á ég að segja ykkur?

mér fannst ég búin að vera geðveikt dúleg og vel undirbúin fyrir jólin, búin að kaupa allar gjafir og byrjuð að pakka inn. Geðveikt dúleg fannst mér ... alveg þangað til í gærkvöldi.

Það vildi nefnilega þannig til að tengdapabbi kíkti hérna við rétt áður en ég fór að sofa, hann þurfti nauðsynlega að láta okkur fá einhverja pakka. Ég skildi þetta ekki alveg fyrr en hann kom.  Maðurinn er sem sagt búinn að kaupa jólagjafirnar, pakka þeim inn og byrjaður að keyra út. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að hann skyldi koma með jólagjafirnar til okkar frá þeim 19. desember, sérstaklega í ljósi þess að við erum boðin til þeirra í mat 22. des, 23. des og í hádeginu 24. des! Það var líka alveg hreint sérdeilis skemmtilegt að fá jólakort frá þeim í pósti í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var hér að lesa því segi ég Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.12.2006 kl. 21:16

2 Smámynd: Jón Ómar Gunnarsson

Ari bregst svo sannarlega ekki! Ég á þó ekki von á því að ég afhendi ykkur heiðurshjónum gjöf frá okkur Berglindi og Þráni fyrr en á Þorláksmessu...

Jón Ómar Gunnarsson, 22.12.2006 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband