Dagurinn í dag

gæti orðið besti dagur ævi þinnar ef þú bara notar hann rétt!
Hvaða snillingur sagði þessa vitleysu? Ég gerði mitt besta til að nota daginn rétt en það virtust flestir aðrir hafa gaman af því að koma í veg fyrir að hann yrði sá besti...

Í fyrsta lagi ætluðum við að ná í sjónvarpið okkar í viðgerð sem átti að vera tilbúið á þriðjudaginn... við náðum rétt fyrir lokun en okkur var sagt að tækið væri ekki tilbúið. Við gátum ekki orða bundist og sögðum að þetta væri lélegt það hefði átt að vera tilbúið á þriðjudaginn. Þá var það samþykkt að við fengjum nýtt tæki, hann myndi senda tölvupóst í BT og við ættum að fara þangað. Ekkert mál flott.

Því næst lá leiðin upp í Árbæ að hitta Styrmi, hann var ekki heima. Góð leið til að eyða tíma og bensíni.

Þá fórum við í BT mjög spennt yfir nýja sjónvarpinu okkar... en neinei verslunarstjórinn farinn heim og enginn gat hjálpað okkur, getum fengið það á morgun fyrir utan að ég get ekki borið það ein og Þorgeir er ekki heima á morgun! Bömmer Ég vona að tækið okkar sé uppselt og þeir þurfi að láta okkur fá dýrara tæki... bara að krossa fingur.

Jæja svo keyrðum við hratt niður í bæ til að ná í Hans Petersen fyrir lokun þar sem við áttum myndir þar sem við létum taka eftir myndunum hans bróður míns úr brúðkaupinu. En neinei Þorgeir rétt náði þangað fyrir lokun og þá var honum sagt að konan sem tók við myndunum hefði sent hann heim með yfirlitsmyndirnar sem þeir þurftu. Í staðinn fáum við 30% afslátt sem mér finnst ekki mikið þar sem þær verða tilbúnar á miðvikudaginn en frá föstudegi fram á miðvikudag eru meira en tveir dagar... en svona er lífið.

Niðurstaða: Dagurinn í dag fór í tilgangslausan rúnt um allan bæ og var ekki besti dagur ævi minnar þó ég reyndi að nota hann rétt. En þetta gengur bara betur næst, Þorgeir er líka að elda mat sem er vonandi góður og allt er gott sem endar vel!

En ég lofaði að segja eitthvað um vígsluna á morgungjöfinni... ég bara nenni því ekki núna kannski seinna. En við Styrmir fórum út úr bænum, samvisku minnar vegna tók ég hringinn af mér og ég fékk rosalegt kikk út úr þessu!

Já hertu'pp hugann Pétur þú fjárhagsstjóratetur þetta gengur bara betur næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband