Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

á ég að segja ykkur?

mér fannst ég búin að vera geðveikt dúleg og vel undirbúin fyrir jólin, búin að kaupa allar gjafir og byrjuð að pakka inn. Geðveikt dúleg fannst mér ... alveg þangað til í gærkvöldi.

Það vildi nefnilega þannig til að tengdapabbi kíkti hérna við rétt áður en ég fór að sofa, hann þurfti nauðsynlega að láta okkur fá einhverja pakka. Ég skildi þetta ekki alveg fyrr en hann kom.  Maðurinn er sem sagt búinn að kaupa jólagjafirnar, pakka þeim inn og byrjaður að keyra út. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að hann skyldi koma með jólagjafirnar til okkar frá þeim 19. desember, sérstaklega í ljósi þess að við erum boðin til þeirra í mat 22. des, 23. des og í hádeginu 24. des! Það var líka alveg hreint sérdeilis skemmtilegt að fá jólakort frá þeim í pósti í dag 


morgunhani

Morning-CoffeeGaman að segja ykkur frá því að klukkan er 8:47 og ég er búin að dunda mér í tölvuleikjum á netinu. Ég sit sem sagt við tölvuna í flísbuxum, með kælipoka á hausnum tilbúin að taka á móti heimaprófinu mínu sem á að birtast kl.09:00!

Þorgeir var að fara upp í Vatnaskóg, sem er ástæðan fyrir því að ég er vöknuð svona snemma. Ég þurfti nefnilega að skutla honum í rútuna sem beið við Laugarneskirkju. Ég var mjög fegin að losna við hann svo ég gæti gert heimaprófið mitt í friði en svo fattaði ég að það hefði verið ágætt að hafa hann hérna til að lesa yfir fyrir mig áður en ég skila. Það vill nefnilega svo vel til að hann er betri í íslensku en ég Hlæjandi

Annars verð ég nú aðeins að gera grín að manninum mínum. Þannig er mál með vexti að hann útskrifast með BA á laugardaginn og vill endilega halda kaffiboð í litla frímerkinu okkar, sem að þýðir að við þurftum að velja nokkra gesti og biðja þá um að taka stóla með sér. Þorgeir er aftur á móti svo spenntur yfir þessu litla kaffiboði sínu að hann var að spyrja mig hvort við ættum að halda kaffiboð þegar hann fengi vígslu sem prestur! Spurning um að taka því rólega...

Jæja ég er að spá í að fá mér að borða áður en heimaprófið mitt kemur... wish me luck

 PS ég verð víst að monta mig af drengnum kíkið


Jæja þá er ég byrjuð að bæta í tenglalistann

Ég held ég fari bara að loka blogdrive... eða allavega vísa fólki hingað í staðinn. Mig vantar samt smá hjálp... mig langar í flottari haus, reyndi einhvern tíma að breyta honum en það klúðraðist feitt.

Annars var ég í barnaafmæli á fimmtudaginn, ótrúlega skemmtilegt, afmælisbarnið var þriggja ára. Það komu margar skemmtilegar setningar í afmælinu ég tek dæmi.

  1. Afmælisbarnið sagði brandara sem hljómaði svona: Einu sinni var tómatsósa að labba yfir götu svo kom bíll og kallaði, komdu tómatsósa.  Endalaust fyndinn!
  2. Föðuramman er af erlendu bergi brotin en hún kom í afmælið á beygluðum bíl. Þá átti þetta samtal sér stað. Pabbinn: "Hvað, lentirðu í árekstri?" Amman: "Nei, nei árekstur lenti í mig!" Það var sem sagt keyrt á hana svo þetta var mjög rökrétt.
  3. Afmælisbarnið fékk DVD kids í afmælisgjöf en móðuramman var mjög hneiksluð á því að barnið hefði fengið tölvuleik. Amman: "Að þú skulir hafa gefið barninu þetta, er þetta ekki bara blóð og skjóta og eitthvað?!?" Það virðast allir tölvuleikir vera drápsleikir í hennar huga.

 Já svona er lífið, stórskemmtilegt alveg hreint

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband