Dagur 7

Jæja þá er komið að síðasta deginum í þessu verkefni mínu. Mér fannst þetta reyndar bara nokkuð gaman, verð að segja það. Hver veit nema ég haldi áfram að birta eina og eina mynd hérna. Svo getur vel verið að ég byrji nýtt verkefni seinna og þá jafnvel með sérstöku þema, það gæti verið gaman, allavega fyrir mig og vonandi lesendur líka. 

Ég fór ekki að vinna í síðustu myndinni fyrr en nú í kvöld og ákvað að sýna smá þema gærdagsins. Kannski ætti ég líka að nota tækifærið og þakka öllum kærlega fyrir okkur, það mætti halda að við hefðum verið að gifta okkur aftur! Það er búið að græja Þorgeir í útivist, ég á loksins orðið svona alvöru fína og dýra skartgripi svo fengum við mynd, bækur, kertastjaka, meira dót í stellið og ekki má gleyma nýju og fínu linsunni minni. Mér finnst hún æðisleg enda var hún efst á óskalistanum mínum, fólki fannst hún þó mismerkileg - litla frænka mín hnussaði og hrissti hausinn, ekki alveg að skilja hvað þetta var eða til hvers og hún "tengdaamma" spurði hvort þetta væri drykkjarmál! Ég hins vegar er hæst ánægð og ákvað því að nota hana í kvöld. Það var þó sérstaklega ein tegund af gjöf sem var vinsæl og því ákvað ég að taka mynd af gjafaþema gærdagsins. (Ég þurfti líka að leika mér með nýju linsuna og fókusinn á henni og þess vegna fáið þið tvær myndir)

 IMG 2289

IMG 2291 

Við fengum sem sagt 10 glös frá Ritzenhoff og flest þeirra voru pökkuð inn í svona glæsilega poka frá Casa! Gaman að því Cool

Enn og aftur takk fyrir okkur og vonandi nutuð þið myndaverkefnisins míns. Ég skal svo reyna að blogga reglulega þrátt fyrir að verkefninu sé formlega lokið!

Yfir og út 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Mér fannst rosalega gaman að þessu hjá þér og vonast eftir fleiri myndum frá þér!

Guðrún , 16.6.2008 kl. 01:32

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Mjög skemmtilegt bloggverkefni...mæli með þessu

Heiðdís Ragnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 09:19

3 identicon

hæ hæ...  er það rétt sem ég er að lesa hérna hjá þér á síðunni að þú sért að flytja til Egilsstaða? ég er nebbla flutt þangað... endilega sendu mér línu (tasla82@gmail.com) ef ég er ekki að misskilja

kv. Tásla

Jóhanna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Sólveig

Ég er að bíða eftir að sjá myndir frá Leggjabrjót og úr veislunni :)

Sólveig, 25.6.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband