Jæja krakkar mínir...

... þá getur sumarið loksins komið! Ég er sem sagt formlega búin í öllum prófum og skilaði ritgerðinni minni loksins áðan, yndislegt! Þar með er skólagöngu minni lokið í bili, góðu bili. Ég er sem sagt komin með meira en nóg af skóla og þó ég sé kannski til í framhaldsnám einhvern tíma þá verður það aðeins að bíða. Ég veit reyndar að Þorgeir vill vera í skóla alla ævi þannig að þegar hann loksins verður búinn með kennaranámið og Mastersnámið í guðfræðinni þá vill hann örugglega fara eitthvað út og endar sem tvöfaldur eða þrefaldur doktor eða eitthvað. Ég er ekki jafn mikill námshestur og hann! W00t

Annars erum við að reyna að skoða íbúðir, allar íbúðir sem okkur líst á fyrir austan hverfa strax af einhverjum ástæðum. Við erum svona að vinna í því að reyna að auglýsa okkar aðeins betur. Ef þið vitið um einhvern með íbúð til leigu á Egilsstöðum eða að leita sér að íbúð í bænum þá er bara að hafa samband! En jæja ég er að hugsa um að fara að mynda íbúðina mína í bak og fyrir.... yfir og út
 
Cool 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku aftur með próflokin :)  En, nei veit ekki um neinn sem er að leita að íbúð í bænum....og engan sem er að leigja út á Egilstöðum...sem er kannski vegna þess að ég þekki engan þar!!!  En Selma vinkona mín er að leita að íbúð í París til að leigja í viku...en það kannski hjálpa ekki mikið :) haha

Rakel (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 04:35

2 Smámynd: Lutheran Dude

Nei það hjálpar víst ekki mikið, en takk samt!

Lutheran Dude, 16.5.2008 kl. 21:11

3 identicon

hehehehe En lofa að láta vita ef ég frétti af einhverju

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 01:03

4 identicon

Hæ frænka, þú bara að flytja austur? til frambúðar? Þar sem ég hef ekki verið á Egilsstöðum í ár þá bara veit ég ekki, en hefurðu prófað að auglýsa í dagskránni? En ég er hinsvegar að pæla í að flytja suður og klára menntaskólann þar, er semsé að leita mér að íbúð eða herbergi til leigju, en þar sem þín er aðeins stærri en það sem ég er að leita mér að, þá efast ég líka um að geta hjálpað þér í þeim málum :( Sorry! En hlakka annars til að sjá þig á Eiðum í sumar ;)

Marta (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:32

5 identicon

Til lukku með þetta allt saman, skil vel að þú sért búin að fá nóg af skóla.  Gangi ykkur vel í leigumálum. 

Erna B. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband