Færsluflokkur: Bloggar

Feitur strákur

Mig langar í feitan strák, hann lítur svona út:

fatboymarimekko

Þessi svarti, ég fann enga mynd af honum einum og sér... lélegt en það er hægt að sjá hann betur hér.

Ég og Þorgeir erum búin að ætla okkur að festa kaup á einum slíkum. Það gengur bara ekkert sérstaklega vel. Fyrst var bara engin Fatboy verslun hérna, hún var lokuð vegna breytinga. Síðan tók við löng bið og nokkur símtöl þar til staðfest var að ný verslun myndi opna 30. nóv. Sú verslun opnaði hins vegar aldrei en aftur á móti hóf verslunin Egg að selja svona feita stráka fyrir stuttu síðan. Nú við Þorgeir þangað. Þar sáum við ýmislegt heillandi en ekki okkar eina sanna feita strák, þá tók við löng leit að afgreiðslufólki. Sumt var nú bara dónalegt og sagðist vinna í annarri deild og skipaði okkur að fara til baka en gat ekki bent okkur á neinn annan starfsmann. Við fundum þó að lokum starfsmann sem vissi ekki neitt en hjálpaði okkur að finna annan starfsmann. Að lokum fannst starfsmaður sem gat svarað spurningu okkar og staðfest að okkar strákur væri bara ekki til, en hún var tilbúin að panta hann fyrir okkur. Hann myndi koma ekki síðar en í gær en það yrði hringt í okkur til að staðfesta. Þar sem við vorum farin að bíða spennt eftir nýja fjölskyldumeðliminum okkar hringdi Þorgeir í dag til að athuga stöðuna. Hann beið í nokkrar mínútur með lyftutónlist en náði loks í gegn og honum var gefið samband við rétta deild, þá tók við nokkra mínútna bið af engu og hann gafst upp. Ef Egg væri ekki eina verslunin með svona feita stráka þá væri ég farin og búin að kaupa mér svona annars staðar. Ég þoli ekki lélega þjónustu enda hef ég ekki verslað við BT síðan við fengum gallaða sjónvarpið hérna um árið og enginn vissi neitt en gat samt verið með skæting!

 Annars er bara feitur próflestur í gangi... 1 down 3 to go og 6 dagar eftir! Sem sagt próf fim, laug og mán. Rosa stuð! Sérstaklega að vera búin í prófi 16:30 á fim og fara í annað 9 á laug... W00t 

Ég er sem sagt orðin Hlaðverji enn á ný en mikil viðvera hér veldur skorti á ýmsu. Hjá sumum er það skortur á hreinum þægilegum nærbuxum, hjá öðrum aðallega skortur á einbeitingu. En þessa dagana er sem sagt bara íþróttabuxur, hettupeysa, ullarsokkar, nóg af óhollum mat, námsbækur og svo nær maður óholla matnum af sér með Boot camp eftir áramót! Úje


vildi bara deila þessu með ykkur...

I'm Rachel
You are the most sought after F.R.I.E.N.D. with an extremely active romantic life! You have learnt independence and responsibility the hard way - and are proud of it! You're stylish, cool and sexy and clearly know how to dress - but at the same time know whats truly important in life

 

Hefði reyndar frekar viljað vera Chandler... en þetta er samt flott!


"Praypride"

Jæja er ekki kominn tími á smá bloggfærslu hjá mér. Ég skipti um skoðun reglulega, hvort ég eigi að hætta að blogga eða ekki. Kannski fer ég að nenna því oftar þegar ég eignast almennilega tölvu, hver veit...

En að málefnum dagsins. Síðustu helgi eyddi ég með unglingum. Fyrst var miðnæturíþróttamót KFUM og KFUK í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags. Það var að sjálfsögðu alveg stórskemmtilegt og alveg yndislegir unglingar sem þangað komu. Skemmtu sér vel en voru líka stillt og prúð. Á sunnudaginn hitti ég svo hann Sindra Karl vin minn og við skelltum okkur saman í sund, lágum í heita pottinum, fórum í rennibrautina og nutum þess að vera úti. Við meira að segja hjóluðum í laugina, svo sem ekki erfitt enda alltaf erfiðast fyrir mig að hjóla aftur heim!

Sökum þess að ég var í Vatnaskógi um unglingunum missti ég af þessari stórmerkilegu bænagöngu sem fram fór á laugardaginn. Ég mætti þó á tónleikana um kvöldið og skemmti mér vel, þeir sem komu fram stóðu sig vel og það var mjög gaman að þessu öllu saman. Sérstaklega var ég hrifin af Icestep hópnum úr Árbæjarkirkju. Það þyrfti bara að gera meira úr þessu IceStep hérna heima og helst virkja unglinga úr sem flestum sóknum, ég ætla þó ekki að taka þátt í því enda finnast fáir lélegri dansarar en ég! Mér skilst að bænagangan hafi einnig farið vel fram þrátt fyrir að engir fjölmiðlar hafi mætt á staðinn. Mér finnst það alveg merkilegt, ef 10 manns mótmæla eru fjöðmiðlarnir manna spenntastir en ef 1.000 manns safnast saman í einingu þá lætur enginn sjá sig. Ég reyndar veit ekki alveg hversu margir mættu í gönguna þar sem ég hef einungis heyrt ágiskanir og var ekki sjálf á staðnum eins og áður hefur komið fram. Ég sá að það hafa verið heitar umræður um þessa bænagöngu á hinum ýmsu bloggsíðum en ég hef ekkert skipt mér af þeim og lítið lesið. Heitið á bloggfærslunni er engu að síður komið frá einhverri bloggsíðu sem kallaði gönguna praypride á móti gaypride. Mér finnst það bara flott nafn! 

Það sem mér finnst best við þessa göngu er einingin. Fólk í mismunandi kirkjudeildum hefur alltof oft verið að rífast og tuða yfir hinu og þessu, nýrri Biblíuþýðingu, málefnum samkynhneigðra og svo framvegis. Þarna höfðum við aftur á móti vit á því að koma saman í einingu og biðja gegn andlegu myrkri á Íslandi.

Ég sá einhvers staðar að Baldur sem átti hugmyndina að göngunni hafi sagt á Omega að samkynhneigð væri sori og mér skilst að fólk sé að missa sig yfir því.  Mig langar í því samhengi bara að minna á að Þjóðkirkjan stóð nýverið saman um að vilja auka réttindi samkynhneigðra og skoðun þessa eina manns á ekki að koma óorði á bænagönguna, það var ekki verið að biðja gegn samkynhneigð. Ég veit líka að Baldur er dæmdur morðingi en hann vildi einmitt biðja gegn því andlega myrkri sem fær einstaklinga til að fremja slíka voðaverk. Sem betur fer hefur hann snúið frá villu síns vegar og vonandi verður hans vitnisburður til að fleiri geri slíkt hið sama.

 Vá, ég held að þetta sé ein sú lengsta bloggfærsla sem ég hef skrifað... gaman að því.

 

Ein góð að lokum

add_toon_info

Ný Biblíuþýðing!

Ég er ein af þeim útvöldu sem á nýju Biblíuþýðinguna. OK kannski ekki ein af útvöldi en ég held samt að ég hafi verið með þeim fyrstu til að fá hana. Ég hafði hugsað að það væri gaman að bíða fyrir utan Kirkjuhúsið til að vera fyrst til að kaupa hana en svo nennti ég því ekki, það var líka hvergi auglýst hvenær hún kæmi í verslanir nákvæmlega. En forsetinn fékk sína allavega afhenta kl.11 á föstudaginn og mín var keypt kl. ca. 13 sama dag. Það var minn elskulegi eiginmaður sem var svo góður að festa kaup á nýju þýðingunni handa mér.

Ég er mjög ánægð með þessa nýju Biblíu mína. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki lesið hana mikið en hún lítur vel út. Hins vegar var ég ekki nógu ánægð með fréttaflutninginn um nýju þýðinguna í gær. Það er jú fréttnæmt að einhverjir hafi hætt í þýðingarnefndinni og séu ósáttir við þýðinguna en það hefði alveg mátt heyra í einhverjum öðrum úr þýðingarnefndinni varðandi það. Ég hef til dæmis heyrt að hluti af deilunni hafi verið að einhver þýðandi vildi hafa textann eins og hann taldi vera réttast úr frummálinu en nefndin taldi íslenskuna ekki nægilega góða. Það er erfitt að gera öllum til hæfi. Hins vegar er ekki fréttnæmt að Gunnar í Krossinum sé á móti þýðingunni. Hann hefur verið á móti henni frá því áður en vinnan við þýðinguna hófst!

Svo er það líka staðreynd að síðasta þýðing á allri Biblíunni sem kom út 1908 olli líka deilum. Svona verkefni getur ekki átt sér stað án þess að um það sé deilt. En ég tel þetta stórt skref í íslenskri kirkjusögu og mjög mikilvægt!

Nú hlakka ég bara til að byrja að lesa


Próf í gamla testamentisfræðum

Já í dag var ég í prófi í sögu, bókmenntum og þjóðfélagi hebrea, svaka stemming. Gekk bara allt í lagi held ég, skrifaði alls staðar eitthvað en ekki mikið við hverja spurningu. Kemur í ljós eftir helgi hvernig gekk en eitt er víst: ég er ekki fallin og þar af leiðandi er þessum áfanga lokið! Vúhú, ekki það að Gunnlaugur hafi verið leiðinlegur en mér finnst alveg nóg að vera í fimm áföngum í einu. Sem sagt one down, five to go...

Ég tók líka annað próf í gamla testamentinu áðan... niðurstaðan er þessi

 

1076993650_uffElijah2

Harry Potter og dauðadjásnin!

eða Harry Potter and the Deathly Hallows eins og hún útleggst á engilsaxnesku liggur á náttborðinu mínu. Sólveig á þessa stórskemmtilegu bók en lánaði mér hana og lauk ég henni á laugardaginn síðasta. Ég veit að einhverjir eru hneikslaðir á hversu lengi ég var að klára hana þar sem ég fékk hana lánaða þann 15. september síðastliðinnn. Ég lét hins vegar skólabækurnar ganga fyrir þennan tíma (allavega einhverjar þeirra) og lét mér nægja að lesa eins og einn eða tvo kafla fyrir svefninn... það er að segja þangað til kom að endinum þá er ekkert hægt að stoppa.

Annars þori ég lítið að segja um bókina annað en það að hún er mjög góð og hún endar eins og ég vildi að hún endaði. Ég elska endinn meira að segja svo mikið að ég er búin að lesa síðasta kaflann tvisvar og hver veit nema ég lesi hann einu sinn enn núna fyrir sveninn... hann er BARA æði!

Það verður samt að viðurkennast að það er með vissum söknuði sem ég lagði bókina frá mér... söknuður yfir því að Harry sé búinn, er samt ekki viss um að ég nenni að byrja á fyrstu bókinni strax aftur í bráð!

PS Ef einhver stelpa er laus á fimmtudögum milli 17 og 18:30 má sú hin sama hafa samband við mig. Kennararnir hennar Dagnýjar breyttu stundatöflunni hennar aftur Angry, nei kannski ekki alveg svona ýkt meira bara svona Undecided... ég og stelpurnar í KFUK eigum eftir að sakna hennar mikið og óskum hér með eftir einhverri til að reyna að fylla í skarðið... það er frekar stórt!


djáknablogg

Já, nú á ég víst að heita virðulegur djáknnemi, já eða allavega djáknanemi. Af því tilefni fór ég í viðtal um daginn á Biskupsstofu við svokallað starfsþjálfunarteymi. Þetta teymi samanstóð af tveimur einstaklingum einum djákna og einum félagsráðgjafa og átti að fjalla um persónu mína og hæfni til að sinna djáknastörfum í framtíðinni. Það sem var skemmtilegast við þetta viðtal var samt hvernig það fór fram. Ég og djákninn töluðum saman um mig, styrkleika mína, veikleika, áföll, starfsreynslu, menntun, fjölskyldusögu og framtíðarplön meðan félagsráðgjafinn sat næstum úti í horni og fylgdist með. Hún kom svo inn og fór að ræða við djáknann um mig í þriðju persónu. Það var frekar spes að sitja þarna og hlusta á konur tala saman um mig: "Hún Hlín er áhugasöm og mér heyrist hún vera öflug og geta sýnt frumkvæði í starfi.." Mér fannst þetta allt í lagi, meira að segja kannski þæglegra að fá gullhamrana svona framhjá sér. Ég hefði samt ekki viljað sitja þarna og hlusta á hana tala um veikleikana mína að ég væri viðkvæm og óörugg, ég tala nú ekki um ef að þeim sýndist ég vera óhæfur djákni.... sem betur fer var það nú ekki og ég held að það sé engin svoleiðis með mér í náminu.

Við töluðum líka um starfsþjálfunina mína og ég býð bara spennt eftir að mega byrja hana og vonandi gengur allt upp þar. Því miður hefur ekki allt gengið upp hingað til þar sem ég átti að vera á námskeiði í gær en mátti ekki mæta sökum of mikillar þátttöku. Jákvætt vandamál fyrir kirkjuna að of margir hafi áhuga á að starfa innan hennar. Neikvætt fyrir mig að þurfa að fresta námskeiðinu um ár, því þá verð ég jú búin í skólanum og veit ekkert hvar ég verð stödd í lífinu... vonandi verður mér ekki hent út af því námskeiði líka!


tjah

einkennilegt með þetta blog, því sjaldnar sem maður bloggar því minna hefur maður að segja.

Ég er sem sagt aðallega að blogga til að blogga, leiðinlegt að vera alltaf með sömu færsluna þarna.

En ég er orðin guðfræðinörd, ég er sem sagt byrjuð í djáknanáminu en ég lækkaði ekki meðalaldurinn jafn mikið og ég hélt að ég myndi gera. Með mér í náminu er sem sagt ein 31 árs stelpa sem var (eða er) að klára BA í sálfræði. Stórskemmtilegt alveg hreint nema hvað ég fæ það alltof oft á tilfinninguna að það sé alið á fordómum gagnvart félagsráðgjöfum í þessari sálfræði... en það eru aukaatriði, flestir sem hafa lokið einhverju sálfræðinámi eru bara mjög fínir!

Svo er vetrarstarfið byrjað í Grafarholtssókn, svaka stuð. Ég er reyndar bara í KFUK en það komu 30 stelpur til mín síðast sem var bara mjög gott. Ég vona að ég fái álíka margar í dag en helst ekki mikið fleiri, það er erfitt að ráða við of margar stelpur. Ég er samt með snilldarleiðtoga með mér, takk Dagný! Ég ætlaði líka að vera með í litlum lærisveinum sem er starf í Sæmundarskóla fyrir 6 ára krakka. Mér fannst það rosalega spennandi en þá var ég akkúrat sett í tíma þegar við ætluðum að hafa starfið... en Þorgeir er líka með brilljant leiðtoga með sér og litúrgían er bara nokk skemmtileg svo þetta sleppur allt saman!

Að lokum er svo íbúðin okkar að smella, öll húsgögn komin upp og flestar bækur. Þá á bara eftir að festa upp myndir, flottar gardínur í stofuna og raða upp skrauti í hillurnar. Það er samt voða lítið skraut á leiðinni upp í hillu held ég, því það er ekkert pláss fyrir það eftir að Þorgeir hefur komið öllum sínum bókum fyrir. Hann á alltof mikið af bókum þessi maður og ekki nóg með það heldur bíða hans fjórir kassar af guðfræðibókum hjá afa og ömmu. Sr. Sigurður Haukur heitinn ákvað að gefa honum allar sínar bækur, mjög gaman fyrir Þorgeir, ekki jafn gaman fyrir mig... nema ef eitthvað af þessum bókum mætti vera í geymslunni... ég þarf bara að beita sannfæringarkrafti mínum Cool


Núna er sko allt að gerast

og ég segi það satt!

við erum komin suður í borg óttans! Við keyrðum í gær og lentum í gærkvöldi, það er ekki hægt að segja að veðrið hafi tekið vel á móti okkur - ekki neins staðar á landinu. Það var grenjandi rigning um allt suður- og austurland í gær! En það gerði það kannski að verkum að við vorum fljótari yfir, Þorgeir nennti ekki að skoða kirkjur og ég nennti ekki að taka myndir!

Þegar við komum svo suður brunuðum við beint upp í Árbæ og fengum lykla að nýju íbúðinni okkar frá seljendunum. En þessir seljendur eiga einmitt ófeimnasta barn sem ég hef nokkurn tíma hitt. Við hittum hana síðast þegar við skoðuðum íbúðina í vor og þá tilkynnti hún okkur að hún væri alveg hætt að pissa á sig. Núna sýndi hún okkur skóna sína, bæði gömlu og nýju, bauð mér að smakka sleikjóinn sinn, sýndi mér allt dótið sitt og hleypti okkur ekki út fyrr en ég var búin að pússla bangsimon pússlið með henni og svo þurfti hún að sjálfsögðu að kyssa okkur og knúsa bless. Þegar hún uppgötvaði af hverju við vorum í heimsókn var hún aftur á móti ekki alveg jafn ánægð með okkur held ég, það var ekkert gaman að vera minnt á það að eitthvað nýtt fólk ætti að flytja í gömlu íbúðina hennar!

Við fórum svo að sjálfsögðu beint í íbúðina okkar nýju að skoða og hún er alveg jafn flott og okkur minnti. VÁ hvað ég hlakka til að koma okkar dóti fyrir í henni. En fyrst þarf nú að mála og við setjum stefnuna á Húsasmiðjuna í dag til að kaupa okkur málningu... við erum nokkurn veginn búin að velja liti!

Og svo er að sjálfsögðu fyrsti vetrarfundur KSF í kvöld, sem er bara brill, æskulýðsstarfið allt að fara af stað og svo skólinn en ég er einmitt að byrja í guðfræðideild! Svo þarf ég að sjálfsögðu að finna mér vinnu, stefnan sett á það eftir helgina... spennóspennó meira um það seinna.

En rétt upp hönd sem vill hjálpa til við að mála eða flytja, alltaf partý í Þórðarsveignum!

e260823_2A

Góðan daginn góðir gestir

Það er allt að  gerast hérna megin, allt að gerast. Eða kannski öllu heldur  ekki neitt, allavega ekki í vinnunnni sem sést best á því að ég er að blogga!

En það er ýmislegt annað að gerast.... ég er hætt í fjarbúð. Þorgeirinn minn er loksins kominn til mín Grin

Við skruppum einmitt norður á Akureyri um helgina, vorum hjá frænda Þorgeirs, sambýliskonu hans og fjórum hressum stelpum - alltaf fjör á þeim bænum. Við afrekuðum líka að kíkja í afmæli til lítils frænda míns sem er orðinn ótrúlega stór, þriggja ára! Hann er stórskemmtilegur talar ósköp lítið við mann sökum feimni en mér skilst að hann tali um mig svo það er ágætt!

Afi og amma voru líka mætt á svæðið og systir mín með skottu og skotta. Þau eru einmitt líka orðin stór - skotta komin í  sjö ára bekk og skotti komin á stórustóru deildina á leikskólanum... þetta var rætt um helgina enda mikil spenna í loftinu!

Við afrekuðum það líka að heimsækja Boggu fyrrum bekkjarsystur mína og hennar unnusta og litla Sigurjón Elmar. Hann er sko bara sætur og spjallaði heilmikið við mig og var alveg sáttur í fanginu mínu.

Jæja ég ætla að fara að leita mér að verkefnum, ótrúlegt hvað þau geta falið sig


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband