Dagur 2

Jæja þrátt fyrir að hafa ekki fengið nein komment á færsluna mína í gær held ég áfram. Í dag mætti ég í jarðarför afabróður míns, hún fór afskaplega fallega fram en ég ákvað að mæta ekki með myndavélina þangað, veit ekki alveg hvað fólki hefði fundist. Jarðarförin var þó tekin upp á vídjó af barnabarni hins látna. Það var sérstaklega haft á orði af ömmu minni eftir útförina hvað útfararstjórarnir stóðu sig vel, en ég þekki þá einmitt ágætlega. Hafði þó á orði við þá að bráðum vil ég fara að hitta þá við skemmtilegri tilefni því ég hitti þá báða í útfor í síðustu viku líka!

Mamma og pabbi komust ekki að útförinni þar sem að þau voru að koma frá útlöndum, áttu einmitt að lenda á svipuðum tíma og útförin hófst. Ég fór hins vegar seinnipartinn og kíkti í heimsókn til mömmu (pabbi var farinn í vinnuna). Litlu grislingarnir (frændsystkini mín) voru að sjálfsögðu mætt í heimsókn til að þiggja gjafir sem amman klikkaði að sjálfsögðu ekki á. Það er búið að dressa börnin upp fyrir sumarið og það var auka nammidagur líka (eins og alltaf þegar kíkt er í heimsókn til afa og ömmu). Ég smellti nokkrum myndum af systur minni, mömmu og frændsystkinum og ákvað að birta hérna mynd af honum litla kút frænda mínum.

 IMG 2199 

 Þessi drengur er reyndar alls ekki svo lítill lengur, er að verða fimm ára í haust. Hann nýtur sín vel heima hjá afa sínum og ömmu og leikur sér eins og heima hjá sér, sem er að sjálfsögðu sjálfsagt! Honum finnst myndavélar líka einstaklega skemmtilegar en hann nýtur þess að gretta sig framan í þær. Þetta var sú mynd þar sem hann gretti sig minnst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

vá skemmtilegur fjölskyldusvipur...finnst hann líkur bróður þínum

Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Nokkuð til í því hjá Heiðdísi!

Þorgeir Arason, 11.6.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Þér ferst nú að tala um að hann sé aldrei venjulegur á myndum. Einu venjulegu myndirnar sem til eru af þér eru brúðkaupsmyndirnar ykkar Þorgeirs!!

Þjóðarblómið, 11.6.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband