörnin.... hún er alltaf skrefi á undan okkur!
- Og talandi um ömmur, sú sama leit á nýtt flatskjársjónvarp heima hjá tengdó og fannst það mjög merkilegt fyrirbæri, spurði meðal annars hvort myndin væri þá í þrívídd....
- ... ég er fegin að sjónvörp eru ekki í þrívídd, í fyrsta lagi væri leiðinlegt að vera stanslaust með einhver asnaleg gleraugu á nefinu og í öðru lagi fæ ég hausverk af svona þrívíddardæmi. Fór á 3D mynd í bíó í vetur og fór svo heim og lagðist í rúmið... ekki gaman. Strákurinn sem ég fór með heimtaði aftur á móti að fara aftur á myndina með mömmu sinni viku seinna...
Bloggar | 18.2.2008 | 14:44 (breytt kl. 14:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
... samt misgaman. Hann Bjartur Snær er ekki jafn hress og þegar við hittumst fyrst. Ég held að hann sé eitthvað veikur, er búin að fara með hann einu sinni til læknis og þá var skipt um vinsluminni í honum en það er ennþá eitthvað að angra hann. Hann á það til dæmis til að loka ákveðnum forritum alveg af sjálfsdáðum við mismikinn fögnuð viðstaddra. Þarf að koma honum til læknis aftur!
Annars verð ég aðeins að blogga um Bootcamp fyrst ég má svona lítið tala um það. Þannig að þeir sem þola ekki bootcamp umræður mega hætta að lesa núna! Ég sem sagt mætti á mína fyrstu útiæfingu í gær. Ég verð nú að segja að ef haglið sem lamdi mig í framan á æfingunni hefði verið til staðar þegar ég vaknaði um morguninn þá hefði ég nú ekki farið langt. En þetta var alveg endalaust gaman, tókum hermannaskrið, bjarnagöngu, spretti, bjarnagöngu, hnébeygjuhopp áfram og fleira skemmtilegt. Til dæmis hlupum við hóla og hæðir meðal annars í rúmlega hnédjúpum snjó, hoppuðum jafnfætis upp á 0,5 metra pall og tókum armbeygjur á honum líka. Ég var á hestbaki á hávöxnum strák og átti að taka hann á hestbak líka en mér var vorkennt og sett í lið með annarri stelpu sem var líka vorkennt. Strákurinn hefði líka næstum náð niður ef hann hefði verið á bakinu á mér. Gaman að því!Og þó að Bjartur Snær sé smá veikur er nú ýmislegt sem hann getur gert... ég og Þorgeir vorum til dæmis að leika okkur áðan (og ekki reyna að halda því fram að við séum skrítin):
Bloggar | 10.2.2008 | 18:47 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stykjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.1.2008 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn.
Hún dregur saltið í sig. Alvöru konur: Ef þú
ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.
Fínar dömur : Það er auðvelt að lækna höfuðverk
með því að skera límónu í sundur og nudda henni á
ennið. Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu
henni við tekíla og salt og drekktu.
Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér
verður alveg sama.
Fínar dömur : Ef þú setur sykurpúða í botninn á
vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu.
Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í
loft í sófanum og borðar hann.
Fínar dömur : Þú getur komið í veg fyrir að
kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með
þeim. Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka,
hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.
Fínar dömur : Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú
penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í
ofninn. Alvöru konur: Betty Crocker segir
ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu
bara .
Fínar dömur : Ef þú átt erfitt með að opna
sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska.
Þannig færðu betra grip. . Alvöru konur: Biddu
myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að
opna krukkuna!
Fínar dömur : Ekki hella afgangs rauðvíni. Það
má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?
Bloggar | 31.1.2008 | 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var lagið strákar, svona á að gera þetta!
Ég stóð hoppandi og kallandi fyrir framan sjónvarpið í gær á meðan ég reyndi að strauja rúmfötin (hafið þið reynt að strauja teygjulak, þetta er bara rugl), Þorgeir reyndi á sama tíma að undirbúa KFUM fund og gera grín að mér en hann var fljótt farinn að fylgjast með handboltanum líka. Hann getur þar af leiðandi hætt að gera grín að mér fyrr handboltaáhugann minn!
Svo er bara næsti leikur á eftir og þá mun ég líka vera hoppandi og öskrandi fyrir framan sjónvarpið.
Áfram Ísland, í blíðu og stríðu!
Bloggar | 24.1.2008 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja ég stóð ekki við það sem ég sagði hér eitt sinn að bloggunum myndi líklega fjölga með nýrri tölvu. Neibbs það viðurkennist bara hér með að ég er með meiri bloggletingjum þessa bloggheims og skammast mín ekkert fyrir það! Hins vegar ákvað ég að skella í eina færslu núna vegna fjölda áskorana (Takk Þóra)
Annars er það frekar veðradramatík sem ég hafði hugsað mér að blogga um en bloggleysi. Þannig er nefnilega mál með vexti að veðrið breytist á Íslandi en er samt alltaf svipað frá ári til árs. Það er rigning á haustin og snjór í kringum áramót. Ég veit ekki hversu oft ég heyrði í haust setningar eins og "þessi rigning ætlar aldrei að hætta, ég hef bara aldrei vitað annað eins!" Folks það rigndi líka síðasta haust og já allt síðasta haust, við búum á Íslandi! Svo núna byrjaði að snjóa og kannski er ég bara gift svona svakalegum dramakóngi en setningarnar sem komu frá manninum voru ofar mínum skilningi. Við gengum út í Frístundaheimilið þar sem við vorum með kirkjustarf og það var ekki búið að ryðja göngustígana svo skálmarnar á buxunum okkar blotnuðu talsvert. Haldiði að maðurinn segi ekki við eina fullorðna konu sem vinnur í Frístundaheimilinu "Við sem erum milli tvítugs og þrítugs munum varla eftir svona miklum snjó!" Sko ég man bara víst eftir því þegar það voru snjógöng inn í matskálann í Vatnaskógi og ég man víst eftir því að hafa sópað ofan af bílnum mínum með kústi áður en ég lagði af stað í háskólann af því að skafan var ekki nóg og ég man líka eftir því að hafa legið á jörðinni og reynt að moka bílinn út af bílastæðinu með þessum sama eiginmanni mínum í fyrra! Og ég man eftir því að hafa verið veðurteppt fyrir austan síðasta vor og þurfti að vaða snjóinn upp að mitti þegar ég var sótt! Stundum held ég að veðraminni Íslendinga nái ekki lengra aftur en eina viku. Líka þegar þessi rosa vindur kom núna í desember, jújú þetta var klikkun en ég var mjög hissa á fullorðnu fólki sem mundi ekki eftir öðru eins því ég mundi bara víst eftir ofsaveðrinu sem gekk yfir í febrúar árið 2002 minnir mig!
Niðurstaða: Íslendingar eru dramadrottningar í tengslum við veður, allir nema ég
Yfir og út!
Bloggar | 18.1.2008 | 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá eru jólin alveg að detta inn. Ég er rosa spennt, enda algjört jólabarn. Við höfum þó verið frekar sein við jólaundirbúninginn þetta árið sökum prófa og þess háttar en nú er þetta allt að smella. Jólakortin eru á síðasta sjéns en þau voru skrifuð núna áðan, þau fara svo í póst á eftir! Vonandi sleppur það. Jólagreinin er ekki komin í hús en kemur vonandi bráðlega því ég þarf að skreyta hana fyrir jólin. Við ákváðum sem sagt að hafa ekkert jólatré enda engar gjafir sem þurfa að fara undir það. Við ætlum að vera hjá mömmu og pabba á aðfangadag. Planið var að vera hjá tengdó en þar sem mamma og pabbi ætla að stinga af yfir áramótin ákváðum við að vera þar á aðfangadag og hjá tengdó um áramótin. Ég held að það séu allir sáttir við það!Við erum komin með jólagjafir í hús, frá tengdó.Þeirra gjafir eru inn í skáp og þau fá þær ekki fyrr en í fyrsta lagi á þorláksmessu. Ég er ekki jafn stressuð að koma gjöfunum frá mér. Við eigum líka eftir að kaupa eina jólagjöf og skrifa jólakort til krakkanna í KFUM og KFUK, það verður líklega gert í kvöld því núna er ég að fara á skauta með vini mínum!Annars verð ég að segja frá hneikslinu mínu. Ég fór í gær og keypti flotta gjöf til að setja undir jólatréð í Kringlunni, ég var ánægð með gjöfina og spennt að geta gefið hana barni sem annars fengi kannski ekki jólagjöf. Þegar ég kom að trénu voru það unglingsstelpur að pakka inn snyrtivörum og ég hugsaði "frábært, þær eru að útbúa gjöf fyrir stelpu á þeirra aldri". Það stóð sem sagt skírum stöfum á borðinu að það væri einungis ætlað til að pakka inn gjöfum sem færu undir tréð. Þetta var erfitt hjá stelpunum og tók sinn tíma, eftir smá stund sá ég þó að þær voru með fullan poka af innpökkuðum gjöfum við hliðina á sér, allar í pappír eins og var á borðinu. Þegar ég komst loksins að sagði ég við stelpurnar "Þið vitið að borðið er bara fyrir gjafir sem fara undir tréð." "Já! Ég veit!" segir ein stelpan stingur svo pakkanum ofan í pokann sinn og labbar í burtu. Úff hvað ég var hneiksluð að svara mér að hún vissi alveg til hvers borðið var ætlað en var samt að misnota aðstöðuna. En þá var ekki allt búið, að kemur kona um þrítugt, merkt Kaupþingi, augljóslega starfsmaður í Kringlunni. Hún kemur með pakka og ég hugsa hvað það sé gaman hvað það eru margir tilbúnir að gefa undir tréð og er hætt að angra mig á unglingsstelpunum. En neinei konan pakkar inn gjöfinni, stingur henni ofan í pokann sinn og labbar í burtu! Hvað er málið ?!? Í fyrsta lagi, starfsmaður Kringlunnar og ætti að vera til fyrirmyndar í svona málum finnst mér. Í öðru lagi heyrði hún þegar ég benti stelpunum á að borðið væri BARA fyrir gjafir undir tréð! Þessi kona hafði enga afsökun. Svona hegðun finnst mér eyðileggja jólastemninguna. En það þarf samt sem betur fer meira en svona bögg til að eyðileggja jólin mín... ég get ekki beðið. Ég er næstum jafn spennt og þegar ég var krakki, munurinn er bara sá að núna er ég meira spennt að gefa gjafir heldur en að þiggja (þó það sé óneitanlega líka gaman)Jólakveðjur, yfir og út!
Bloggar | 21.12.2007 | 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það mætti halda að ég væri bara vaðandi í peningum, eða hefði verið það allavega. Það var nefnilega enn eitt fjölskyldumeðlimur ða bætast í hópinn. Hann hefur hlotið nafnið Bjartur Snær og er einstaklega fallegur. Ég fæ þó ekki að kynnast karakternum hans fyrr en á mánudaginn þegar prófunum mínum er lokið.
3 down 1 to go. Maraþonið heldur áfram, þetta er algert maraþon, hef sjaldan farið svona hratt í gegnum próf en enn sem komið er hefur þetta reddast. Ég er samt orðin eins og Þorgeir, farin að sitja næstum allan tíman og skrifa og skrifa og skrifa. Mér tókst að vera þriðja síðust út úr prófinu áðan og meira að segja að skrifa fullt fullt um trúarlega félagsmótun kvenna. Ég sem yfirleitt er svo stuttorð karlremba! En svona er þetta, tímarnir breytast og mennirnir með
Yfir og út!
Bloggar | 15.12.2007 | 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja gott fólk þá get ég tekið gleði mína á ný. Feiti strákurinn okkar er kominn heim og hefur fengið nafnið Theodór! Það fer honum líka svona ljómandi vel en við áttum saman yndislega stund í gærkvöldi. Hann er bestur í geimi
Að öðru leiti á ég enn eftir þrjú próf en þetta styttist óðum því ég fer í það næsta kl.13:30 og eftir það verð ég hálfnuð. Fjórir dagar eftir, ég hlýt að lifa þetta af!
Bloggar | 13.12.2007 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)