svona er lífið

Blogdrive byrjar að virka akkúrat þegar ég er búin að búa mér til þessa á blog.is og byrjuð að blogga þar! En jæja fyrst þessi er farin að virka er ég að hugsa um að halda mig bara á báðum vígstöðum um sinn og sjá hvað setur. Mér líður vel hérna en ef hún hættir að virka aftur gefst ég líklega alveg upp og færi mig yfir.

En annars held ég að Magni hafið fengið öll atkvæðin sem ég sendi með hugarorkunni í fyrri nótt meðan ég var sofandi því hann stóð sig eins og hetja strákurinn. Endalaust flott og var aldrei meðal þriggja neðstu, þvílík hamingja! Áfram Ísland! Mér fannst samt svolítið fyndið það sem kynnirinn sagði: "Þetta er í fyrsta skipti sem við vitum hver fékk flestu atkvæðin því Magni var aldrei meðal þriggja neðstu" Ég meina þetta stenst ekkert, þó að Lukast hafi verið meðal þriggja neðstu til að byrja með getur til dæmis vel verið að hann hafi farið yfir hann seinna meir þegar hin voru orðin neðst. Við vitum ekkert hver fékk flestu atkvæðin þó að Magni hafi aldrei verið meðal þriggja neðstu! Hvað var annars málið hjá skjáeinum í gær að setja auglýsingahlé meðan þátturinn var ennþá í gangi þarna úti... við hættum hérna á undan þeim, mér fannst það svindl þetta hefði getað verið mikilvægt. En þetta var það víst ekki svo þetta er í lagi, ég er stolt af því að vera Íslendingur. Ekki út af Magna sko, Ísland er bara svo kúl... en Magni er það líka.



En yfir í allt annað þá er ég að fara að vígja morgungjöfina mína á eftir með Styrmi.
Segi ykkur kannski á morgun hvernig gekk...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

gott mál að þú skulir blogga :) ánægð með þig :)

Brooke sagði í gær: Magni got the most votes of all!! og hann var sá eini sem var öruggur :)

Þjóðarblómið, 31.8.2006 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband