Ef ykkur líkar ekki við bootcamp skuluð þið hætta að lesa núna og ekki kvarta þið fenguð viðvörun!
Ég byrjaði sem sagt nýtt bc námskeið í fyrradag fyrst að ég fer ekki austur fyrr en í lok júní/byrjun júlí! Ég og Robbi sömdum um það að ég ætti að vera komin niður í rúmlega 24% í fitu í lok síðasta námskeiðs annars átti ég að taka 100 súperfroska eftir æfingu. Þá var ekki planið að leggjast í tvær flensur á tímabilinu..
En ég er orðin hress og tók mér frí frá próflestri í dag til að mæta í bootcamp! Við byrjuðum á því að hlaupa einn latabæjarhring þegar ég kom svo til baka sagði Biggi mér að hlaupa annan hring stelpan á eftir mér átti hins vegar bara að taka lítinn en hún var nýliði svo ég hljóp bara af stað. Þegar ég var svo komin hálfa leið uppgötvaði ég að það var enginn í kringum mig og þá meina ég ENGINN! Þegar ég kom til baka stóð Biggi þar glottandi... hann var sem sagt bara að vera kvikindi og ég var sú EINA sem var send annan latabæ í staðinn fyrir lítinn hring!
En aftur að fituprósentu... ég fór í mælingu til Robba í dag. Og viti menn ég er komin niður í 24% í fitu, lést um tvö kíló í viðbót og bara lúxus! Þrátt fyrir flensu, þar af leiðandi... engir 100 súperfroskar fyrir mig takk! Ég var geðveikt stolt af mér og Robbi líka, hann hrósaði mér í bak og fyrir, sérstaklega þegar ég sagði honum frá flensuruglinu. Svo er hann líka búinn að læra hvað ég heiti... komst að því í dag, ekki seinna vænna þar sem þetta er síðasta námskeiðið mitt í bili. Sjitt hvað ég á eftir að sakna bootcamp!
En þessum mikla fituprósentuáfanga var fagnað með því að fara á KFC og drekka pepsi með. Sjitt hvað það var óhollt og gott og fituprósentan örugglega komin upp í rúmlega 24% aftur! En ég er líka búin að vera geðveikt dugleg við að sleppa nammi og gosi í prófinu þetta var bara svona einn svindlagur, svo er það bara harkan sex aftur!
Kveðja frá hlaðverja og bootcampnörd!
3 down 2 to go...
Athugasemdir
Ég er líka buin að vera ótrúlega dugleg að borða hollt og minnka át alveg stórkostlega mikið!! Ég borða alltaf allt of mikið og þarf að passa það betur. En ég er eiginlega hætt að borða nammi en ég get ekki og vil ekki hætta ðadrekka kók. En ég er orðin soldið spennt fyrir mælingunni - er líka búin að vera mikið frá vegna veikinda síðasta námskeið... og í dag
Þjóðarblómið, 7.5.2008 kl. 19:16
Hey, stay tuned því ég og Heiðdís ætlum að senda frá okkur leikritið Gugga og gaurarnir (eða e-ð soleis) og þar mun aðal-umfjöllunarefnið vera súperfroskar f.hlé og helvítis-armeygjur eftir hlé. Nú í hléinu munu áhorfendur skokka einn latabæjarhring og í stað þess að selja nammi og fleira í hléinu verður mæld fituprósenta. Haha
Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:14
HAHA glæsilegt ég mæti, svo framarlega sem ég verð ekki send tvo latabæjarhringi... góður djókur góður djókur! Ég held samt að leikritið ætti að heita Gígja og gaurarnir!
Lutheran Dude, 8.5.2008 kl. 08:54
BC - finnst eins og ég hafi heyrt talað um það áður - fyrir hvað stendur það aftur En til hamingju og takk fyrir viðvörunina (ég las samt)!
Þráinn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:20
Já, Gígja og gaurarnir var það heillin :) Mundi ekki alveg Gígja og gaurarnir!
Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:29
Þrátt fyrir viðvörun þá hélt ég áfram að lesa!
En til hamingju með árangurinn...ekki slæmt!
Ég skil samt ekki hvernig þú átt eftir að sakna BC... færðu þér ekki bara líkamsræktar kort fyrir austan og heldur áfram þar??
Landslagið er líka eflaust skemmtilegara þar í útihlaupum heldur en hér ;)
Dagný Guðmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 14:42
Hehe, Dagný þú hefur greinilega ekki séð ræktina fyrir austan !! Held að þegar maður kemur úr BC tímum og Hreyfingu þá sé þetta nú bara frat fyrir austan. En það verður að duga. Svo verðum við bara að vera dugleg að fara út að ganga
Er viss um að Tinna setur Gígja og gaurarnir á dagskrá þjóðleikhússins á næsta leikári...spurning um að gera bara söngleik
Heiðdís Ragnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 20:22
Það er greinilegt að maður á bara að blogga um bootcamp þá fær maður nóg af kommentum!
Og já Dagný, það jafnast engin líkamsrækt á við bc! Maður fattar það ekki fyrr en maður prófar, þetta er ekki það sama og venjuleg leikfimi, þetta verður lífstíll! Svo eru hlaupabretin í Héraðsþreki ekki upp á marga fiska, maður endist nú bara x lengi að fylgjast með fólkinu í sundlauginni fyrir neðan. En kannski verður þetta gaman ef maður hefur skemmtilegt fólk með sér... hvað segirðu Heiðdís?
Lutheran Dude, 8.5.2008 kl. 22:45
Hvað er þetta... þú hefur greinilega ekki hlutstað á playlistann sem ég er með í ipodinum mínum.
Hann er OFUR!
En ég efast nú samt ekki um að ræktin (hvaða rækt sem er) í RVK er töluvert betri en fyrir austan.
En í alvöru... all you need is good music!
Dagný Guðmundsdóttir, 9.5.2008 kl. 01:53
Dagný... það er tónlist í bootcamp og ég er alltaf að reyna að syngja með (gengur svona misvel) en það er sama. Ég segi það enn og aftur og stend við það: maður fattar ekki fyrr en maður prófar! Keyptu þér bara prufutíma og kíktu með mér á eina æfingu, þá sérðu að þetta er bara ekki sambærilegt við venjulega líkamsrækt!
Lutheran Dude, 9.5.2008 kl. 08:26
Boot Camp er svo miklu meira heldur en bara líkamsrækt. Þetta er besta líkamsrækt sem völ er á - svo fjölbreytt og skemmtileg, erfið en mjög ánægjuleg - eftir tímann! Ég er forfallinn BC-ari og mun vera það áfram - þótt gangi stundum illa að mæta í tíma en þetta kemur allt ég er viss um það!
Þjóðarblómið, 9.5.2008 kl. 14:48
Sko....eg hef hatad likamsraekt fra teim degi sem eg faeddist. Eg var manneskjan sem fekk alltaf ad sleppa ollu i leikfimi oll min skolaar...sama i hvada skola...tvi eg var alltaf svo *host* lasin eda med svo mikla turverki eda bara nennti tvi ekki og noldradi endalaust.
Eg er buin ad vera fra BC i 7 vikur nuna.....og eg gaeti gratid ur soknudi. Tvilikt sem tetta verdur avanabindandi!!! BC er best....eg elska BC!!!
Shit....aetli tad se til BC i Munchen....:s
Tinna Rós Steinsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:11
Jeij ég fékk komment frá útlandaflakkara. En já ég stend við það sem ég sagði við Þorgeir, þetta bara er ekki sambærilegt við venjulega líkamsrækt. Það er eins og að bera saman fótbolta og tennis... bara algjörlega sitthvor hluturinn!
Ég elska BC!
Lutheran Dude, 11.5.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.