Færsluflokkur: Bloggar

jæja góðir gestir

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir...

 Það eru komnar fleiri myndir í albúmið merkt Austurland, og nú er sko ekki snjór á neinni þeirra.

Annars er flottasta myndin hér.

Glaði neminn og uppgefni starfsþjálfunarkennarinn
Glaði neminn og uppgefni starfsþjálfunarkennarinn

end of an era...

eða eitthvað svoleiðis. Þetta er nefnilega síðasti dagurinn minn í starfsþjálfuninni, ég kem sem sagt til Reykjavíkur í kvöld. Og svo þegar ég kem hingað aftur í júní fæ ég að titla mig sem félagsráðgjafa og fæ borgað fyrir það Magnað!

Það var grillpartý í gær til að fagna því að ég væri að fara og fólk er greinilega þreytt eftir það því ég er ein mætt, starfsþjálfunarkennarinn ekki einu sinni á staðnum. En hann þurfti líka að grilla ofan í okkur og vaska upp og allt saman. Svaka stuð. Ég tók nokkrar myndir og það er allavega ein sem ég verð að deila með ykkur, geri það þegar ég er komin í bæinn.

Bestu setningar gærkvöldsins:

"Mér finnst gæsir svo ósexý fuglar"

"Ég er ennþá svo græn á bakvið eyrun"

 Þetta var sem sagt sérdeilis skemmtilegt þrátt fyrir að Tóta hafi ekki komist og Hildur hafi þurft að fara snemma, hún var nefnilega að láta manninn sinn baka fyrir saumaklúbb meðan við borðuðum svo fór hún bara þegar kellingarnar voru að mæta heim til hennar. Hún kann sko að velja þá! Cool


húmor

--Go to Google.com

--Click on Maps.

--Click on get Directions.

--From New York, New York

--To Paris, France.

--Read line # 24.

--If you laugh, then re-post this.


Fjallganga

hengifossJá starfsfólk Félagsþjónustunnar ákvað að bregða undir sig betri fætinum og halda upp að Hengifossi, þetta var mjög svo skemmtileg gönguferð þrátt fyrir að það væri farið að dimma þegar við komum niður rúmlega 10 í gærkvöldi. Að vísu voru ferðalangar með missterka fætur þar sem það fækkaði óðum í hópnum eftir því sem ofar dró. Við vorum þó þrjú sem fórum alveg fyrir ofan fossinn, það var mjög skemmtilegt að vita af honum fyrir neðan sig en ég þorði nú ekki að halla mér fram yfir brúnina til að sjá hann. Þegar við komum niður biðu okkar svo ástarpungar og kaffi. Það er skemmtileg tilbreyting að gera eitthvað annað en vinna saman og maður sér aðrar hliðar á einstaklingum sem maður hittir nánast á hverjum degi!

Ég ætla svo að halda áfram að vera dugleg að ganga í sumar, helst að fara að ganga í öllum fríum milli flokka í sumarbúðunum og einhver kvöld líka eftir vinnu hjá Félagsþjónustunni.

En vitiði bara hvað, ég á bara tvo og hálfan dag eftir af starfsþjálfuninni minni, bráðum fæ ég að vera alvöru...


Laugardagsblogg!

Já ótrúlegt en satt þá blogga ég nú á laugardegi. Samt er ég ekki í Reykjavík (enda blogga ég eiginlega aldrei þegar ég er í Reykjavík) og ég er ekki heldur í vinnunni (þó ég hafi verið í vinnunni í morgun, en það er önnur saga).

Já ég er sem sagt stödd á Norðfirði, ég lagði í að keyra Oddskarðsgöngin í fyrsta skipti á ævinni (það er að segja þegar ég er bílstjórinn). Mér fannst ekkert sérstaktlega skemmtilegt að keyra í gegnum einbreið göng sem innihalda bæði blindhæð og beygju á sama tíma. En ég komst nú lifandi í gegn en þar beið mín að sjálfsögðu svarta þoka. En hvað gerir maður ekki til að hitta Friðrik forseta?!?

Gestgjafinn minn er að vísu ekki heima sem stendur, ég skutlaði honum á fótboltaæfingu áðan, eftir að við vorum búin að versla grillmat. Namminamm, hann lofaði mér allavega að hann væri góður grillari!


Fyrir ári síðan

Datt í hug að birta færsluna sem ég skrifaði á sama degi í fyrra. Þá kláraðist veturinn greinilega fyrr en núna... 

 

Það er síðasti vetrardagur í dag og það sést sko vel á Austurlandi.

Það snjóar inn um gluggann minn!

Jæja vonandi fer að hlýna á morgun þegar sumarið á að koma. Enn hef ég ekki heyrt um nein hátíðarhöld á Héraði en ég er að velta því fyrir mér að fara í bænagöngu... er samt ekki viss um að ég nenni að vakna kl.8 á frídeginum mínum. En allavega er stefnan tekin á bíltúr með Frikka og grískri stúlku sem fylgir honum. Um kvöldið eru svo tónleikar með Pétri Ben, LAylow og Ólöfu Arnalds, ég hlakka mikið til.

Ég hlakka reyndar mest til að komast heim en engu að síður er mjög notalegt að geta loksins verið á sama stað í viku, það hefur ekki tekist í lengri tíma trúið mér!

En annars er ég með tvö jólalög á heilanum allan daginn alla daga... er það eðlilegt?!?

Sól úti sól inni sól í hjarta sól í sinni sól bara sól Grin

 

Ég man að ég svaf yfir mig og fór ekki í bænagöngu en ég man að mér var kalt í bíltúrnum og tónleikarnir voru æði!

Ég er mikið að reyna að rifja upp hvaða jólalög þetta voru... það var allavega "Ég hlakka svo til..." en ég get ómögulega munað hvað hitt var.

En bráðum mun ég líta hið fagra Hérað á ný sem ég gat ekki beðið eftir að komast í burtu frá á þessum tíma í fyrra... 


Allt er nú til

og ég sem hef lengi haldið því fram að almennt vilji fólk ekki vera á örorku og þess vegna eigi ekki að vera svona erfitt og taka langan tíma að fá matið. Hitt er svo annað mál að ég er líka hlynntari að fólk fá tímabundna örorku og að fólk sem geti unnið fái ekki fulla örorku strax, kerfið hefur verið vinnuletjandi en ekki vinnuhvetjandi.

Kerfið getur víst aldrei orðið fullkomið og það verða alltaf einhverjir sem munu svindla á því (þó þeir séu sem betur fer fáir). Ég held reyndar að þetta plat hafi tekið það mikla orku frá kallinum að það hlýtur að hafa verið á við fulla vinnu...


mbl.is Fær fangelsisdóm fyrir að þykjast vera fatlaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í sól og sumaryl

Af hverju er ég á leið í borg óttans yfir páskana? Mér finnst að fjölskyldan og vinirnir eigi bara að koma til mín svona til tilbreytingar! Veðrið hérna er sem sagt æðislegt, það er sól og hiti án gríns. Mældist 18 gráður á Reyðarfirði í dag. Ég veit reyndar ekki alveg hvert hitastigið er hérna en ég veit að ég er að kafna úr hita á bakinu þar sem sólin skín beint á bakið á mér. Og ég veit að það er leiðinlegt að keyra því ég gleymi sólgleraugunum alltaf í borginni þar sem ég þarf notabene ekkert á þeim að halda!

Það er reyndar einn kostur við þessa bæjarferð ég fæ að hitta Serafana (eins gott að þeir mæti) svo er að sjálfsögðu páskakaffi hjá ömmu eftir messu með páskakökum, heitu súkkulaði, grislingum og tilheyrandi látum. Mér hefur alltaf fundist þetta páskakaffi æðislegt svona í seinni tíð er gallinn hins vegar sá að eftir alla súkkulaðidrykkjuna og sætabrauðin þá hef ég ómögulega list á páskaeggjum seinna um daginn!

Ég hlakka samt til páskanna og það er eins gott að það gefi mér einhver páskaegg!


Bikarinn á Egilsstaði

Já ég skrapp í menninguna á laugardaginn með fjóra 10 ára snillinga til að taka þátt í stórmerkilegri spurningakeppnin. Keppnin kallast Jesús lifir og er sem sagt Biblíuspurningakeppni milli hinna ýmsu kirkjudeilda. Egilsstaðakirkja var með eina liðið úr Þjóðkirkjunni og að sjálfsögðu fórum við með sigur úr bítum. Enda bara snillingar hér á ferð. Aðventkirkjan var í öðru sæti en samkvæmt bikarnum hefur lið þeirra unnið keppnina tvisvar sinnum. Mér fannst reyndar pínu leiðinlegt að liðið sem vann fékk fullt af verðlaunum og mikla athygli en þau sem lentu í öðru sæti fengu bara það sama og allir aðrir þátttakendur, ekki einu sinni hamingjuósk! En öll liðin stóðu sig mjög vel og höfðu gaman af sem skiptir mestu máli.  Spurt var úr Esterarbók, Rutarbók og Jónasi og finnst mér pínu kaldhæðni í því að í keppni sem ber titilinn Jesús lifir var ekki ein einasta spurning um Jesú!¨

Á sunnudag var svo haldið með börnin í keilu og keyrt fram hjá Hallgrímskirkju og fleiri merkilegum stöðum, margt að sjá í Reykjavíkinni. Þau voru að vísu misáhugasöm um hluti eins og Hallgrímskirkju þar sem eitt barnið hafði ekki farið til Reykjavíkur í fjögur ár en önnur fara að minnsta kosti einu sinni í mánuði og jafnvel oftar.

Þessi ferð var sem sagt öll hin ágætasta og gaman að sjá krakkana standa sig svona vel, skemmta sér vel saman og bara vera skemmtileg eins og þau eru alltaf. Hitt er svo annað mál að ég hef ekki mikinn áhuga á að taka þátt í þessari keppni aftur ef skipulagið verður eins. Á tímabili fannst mér ég hafa tvo möguleika, að fara út að hlaupa til að losa pirringinn eða að æsa mig við einhvern skipuleggjendanna. Það besta var þegar hálft liðið okkar var sent upp á svið, hinum helmingnum bannað að fara upp úr kjallaranum en þegar þeim var loks hleypt upp voru þau skömmuð af öðrum starfsmanni fyrir að mæta of seint á sviðið!

En ef skipulagið myndi batna mælti ég eindregið með þessari keppni, gaman fyrir krakka úr mismunandi kirkjudeildum að hittast og að sjálfsögðu lesa í Biblíunni!

Áfram Egilsstaðir!


Keppni um skemmtilegustu borgina.

Jæja ég sit hérna í vinnunni, óttalegur lasarus, ætti að vera heima hjá mér sofandi en nenni því nú varla, bíð aðeins sé hvað ég orka miklu eftir þetta blogg.

En þetta var spurning um borgirnar... teljum þær bara upp

London - kostir

  • ég skil fólkið
  • fólkið skilur mig
  • oxford street = fullt af búðum
  • flott hótel
  • starbucks
  • Skemmtilegir ferðafélagar

London - gallar

  • of stuttur tími
  • of mikið af fólki
  • leiðinlegur flugvöllur, security dæmið þið vitið

Parma - kostir

  • skemmtilegt hótel
  • Skemmtilegir leigubílstjórar
  • góðar kynningar á ráðstefnunni
  • H&M
  • Góður matur nei fyrirgefiði æðislegur matur!
  • Skemmtilegir ferðafélagar
  • Táknmál og íslenska virkar ótrúlega vel

Parma - gallar

  • Fólkið skilur mig ekki
  • Ég skil fólkið ekki
  • Siesta
  • Hótelið ekki í göngufæri frá ráðstefnu
  • Skipulagið ekki að gera sig (vantaði Þjóðverjana greinilega)

Reykjavík - kostir

  • Ég skil fólk
  • Fólk skilur mig
  • Heimili
  • Eiginmaður
  • Fjölskylda
  • Vinir
  • Félagslíf
  • KSF

Reykjavík - gallar

  • Egilsstaðir eru kúl
  • Ég bý ekki í Reykjavík núna

Niðurstaða:London 6-3, Parma 7-5, Reykjavík 8-2 = Heima er best Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband