PAD

Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að herma eftir nokkrum netverjum og hefja smá PAD verkefni, það er að segja mynd á dag. Ég nefnilega fékk mjög flotta myndavél í útskriftargjöf í fyrra, fór svo á námskeið í vor og er svona að reyna að æfa mig. Ég ákvað í dag að láta verða af því að starta verkefninu og er markmiðið að skella inn mynd á dag í eina viku. Þemað er ekkert sérstakt nema bara það sem ég er að gera þann daginn. Myndirnar verða væntanlega misflottar en þið takið viljan fyrir verkið þar sem ég er að æfa mig. Lesendur mega gjarnan kommenta og segja mér hvað þeim finnst, hreinskilin svör eru alltaf vel þegin.

Hér kemur svo fyrsta myndin:

IMG 2175 

Ég og Þorgeir fengum okkur sem sagt göngutúr í dag. Við röltum heiman frá okkur og yfir í Grafarvoginn. Við vorum sem sagt að sækja bíl foreldra minna sem beið eftir okkur við Foldaskóla. Ég tók nokkrar myndir á leiðinni enda fallegt veður, ég var eitthvað að reyna að stilla ljósopið og leika mér en það gekk svona misvel. Sólin lífgaði allt umhverfið en flæktist aðeins fyrir mér á myndunum, sumar myndirnar eru til dæmis of bjartar en aðrar full dökkar. Þetta var góður göngutúr og fuglarnir nutu góða veðursins líka í fjörunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Mér finnst þetta falleg mynd og vona að þér gangi betur með þetta verkefni en mér með mitt, hehe!

Guðrún , 12.6.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband