Nú geta jólin komið...

ég er nefnilega búin að taka til hátt og lágt, tæma alla skápa og hillur og raða aftur. Ég er líka búin að kaupa allar jólagjafirnar, keypti þá síðustu fyrr í dag. Svo ætla ég að nota morgundaginn í að pakka jólagjöfunum inn. Já krakkar mínir jólin eru alveg að koma þrátt fyrir að veðrið sé ekki alveg sammála mér.

Annars var skroppið í bíó í gær á Nativity story. Ég held ég verði að fara að gera hluti með einhverjum öðrum en þessum, hann er alltaf búinn að blogga á undan mér, sem sýnir hvað það er mikið að gera í þessum próflestri Whistling
En að myndinni... hún var nú bara nokkuð góð og raunveruleg á margan hátt myndi ég segja... það eru þó nokkur atriði sem mér finnst merkileg.

  1. Alls staðar talar fólk ensku núorðið Wink
  2. María vildi alls ekki giftast Jósef, enda virðist rómantísk ást alltaf vera eina rétta svarið í bíómyndunum. InLove
  3. Það vantaði englasönginn hjá hirðunum... "fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á."
  4. Priests of all priests var þýtt sem prédikari allra prédikara, undarleg þýðing.
  5. Börn á þessum tíma fæddust augljóslega ekki með naflastreng Joyful
20061201HO_nativity_450

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, naflastrengurinn ku vera frekar nýlega til komin, ég sem hélt að allir vissu þetta

Þráinn (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 10:02

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Heyrðu, skemmtilegt......þetta voru einmitt atriðin sem ég velti mjög mikið fyrir mér á þessari mynd! Vá hvað við erum like tótalí eins skilurru!

Mér fannst það neflinlega líka alveg stórmerkilegt að María hafi ekki viljað giftast Jósef til að byrja með, ég einhvern vegin hafði aldrei hugsað útí það einu sinni! María og Jósef voru ekki einu sinni ástfangin til að byrja með......hvernig eigum við hin að eiga möguleika?? ;)

María var líka bara allt allt allt öðruvísi en ég hafði séð hana fyrir mér! En þetta var góð mynd ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 22.12.2006 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband