Hávaðasamur dagur

Dagurinn minn byrjaði ekki sérstaklega skemmtilega. Ég vaknaði við símann minn titrandi á náttborðinu og einhvern vegin vissi að þetta var ekki vekjaraklukkan af því að ég var of þreytt til að það væri kominn morgun. Líkamsklukkan hafði rétt fyrir sér... það var einhver að hringja í mig. Símtalið var ca. svona:

Halló

Já halló þetta er lögreglan geturðu sagt mér hver er prófastur á Eggertsgötu?

HA? (Ég tengi prófasta bara við kirkjuna veit ekki enn hvað maðurinn meinti með prófastur á Eggertsgötu)

Geturðu sagt mér hver er prófastur á Eggertsgötu?

HA? Prófastur?!?

Já það er reykskynjari í gangi í einni íbúð hérna

Jájá, númer hvað?

106. Jahá það er mín íbúð

Já þú ert sem sagt ekki heima

Nei (ef ég hefði verið heima hefði ég líklega vaknað við reykskynjarann en ekki símann) Ég kem.

Við erum sem sagt að "passa" tengdasystkini mín ef svo má að orði komast frá því í gær þangað til á morgun og gistum þar af leiðandi ekki heima hjá okkur. En hér er einmitt þjófavarnarkerfi frá Securitas, mér var kennt á það í morgun.

Þorgeir uppgötvaði það aftur á móti þegar hann var búinn í skólanum að hann gaf mér upp vitlaust leyninúmer. Já, það var sérstaklega gaman að uppgötva það eftir mikið væl, eyrnaverk, símtal við Securitas og samtal við nágrannan og hundinn hans!

Niðurstaða: ekki minn dagur... en hertu upp hugann Pétur þú sjónvarpsstjóratetur þetta gengur bara betur næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

ok ég er forvitin....var allt í lagi með íbúðina ykkar eða?

Ég reikna svolítið með því þar sem þú bloggaðir ekki um að hún hafi brunnið eða neitt slíkt en forvitin er ég samt. hehe

Dagný Guðmundsdóttir, 1.11.2006 kl. 13:56

2 Smámynd: Lutheran Dude

Æ já ég gleymdi að taka það fram... reykskynjarinn hefur verið að stríða okkur að undanförnu en við héldum að hann væri kominn í lag. Svo er ekki, bilað ónýtt, dáið

Lutheran Dude, 1.11.2006 kl. 14:04

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Haha, skondin skrítla :) Gaman að hafa þig sem bloggvin, núna erum við orðnar svona "buddies" gaman :D

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.11.2006 kl. 20:44

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

..........svo viltu gjöra svo vel að linka á mig......buddy ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.11.2006 kl. 20:44

5 Smámynd: Lutheran Dude

Here you go buddy!

Lutheran Dude, 2.11.2006 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband