Færsluflokkur: Bloggar
Ég var í afmæli hjá tengdapabba mínum í gær. Við gáfum honum bók. Þorgeir valdi bókina, hún heitir leitin að tilgangi lífsins... spurning hvort þetta var úthugsað, ekki seinna vænna en að finna tilganginn 46 ára gamall! Við fengum svakalega góðan mat, ég vildi bara að ég hefði getað farið til þeirra í dag að borða afganga, þó það hafi aðallega verið hrísgrjón afgangs held ég .
Eftir matinn fórum við að sjálfsögðu út á svalir til að horfa á myrkrið en það var eiginlega meira myrkur inni í húsinu en úti. Nágrannin er með svo rosaleg útiljós sem eru með sjálfstæðan vilja skilst mér. En við horfðum samt á Reykjavík (þau eru með flott útsýni) og ætluðum að horfa á borgina hverfa, en það gerðist ekkert. Við sáum að vísu að birtan minnkaði, vorum ekki sammála hvort þetta væri búið eða ekki en komumst svo að því að þetta var bara búið. Gengum svo upp á Valhúsahæðina til að njóta myrkursins betur, þar sáum við voðalega lítið í kringum okkur, nema dauðann uppi á einu þaki (það var skorsteinn en leit út eins og maður með ljá). Himinninn var samt bjartur, ekki stjörnubjartur eins og planið var, bara bjartur af öllum ljósunum í bænum. En þetta var allavega athylgisverð tilraun, verður forvitnilegt að vita hversu mikill orkusparnaður var þennan tíma.
Annars var ég að passa í dag, frændi minn neitaði að skipta um bleyju eða klæða sig fyrr en mamma sín kæmi heim. Mér tókst þó að sannfæra hann með því að láta hann velja sér bleyju sjálfur (það eru dýramyndir á bleyjunum hans) og sýna mér hvað hann væri duglegur að klæða sig sjálfur. Yndislegt hvað það þarf lítið til að sannfæra börn. Það þurfti að vísu aðeins meira til þegar átti að sannfæra systur hans um að vanda sig við heimanámið, skólaleti byrjar snemma í minni fjölskyldu. Ég nenni aldrei að læra heima og ekki frænka mín heldur, munurinn er sá að ég er búin að vera í skóla í 17,5 ár en hún í 1 mánuð!
Yfir og út, já og passið ykkur á öllum villuboðskap þjóðkirkjunnar, mér skilst að hún gleymi stundum að minna á að kynlíf fyrir hjónaband sé stærsta syndin!
Bloggar | 29.9.2006 | 17:33 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já, lífið hérna heima hjá mér er ansi skemmtilegt. Blóþrýstingurinn minn var 102 yfir 56 í morgun en mig grunar að hann sé aðeins hærri hérna fyrir utan. Rétt áðan var grátandi barn hérna einhvers staðar í kring að öskra "ÉG VIL KOMAST INN! HLEYPTU MÉR INN!" ég var mikið að spá í að fara út, finna drenginn og hleypa honum inn til mín, þetta var svo erfitt hjá honum. Núna er fólk í bíl beint fyrir utan gluggan að "tala" saman, strákurinn sagði eitthvað sem ég heyrði ekki alveg en stelpan öskraði grátandi "af hverju þarftu alltaf að vera að drulla yfir mig?!?" ég held reyndar að þau hafi áttað sig á því að ég heyrði í þeim þegar ég leit út um gluggan því ég er hætt að heyra í þeim, nema smá snökt í stelpunni af og til!
Já þetta jarðlíf er undarlegt fyllerí!

Bloggar | 23.9.2006 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er haugagrenjandi rigning úti! Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara út í göngutúr eða fara að læra, ég verð að viðurkenna að göngutúrinn er meira freistandi.
Já ég get þetta ekki lengur, ég er farin út að rennblotna. HAHAHA
Bloggar | 14.9.2006 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langt síðan síðast... já ég er lélegur bloggari skal viðurkenna það. En það hefur ýmislegt gerst síðan síðast skal ég segja ykkur. Við fengum til dæmis minni borð inn í stofuna okkar í Læknagarði svo nú komumst við öll 40 ágætlega fyrir en jú áfram mega sáttir þröngt sitja.
Svo í gær var skemmtilegur dagur, við vorum með fyrsta fundinn í yngri deild KFUM og KFUK í Grafarholtinu... hann gekk of vel. Það er að segja við gerðum ráð fyrir að fá 20 börn en fengum 45! En hugleiðingin gekk vel svo þetta er fínt.
Eftir fundinn fengum við svo tvær heimsóknir, eina vænta og aðra óvænta. Óvænta heimsóknin var fyrst en þá læddist köttur inn þegar Þorgeir var að lofta út. Þorgeir var ekki sérstaklega sáttur en ég sendi köttinn nú fljótt út aftur. Ég held að Þorgeir geti sjálfum sér um kennt að vera alltaf að lofta út... mér finnst alveg nóg að opna glugga.
Vænta heimsóknin voru svo tengda-afi og amma. Þau eru stórskemmtileg, komu færandi hendi eins og vanalega. Við ætluðum að vera rosalega góð og buðum upp á kaffi og meðlæti, meðlætið var rosa flott keypt í Bónus. Þau gerðu betur og komu með heimagerðar kjötbollur (bara til að gefa okkur sko ekki með kaffinu), kleinur og brauðgerðarvél. Nú verðum við að hætta að sníkja brauð af tengdó og byrja að baka sjálf. Þetta var skemmtilega heimsókn en mér finnst samt merkilegt að fólk sem á þriggja ára barnabarn fari að rukka um barnabarnabarn.
Yfir og út!
Bloggar | 12.9.2006 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já þá er skólinn byrjaður aftur. Líf og fjör að sjálfsögðu. Ég hefði haldið að ég fengi kannski að vera í Odda núna sem er heimabyggingin mín þar sem að þetta er síðasta árið mitt... en neinei við erum send út í læknagarð. Þar var víst eina stofan sem var laus (ég er alltaf í sömu stofunni) og nægilega stór fyrir okkur. Nægilega stór þýðir sem sagt að þröngt mega sáttir sitja, sumir þurfa að snúa sig úr hálsliðnum og í stofunni eru 36 stólar, þess má geta að við erum 40 á 4.ári og það er skyldumæting í tíma! Þeir eru svakalega góðir í stærðfræði í háskólanum.
Þess má geta að við vorum nokkrar að hugsa um að skrá okkur bara í verkfræði þar sem að við stóðum okkur svo vel við að finna bestu mögulegu leið til að sitja í tímum, upphaflega komust 16 við borð.
Mér finnst ég líka hetja að hafa fundið stofuna í læknagarði, ég spurði einhverja læknanema þar sem ég sá engin stofunúmar nokkurs staðar þegar ég kom inn. Það vissi engin hvar stofan væri en líklegast fannst þeim að ég ætti að fara upp á efstu hæð og inn ganginn... þegar ég sá númerin á stofunum þar uppgötvaði ég að mín stofa væri líklegast í kjallaranum... sem var og hárrétt!
Það er samt eitt sem er ósanngjarnt þarna... við fáum tvær pásur og af eðlilegum ástæðum þurfa allir og þá meina ég ALLIR að pissa í seinni pásunni. Þess má geta að þarna eru básaklósett, stelpu- og stráka. En allavega eins og ég sagði þurfa allir að pissa í pásunni og við erum 40, þar af 39 stelpur! Þar af leiðandi er pásan búin þegar maður er búinn að pissa. Ég meina aumingja Friðrik, hann missir af öllum umræðunum í pásunni!
Þess má geta að ég er í mögnuðum áfanga núna, leslistinn okkar er tvær blaðsíður en við megum velja hvaða bækur við lesum. Flestar áhugaverðu bækurnar eru bara til á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri!
Með kveðju frá lestrarhestinum.
PS mér líkar vel við þessa síðu og er að hugsa um að vera hérna áfram... þeir sem vilja link verða að kommenta og biðja um hann... fyrstir koma fyrstir fá!
Bloggar | 6.9.2006 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
gæti orðið besti dagur ævi þinnar ef þú bara notar hann rétt!
Hvaða snillingur sagði þessa vitleysu? Ég gerði mitt besta til að nota daginn rétt en það virtust flestir aðrir hafa gaman af því að koma í veg fyrir að hann yrði sá besti...
Í fyrsta lagi ætluðum við að ná í sjónvarpið okkar í viðgerð sem átti að vera tilbúið á þriðjudaginn... við náðum rétt fyrir lokun en okkur var sagt að tækið væri ekki tilbúið. Við gátum ekki orða bundist og sögðum að þetta væri lélegt það hefði átt að vera tilbúið á þriðjudaginn. Þá var það samþykkt að við fengjum nýtt tæki, hann myndi senda tölvupóst í BT og við ættum að fara þangað. Ekkert mál flott.
Því næst lá leiðin upp í Árbæ að hitta Styrmi, hann var ekki heima. Góð leið til að eyða tíma og bensíni.
Þá fórum við í BT mjög spennt yfir nýja sjónvarpinu okkar... en neinei verslunarstjórinn farinn heim og enginn gat hjálpað okkur, getum fengið það á morgun fyrir utan að ég get ekki borið það ein og Þorgeir er ekki heima á morgun! Bömmer Ég vona að tækið okkar sé uppselt og þeir þurfi að láta okkur fá dýrara tæki... bara að krossa fingur.
Jæja svo keyrðum við hratt niður í bæ til að ná í Hans Petersen fyrir lokun þar sem við áttum myndir þar sem við létum taka eftir myndunum hans bróður míns úr brúðkaupinu. En neinei Þorgeir rétt náði þangað fyrir lokun og þá var honum sagt að konan sem tók við myndunum hefði sent hann heim með yfirlitsmyndirnar sem þeir þurftu. Í staðinn fáum við 30% afslátt sem mér finnst ekki mikið þar sem þær verða tilbúnar á miðvikudaginn en frá föstudegi fram á miðvikudag eru meira en tveir dagar... en svona er lífið.
Niðurstaða: Dagurinn í dag fór í tilgangslausan rúnt um allan bæ og var ekki besti dagur ævi minnar þó ég reyndi að nota hann rétt. En þetta gengur bara betur næst, Þorgeir er líka að elda mat sem er vonandi góður og allt er gott sem endar vel!
En ég lofaði að segja eitthvað um vígsluna á morgungjöfinni... ég bara nenni því ekki núna kannski seinna. En við Styrmir fórum út úr bænum, samvisku minnar vegna tók ég hringinn af mér og ég fékk rosalegt kikk út úr þessu!
Já hertu'pp hugann Pétur þú fjárhagsstjóratetur þetta gengur bara betur næst...
Bloggar | 1.9.2006 | 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En annars held ég að Magni hafið fengið öll atkvæðin sem ég sendi með hugarorkunni í fyrri nótt meðan ég var sofandi því hann stóð sig eins og hetja strákurinn. Endalaust flott og var aldrei meðal þriggja neðstu, þvílík hamingja! Áfram Ísland! Mér fannst samt svolítið fyndið það sem kynnirinn sagði: "Þetta er í fyrsta skipti sem við vitum hver fékk flestu atkvæðin því Magni var aldrei meðal þriggja neðstu" Ég meina þetta stenst ekkert, þó að Lukast hafi verið meðal þriggja neðstu til að byrja með getur til dæmis vel verið að hann hafi farið yfir hann seinna meir þegar hin voru orðin neðst. Við vitum ekkert hver fékk flestu atkvæðin þó að Magni hafi aldrei verið meðal þriggja neðstu! Hvað var annars málið hjá skjáeinum í gær að setja auglýsingahlé meðan þátturinn var ennþá í gangi þarna úti... við hættum hérna á undan þeim, mér fannst það svindl þetta hefði getað verið mikilvægt. En þetta var það víst ekki svo þetta er í lagi, ég er stolt af því að vera Íslendingur. Ekki út af Magna sko, Ísland er bara svo kúl... en Magni er það líka.
En yfir í allt annað þá er ég að fara að vígja morgungjöfina mína á eftir með Styrmi.
Segi ykkur kannski á morgun hvernig gekk...
Bloggar | 31.8.2006 | 14:24 (breytt kl. 14:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og þá fer að færast líf yfir bloggheimana. Ég er búin að reyna nokkrum sinnum að blogga á blogdrive núna undanfarið en það er eitthvað að klikka. Tölvunördinn ég áttar sig ekki á því hvað það er svo að ákveðið var að skipta um bloggstað. Hér er meira að segja pláss fyrir myndir, hvílík hamingja. Af því tilefni hef ég sett inn nokkrar myndir frá brúðkaupi og brúðkaupsferðinni okkar í Búlgaríu. Þetta er ósköp fátæklegt safn en þeir sem vilja skoða úrvalið betur verða bara að bjóða sér í heimsókn til okkar. Þá getum við líka spilað, ég elska að spila. Það kom ágætishópur í spil á sunnudaginn til að borða ísinn sem við höfðum ekki tíma til að borða á laugardaginn. Á laugardaginn var sem sagt ákveðið að bjóða í grill, sem var alveg magnað. Ég að vísu skil ekki hvernig er hægt að klúðra því að grilla, kjúllinn var á grillinu í klukkutíma en var samt rauður inn við beinið, en það gengur bara betur næst! Það gátu líka allir borðað sig sadda af kartöflum og grænmeti nema aumingja Þráinn, en hann er líka sísvangur maðurinn!
Jæja svo er bara að sjá hvort þetta virkar og fara að horfa á RockStar Supernova! Áfam Magni! Ég hvatti hann í anda í nótt þar sem ég var sofandi þegar kosningin var en ég er viss um að hann elskar mig samt
Bloggar | 30.8.2006 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)