Gaman að segja ykkur frá því að klukkan er 8:47 og ég er búin að dunda mér í tölvuleikjum á netinu. Ég sit sem sagt við tölvuna í flísbuxum, með kælipoka á hausnum tilbúin að taka á móti heimaprófinu mínu sem á að birtast kl.09:00!
Þorgeir var að fara upp í Vatnaskóg, sem er ástæðan fyrir því að ég er vöknuð svona snemma. Ég þurfti nefnilega að skutla honum í rútuna sem beið við Laugarneskirkju. Ég var mjög fegin að losna við hann svo ég gæti gert heimaprófið mitt í friði en svo fattaði ég að það hefði verið ágætt að hafa hann hérna til að lesa yfir fyrir mig áður en ég skila. Það vill nefnilega svo vel til að hann er betri í íslensku en ég
Annars verð ég nú aðeins að gera grín að manninum mínum. Þannig er mál með vexti að hann útskrifast með BA á laugardaginn og vill endilega halda kaffiboð í litla frímerkinu okkar, sem að þýðir að við þurftum að velja nokkra gesti og biðja þá um að taka stóla með sér. Þorgeir er aftur á móti svo spenntur yfir þessu litla kaffiboði sínu að hann var að spyrja mig hvort við ættum að halda kaffiboð þegar hann fengi vígslu sem prestur! Spurning um að taka því rólega...
Jæja ég er að spá í að fá mér að borða áður en heimaprófið mitt kemur... wish me luck
PS ég verð víst að monta mig af drengnum kíkið
Vinir og fjölskylda | 18.10.2006 | 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klikkar aldrei...
Nei annars ég skil ekkert í þessu
Bloggar | 12.10.2006 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vitiði ég þoli ekki svona daga... ég er þreytt, mér er kalt, ég er eirðarlaus, ég er svöng en hef enga matarlyst... en ég nenni ekki að væla. Segi bara eins og minnislausi fiskurinn í Finding Nemo: Just keep swimming, just keep swimming...
En yfir í annað, ég komst að því að ein bekkjarsystir mín er efni í mjög góðan stalker. Hún vildi sjá mig í brúðarkjól og í staðinn fyrir að kíkja í tölvuna mín í skólanum ákvað hún að googla mig... og það tókst. Þess má geta að ég gef hvergi upp fullt nafn hérna en einhvern veginn fann hún mig. Og hún fór þvílíka krókaleið... eitthvað í gegnum KFUM og eitthvað fleira. Hún sagði mér þetta í dag, vildi hrósa mér fyrir hvað ég var flott brúður! Takk ég veit . Þá var önnur sem sagði, Já, ég verð að finna þessa síðu. Hin hló bara og sagði haha gangi þér vel! Ég segi það líka, gangi henni vel ég skil ekki ennþá hvernig hún fór að þessu... magnað! En af því að ég er svo sæt í kjól ætla ég að leyfa ykkur að njóta aftur.
Bloggar | 11.10.2006 | 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Kirkjan | 4.10.2006 | 18:05 (breytt kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var í afmæli hjá tengdapabba mínum í gær. Við gáfum honum bók. Þorgeir valdi bókina, hún heitir leitin að tilgangi lífsins... spurning hvort þetta var úthugsað, ekki seinna vænna en að finna tilganginn 46 ára gamall! Við fengum svakalega góðan mat, ég vildi bara að ég hefði getað farið til þeirra í dag að borða afganga, þó það hafi aðallega verið hrísgrjón afgangs held ég .
Eftir matinn fórum við að sjálfsögðu út á svalir til að horfa á myrkrið en það var eiginlega meira myrkur inni í húsinu en úti. Nágrannin er með svo rosaleg útiljós sem eru með sjálfstæðan vilja skilst mér. En við horfðum samt á Reykjavík (þau eru með flott útsýni) og ætluðum að horfa á borgina hverfa, en það gerðist ekkert. Við sáum að vísu að birtan minnkaði, vorum ekki sammála hvort þetta væri búið eða ekki en komumst svo að því að þetta var bara búið. Gengum svo upp á Valhúsahæðina til að njóta myrkursins betur, þar sáum við voðalega lítið í kringum okkur, nema dauðann uppi á einu þaki (það var skorsteinn en leit út eins og maður með ljá). Himinninn var samt bjartur, ekki stjörnubjartur eins og planið var, bara bjartur af öllum ljósunum í bænum. En þetta var allavega athylgisverð tilraun, verður forvitnilegt að vita hversu mikill orkusparnaður var þennan tíma.
Annars var ég að passa í dag, frændi minn neitaði að skipta um bleyju eða klæða sig fyrr en mamma sín kæmi heim. Mér tókst þó að sannfæra hann með því að láta hann velja sér bleyju sjálfur (það eru dýramyndir á bleyjunum hans) og sýna mér hvað hann væri duglegur að klæða sig sjálfur. Yndislegt hvað það þarf lítið til að sannfæra börn. Það þurfti að vísu aðeins meira til þegar átti að sannfæra systur hans um að vanda sig við heimanámið, skólaleti byrjar snemma í minni fjölskyldu. Ég nenni aldrei að læra heima og ekki frænka mín heldur, munurinn er sá að ég er búin að vera í skóla í 17,5 ár en hún í 1 mánuð!
Yfir og út, já og passið ykkur á öllum villuboðskap þjóðkirkjunnar, mér skilst að hún gleymi stundum að minna á að kynlíf fyrir hjónaband sé stærsta syndin!
Bloggar | 29.9.2006 | 17:33 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já, lífið hérna heima hjá mér er ansi skemmtilegt. Blóþrýstingurinn minn var 102 yfir 56 í morgun en mig grunar að hann sé aðeins hærri hérna fyrir utan. Rétt áðan var grátandi barn hérna einhvers staðar í kring að öskra "ÉG VIL KOMAST INN! HLEYPTU MÉR INN!" ég var mikið að spá í að fara út, finna drenginn og hleypa honum inn til mín, þetta var svo erfitt hjá honum. Núna er fólk í bíl beint fyrir utan gluggan að "tala" saman, strákurinn sagði eitthvað sem ég heyrði ekki alveg en stelpan öskraði grátandi "af hverju þarftu alltaf að vera að drulla yfir mig?!?" ég held reyndar að þau hafi áttað sig á því að ég heyrði í þeim þegar ég leit út um gluggan því ég er hætt að heyra í þeim, nema smá snökt í stelpunni af og til!
Já þetta jarðlíf er undarlegt fyllerí!

Bloggar | 23.9.2006 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var ótrúlega klár og breytti aðeins til í hliðinni á blogginu mínu... og bætti meðal annars við Lutheran Tidbit of the day sem er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt. En vitiði bara hvað... þetta virkar ekkert það kemur bara efsti hlutinn, ekkert tidbit! Hjálp tölvunördar núna bráðvantar mig hjálp Lutheran Dude síðan getur ekki verið tidbit laus það er bara ekki hægt.
Ég þarf líka að hugsa einhvern rosalega flottan lútherskan haus.... kannski ég fái bara að stela hausnum hans Jóns Ómars... hehe Jón Ómar má ég?
síðan | 21.9.2006 | 21:26 (breytt 22.9.2006 kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held ég fari bara að loka blogdrive... eða allavega vísa fólki hingað í staðinn. Mig vantar samt smá hjálp... mig langar í flottari haus, reyndi einhvern tíma að breyta honum en það klúðraðist feitt.
Annars var ég í barnaafmæli á fimmtudaginn, ótrúlega skemmtilegt, afmælisbarnið var þriggja ára. Það komu margar skemmtilegar setningar í afmælinu ég tek dæmi.
- Afmælisbarnið sagði brandara sem hljómaði svona: Einu sinni var tómatsósa að labba yfir götu svo kom bíll og kallaði, komdu tómatsósa. Endalaust fyndinn!
- Föðuramman er af erlendu bergi brotin en hún kom í afmælið á beygluðum bíl. Þá átti þetta samtal sér stað. Pabbinn: "Hvað, lentirðu í árekstri?" Amman: "Nei, nei árekstur lenti í mig!" Það var sem sagt keyrt á hana svo þetta var mjög rökrétt.
- Afmælisbarnið fékk DVD kids í afmælisgjöf en móðuramman var mjög hneiksluð á því að barnið hefði fengið tölvuleik. Amman: "Að þú skulir hafa gefið barninu þetta, er þetta ekki bara blóð og skjóta og eitthvað?!?" Það virðast allir tölvuleikir vera drápsleikir í hennar huga.
Já svona er lífið, stórskemmtilegt alveg hreint
Vinir og fjölskylda | 16.9.2006 | 12:19 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er haugagrenjandi rigning úti! Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara út í göngutúr eða fara að læra, ég verð að viðurkenna að göngutúrinn er meira freistandi.
Já ég get þetta ekki lengur, ég er farin út að rennblotna. HAHAHA
Bloggar | 14.9.2006 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langt síðan síðast... já ég er lélegur bloggari skal viðurkenna það. En það hefur ýmislegt gerst síðan síðast skal ég segja ykkur. Við fengum til dæmis minni borð inn í stofuna okkar í Læknagarði svo nú komumst við öll 40 ágætlega fyrir en jú áfram mega sáttir þröngt sitja.
Svo í gær var skemmtilegur dagur, við vorum með fyrsta fundinn í yngri deild KFUM og KFUK í Grafarholtinu... hann gekk of vel. Það er að segja við gerðum ráð fyrir að fá 20 börn en fengum 45! En hugleiðingin gekk vel svo þetta er fínt.
Eftir fundinn fengum við svo tvær heimsóknir, eina vænta og aðra óvænta. Óvænta heimsóknin var fyrst en þá læddist köttur inn þegar Þorgeir var að lofta út. Þorgeir var ekki sérstaklega sáttur en ég sendi köttinn nú fljótt út aftur. Ég held að Þorgeir geti sjálfum sér um kennt að vera alltaf að lofta út... mér finnst alveg nóg að opna glugga.
Vænta heimsóknin voru svo tengda-afi og amma. Þau eru stórskemmtileg, komu færandi hendi eins og vanalega. Við ætluðum að vera rosalega góð og buðum upp á kaffi og meðlæti, meðlætið var rosa flott keypt í Bónus. Þau gerðu betur og komu með heimagerðar kjötbollur (bara til að gefa okkur sko ekki með kaffinu), kleinur og brauðgerðarvél. Nú verðum við að hætta að sníkja brauð af tengdó og byrja að baka sjálf. Þetta var skemmtilega heimsókn en mér finnst samt merkilegt að fólk sem á þriggja ára barnabarn fari að rukka um barnabarnabarn.
Yfir og út!
Bloggar | 12.9.2006 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)