Gleðilega hátíð, það má víst segja það ennþá.
Jólin eru búin að vera yndisleg, fullt af gjöfum, fullt af jólaboðum, of mikið af góðum mat, fullt af jólabókum. Ég elska að kúra mig uppi í rúmi í jólafríinu með góða bók. En satt best að segja er ég farin að sjá fyrir endann á þessum hátíðleg heitum þar sem ég mun fara austur á land á nýársdag. Satt best að segja veit ég ekki hvort kvíðinn eða spennan hafa yfirhöndina þessa stundina en það skiptist á. Stundum langar mig ekkert austur og sé fullt eftir þessari ákvörðun og stundum get ég ekki beðið að takast á við ný verkefni. Ég vona bara að þetta verði skemmtilegur tími og ekkert alltof einmannalegur, úffídúffí! Ferðataskan liggur opin á rúminu en það er ekkert í henni nema peysur og hún er næstum full. Svo er allt of mikið af bókum sem mér finnst ég verða að hafa með mér... ég held ég fríki bráðum út.
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði nettengd fyrir austan nema bara í vinnunni svo ég veit ekki hvernig fer með þetta blogg, sjáum til, vonandi endar þetta allt vel.
Annars er ég að fara á síðustu vaktina mína í vinnunni minni. Það er allavega alveg sérdeilis góð tilhugsun... ekki að vinnan hafi ekki verið fín, ég er bara tilbúin að takast á við ný verkefni (held ég)
Gleðileg jól
Athugasemdir
Ertu að fara að búa fyrir austan?
Guðrún , 31.12.2006 kl. 13:39
Já, ég er að fara í starfsþjálfun, bý þar í 4 mánuði!
Lutheran Dude, 31.12.2006 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.