Færsluflokkur: Bloggar
Átta staðreyndir um sjálfa mig:
- Ég er í fjarbúð í augnablikinu og mér finnst það ekki gaman. Við höfum ákveðið að gera þetta ekki aftur.
- Ég bý á Austurlandi í augnablikinu og það er gaman, fyrir utan fjarbúðina og alltof stóra húsið sem ég bý í. Ég gæti boðið 50 manns í gistingu og færi létt með það! En Fljótsdalshérað, hvergi annars staðar.
- Ég átti brúðkaupsafmæli fyrir nokkrum dögum og það var gaman - pappírsbrúðkaup. Síðasta sneiðin af brúðartertunni var kláruð í gær - ekki af mér.
- Í september get ég formlega gallað mig Grafhylting því þá fáum við lyklana að íbúðinni okkar. Rétt upp hönd sem vill hjálpa til við að mála eða flytja!
- Ég var næstum því búin að sækja um 50% vinnu sem félagsráðgjafi við Öskjuhlíðarskóla, en ákvað að ég vildi frekar drullast til að klára skólann á einu ári.
- Ég er að fara í djáknanám í haust og það mun koma mér mjög á óvart ef mér tekst ekki að draga meðalaldurinn talsvert niður með því að vera langyngsti nemandinn.
- Ég er ekki ennþá viss hvert ég ætla að fara á morgun, ég bara veit að ég ætla að hitta manninn minn einhvers staðar!
- Ég er ein veik heima og mér finnst það ekki gaman.
- Mér fannst þetta ekki jafn erfitt og Heiðdísi
- Ég er komin með of margar staðreyndir!
Ég klukka: Þorgeir, Jón Ómar (verður að fara að blogga) og Davíð Örn
Og til gamans:
Bloggar | 2.8.2007 | 10:37 (breytt kl. 10:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég veit að ég er lélegur bloggari en mér finnst það eðlilegt þegar maður vinnur í sumarbúðum. Ef að þið viljið vita hvað gerist í lífi mínu getið þið kíkt á http://kma.blog.is segir allt sem segja þarf, sorglegt en satt!
En að yfirskriftinni, ég er nefnilega farin að fá fullt af stigum í fullorðinsleiknum.
Ég er nefnilega:
- Útskrifuð úr Háskóla
- Gift
- Búin að kaupa íbúð
- Komin með flott starfsheiti
- Og síðast en ekki síst orðin 25 ára! (Þeir sem gleymdu að óska mér til hamingju í fyrradag gjöri svo vel og skammist sín og óski mér til hamingju núna! Þið hin takk fyrir kveðjuna )
Það eina sem mig vantar til að fá fullt hús í fullorðinsleiknum er held ég:
- Barn
- Föst vinna
Bloggar | 8.7.2007 | 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | 22.6.2007 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er rosalegt, ég er orðin alltofmikill héraðsbúi. Ég er farin að verja og upphefja austurlandið við hvert tækifæri en helst reyni ég að gera grín að austfirðingum á sama tíma. Ég verð að fara að passa mig... ég er borgarbarn í húð og hár og á að vera stolt af því. Ég er reyndar miklu frekar stolt af því að vera úthverfabarn en borgarbarn en það er aukaatriði...
Annars ætlaði ég að monta mig því ég er að verða geðveikt stór. Ég er náttúrulega búin að kaupa mér íbúð og svo er alveg að koma að mjög merkum áfanga. Á laugardaginn kl.14:00 mun ég sitja í laugardalshöll í nokkra klukkutíma... en fæ líka að fara upp á svið og taka í spaðann á rektor! Ég er að fara að útskrifast. Takk fyrir takk takk ég er sko geðveikt stór!
Eftir athöfnina verður svo fjölskylduveisla hjá mömmu og pabba og um kvöldið vinaveisla með hinum stóru vinunum mínum... hver veit nema einhverjum ykkar verði boðið ef þið verðið góð
Bloggar | 14.6.2007 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
greining á, en engin lækning við, enn sem komið er.
Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp:
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að
bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn
áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en
tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist,
frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa
reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í
veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo
ég gleymdi því ekki.
Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í
borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva
blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með
vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu.
Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana
örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á
uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á
handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað
og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um
morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í
svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa
uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem
dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera!!!
Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað
blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum
og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið
kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum.
Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar
við.
Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder" á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur"
Bloggar | 8.6.2007 | 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já lesendur góðir nú hef ég yfirgefið borg óttans og mun ekki koma þangað fyrr en ég fæ íbúðina mína afhenta og hananú! Ég ætla reyndar að kíkja við helgina 15.-17. júní svona rétt til að útskrifast. Ég er nefnilega orðin svo stór og merkileg. Ég er meira að segja farin að nota titilinn félagsráðgjafi og finnst það geðveikt gaman!
Ég er sem sagt stödd úti í Eiða en nú er kirkjumiðstöðin svo merkileg að vera nettengd takk fyrir. Ég og Þorgeir keyrðum hingað á sunnudaginn burt úr rigningunni í Reykjavík. Ég var reyndar ekkert í Reykjavík síðustu helgi heldur var henni eytt í faðmi fjölskyldunnar á ættaróðalinu okkar í Djúpafirði. Fyrir þá sem heyrðu fréttirnar á sunnudag þá var ég búin að horfa á tjaldvagninn alla helgina þar sem fólkið fannst meðvitundarlaust. Ég, mamma og pabbi mættum sem sagt tveimur sjúkrabílum og einum löggubíl á leiðinni en systir mín sat með manninum sínum og tveimur grislingum þeirra í heitapottinum og fylgdust með fólki ryðjast inn í vagninn áður en sjúkrabílarnir og löggubíllinn komu og síðast en ekki síst þyrlunni sem mætti á svæðið.
Það er samt eitt sem ég fór að hugsa eftir þetta atvik en þau sem komu fyrst að voru viss um að það þyrfti þyrlu á staðinn en það mega bara læknar panta þyrluna. Næsti sjúkrabíll á svæðinu er í Búðardal og það getur verið klukkutímaakstur þaðan. Ég veit ekki hvað þyrlan er lengi á leiðinni en mér finnst allavega stór spurning hvort ekki sé hægt að víkka reglurnar með þyrluna aðeins því klukkutími getur verið ansi langur tími þegar líf einstaklinga er í hættu. En vonandi fór allt vel.
PS Vonandi fer kalda vatnið að komast á aftur á Egilsstöðum því annars verða allir illa lyktandi í vinnunni minn á morgun, nema ég að sjálfsögðu... gott að búa í sveitinni!
Bloggar | 5.6.2007 | 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef yfirleitt alltaf gaman af heimsóknum (sérstaklega ef fólk vill spila). Núna á laugardagskvöldið fékk ég til dæmis stórskemmtilega heimsókn frá KSF ingum. Þetta var sko KSF partý í lagi við spiluðum Partý og co í Friends útgáfu. Það er nýjasta uppáhaldsspilið mitt núna.
En svo eftir partýið fékk ég aðra heimsókn sem er ekki jafn skemmtileg. Lasarus kíkti nefnilega við... svo núna sit ég í nýju náttfötunum mínum (keypti þau úti, geðveikt flott og þægileg, H&M klikkar aldrei). Ég er búin að þvo og er að þvo aftur en geri annars voða lítið... Þorgeir er að þrífa Eggertsgötuna en ég verð að sinna þessum Lasarusi sem mér finnst sko alls ekki skemmtilegur, hann til dæmis bannar mér að borða eða fara út eða bara eiginlega allt. En ég ætla samt að svíkja hann og fara niður á Holtaveg í kvöld að hitta leiðtoga og í afmæli til tengdabróður (er það orð?) míns á eftir. Vonandi fer þessi Lasarus þá bara í fýlu og flýr heimili mitt!
Yfir og út
Bloggar | 28.5.2007 | 14:18 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja lesendur góðir, þá er ég formlega flutt í Grafarholtið og mun ekki flytja þaðan í bráð. Við búum að vísu hjá foreldrum mínum í augnablikinu og munum svo dveljast fyrir austan í sumar en í haust fáum við sko flottu íbúðina okkar við Þórðarsveig. Flottasta pleisið í bænum oh ég er svo stolt!
En vissuð þið það að það er engin heilsugæsla í Grafarholti? Það er samt allt í lagi því hingað er komin dýralækningamiðstöð! Nú ætla allri Grafhyltingar að fá sér gæludýr... ég þarf samt ekki neitt, ég á Þorgeir!
Bloggar | 15.5.2007 | 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já í dag er sorgardagur þar sem Eiríkur var að detta út úr Júróvisjón. Hvernig væri að halda bara sér vestur-evrópskt Júróvisjón, held að stemmingin yrði aðeins öðrvuísi þá.
Anywho því í dag er líka gleðidagur þar sem útskriftarblað félagsráðgjafanema var að koma úr prentun! Blaðið okkar er geðveikt flott og það á að dreifa því næstum alls staðar. Ég mæli því með því að fólk hafi augun opin og leiti að blaði með stóru flottu tré utan á. Á næstu blaðsíðu er svo mynd af Parma-hópnum og þar af leiðandi mér! Það er líka útdráttur úr BA-ritgerðinni minni þarna. En ef þið eruð svo blind að koma hvergi auga á þetta stórglæsilega blað þá er bara að droppa í heimsókn (ef einhver veit heimilisfangið mitt, ég veit það varla sjálf þessa dagana) og skoða blaðið, því það SVO kúl! montmont
ÞVÍ VIÐ ERUM AÐ, ÞOKKALEGA AÐ ÚTSKRIFAST!!!
PS. Ég fór á American Style og tók einn vænan kjúklingaborgara með mér heim. Mér finnst eitthvað pínu leim að fara einn út að borða en ég sé sko ekkert leim við það að fá sér góðan skyndibita yfir friends heima hjá sér! Afgreiðslustúlkan aftur á móti horfði á mig með einhverjum undarlegum vorkunnarsvip á andlitinu þegar ég var búin að panta og spurði: "Ertu bara ein?" Það eina sem vantaði var svona gott ææææ fyrir framan spurninguna. Ég hefði kannski átt að benda henni á að það er meira leim að vinna á American Style heldur en að útskrifast úr háskóla HAHA!
PPS Þorgeir átti góða setningu á Kapelluloftinu í dag!
Þorgeir (hneikslaður): "Kristján, ætlarðu EKKI að horfa á Júróvisjón með konunni þinni?!?"
Maðurinn var nýbúinn tilkynna mér að hann kæmi heim ca. um miðnætti!
Bloggar | 10.5.2007 | 22:33 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já Þorgeir var víst búinn að monta sig af nýju íbúðinni okkar. Hann var samt ekkert að hafa fyrir því að monta sig af konunni sem sér til þess að við getum flutt í nýju íbúðina. Það er alveg sama hvar ég stíg niður fæti á stúdentagörðunum þessa dagana alls staðar er hægt að detta um kassa. En kosturinn er allavega sá að nú eru allar hillur tómar og ég sé fram á að við getum farið að koma okkur héðan. Líklega flytjum við heim til mömmu og pabba á laugardag eða sunnudag, dótið okkar fylgir með og fær að búa í bílskúrnum! Þetta er gríðarleg stemming, pabbi ætlar að hringja á morgun og reyna að leigja lítinn sendibíl. Gott að eiga góða að, þetta er einmitt sami maður og ætlar að setja upp vask í þvottahúsinu á nýju íbúðinni og hjálpa okkur að mála hana. Hann að vísu veit ekki þetta með málninguna en ég er sannfærð um að það verði lítið mál svona miðað við að þegar ég hef ætlað að mála herbergin mín í gegnum tíðina þá klárar hann það alltaf án mín af því hann hefur ekki mátt vera að því að bíða eftir mér... skemmtilegur kall!
PS Þar sem heimili mitt er fullt af kössum og drasli þá óska ég eftir boði á fallegt heimili til að horfa á Eurovision á morgun (helst innan höfuðborgarsvæðisins, takk samt Frikki)
Bloggar | 9.5.2007 | 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)