nýtt útlit

Jæja þá er maður kominn með nýtt útlit... geðveikt kúl en ég auglýsi ennþá eftir nýrri hausmynd, lútherska hausmynd... ég kann ekki að fiffa svoleiðis til!

Annars var helgin stórskemmtileg. Á föstudag horfði ég á Casper í sjónvarpinu... stórskemmtilegt sérstaklega í ljósi þess að við hjónakornin sátum tvö ein inni í stofu hjá bekkjarbróður mínum. Hann bauð í bekkjarpartý en við komum og fórum áður en nokkur annar lét sjá sig. Skilst samt að það hafi verið alveg geðveikt fjör þegar gestirnir létu loks sjá sig Wink Því næst var haldið í afmæli til Þóru... það voru aðeins fleiri þar og enginn að horfa á Casper. Takk fyrir góðar veitingar mamma og systir Þóru. Nánari lýsingu um kvöldið má lesa hér 

Laugardagurinn fór svo í allsherjartiltekt, eldhúsið hefur ekki verið svona hreint síðan við fluttum og ekki stofan heldur. Gærdagurinn fór líka í tiltekt og skreytingar en þá heima hjá annari konu, sem sagt í vinnunni minni. Markmið dagsins var svo að ljúka þrifunum svo ég geti byrjað að pakka inn gjöfunum. Ég lofaði nefnilega sjálfri mér að pakka ekki inn fyrr en ég væri búin að þrífa. En ég er allavega byrjuð... sem sagt búin að þvo. Það sem er eftir er því

  1. Baðherbergið
  2. Anddyrið
  3. Svefnherbergið

Smá update... ég er búin með baðherbergið og anddyrið (fyrir utan að þurrmoppa og skúra). Sem sagt komin í svefnherbergið en mér féllust hendur svo ég kveikti á tölvunni. Ég er hins vegar byrjuð, búin að þurrka úr öðrum glugganum og tæma skrifborðið... þá er bara að þurrka af því og raða á það aftur... það er að segja bara því sem á að vera þar og finna stað fyrir allt hitt draslið. Það er á svona stundum sem ég vildi að íbúðinn mín væri stærri Shocking

Annars fékk ég í skóinn í nótt... geðveikt flottar love is... nærbuxur. Verst að þær eru í barnastærð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

HEY!! Ég gerði líka smá! En takk fyrir komuna :) Það var fullt af fólki hjá mér :)

Þjóðarblómið, 18.12.2006 kl. 12:46

2 identicon

Eru þið hjónin svona miklar subbur að það tekur marga daga að þrífa litlu stúdentaíbúðina ykkar? Nei...bara svona pæling!

Anna Guðný (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:04

3 Smámynd: Þorgeir Arason

Nei, við erum sko engar subbur Anna Guðný, konan mín er bara svo svakalega húsleg að hún vill gera almennilega jólahreingerningu

Þorgeir Arason, 18.12.2006 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband