Færsluflokkur: Bloggar
Verð bara að deila með ykkur skemmtilegum tölvupósti sem ég fékk í dag. Ég hló endalaust mikið... en kannski er ég bara einföld!
"gæti einhvert ykkar lánað mér diktófón í nokkra daga til að taka upp viðtal við útskriftarblaðið okkar?"
En annars eiga allir og þá meina ég ALLIR að kaupa uppskriftarbók af mér, kostar bara 1500 kr. fullt af glæsilegum uppskriftum, allt fljótlegir réttir og hægt að versla allar vörur í bónus! Mjög stúdentavæn bók! Þið hafið enga afsökun fyrir að kaupa hana ekki
Bloggar | 6.12.2006 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
er loksins búið! VÚHÚ!
Og þá eru öll próf vetrarins búið, bara eitt hópverkefni eftir fram að jólum og tímasókn til 15. desember! Endalaust gaman...
Ég verð nú samt að viðurkenna að ef ég væri duglegri að halda mér við efnið hefði ég getað verið löngu búin með þetta heimapróf... já og líka ef ég hefði verið betur undirbúin
En ég verð að deila með ykkur þessum snilldarleik sem ég fann á netinu, metið mitt er 120! Svona er lífið athyglin ekki alltaf á réttum stað...
Bloggar | 29.11.2006 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
vildi bara deila því með ykkur að innlegginn virkuðu bara svona svakalega vel, þunn og þægileg
Annað en það er lítið að frétta... ég er í heimapróf fram á fimmtudag... svaka stuð, ég nenni því engan veginn. Varð samt alveg svakalega heilluð af uppbyggingarstefnunni þegar ég var að læra og komst að því að hún mamma mín er bara snillingur í henni. Ég ætlaði að heimta fullt af bókum í útskriftarferð en fæ þær bara lánaðar hjá mömmu í staðinn! Já svei mér þá ef ég er ekki að breytast í nörd, ég er að spá í að lesa fræðibækur í jólafríinu úffídúffí.
Heyrðu jú annars... það er eitthvað að frétta. Ég er að fara að flytja austur á Egilsstaði í fjóra mánuði! Vúhú, sting bara kallinn af og mun búa ein í Kirkjumiðstöð Austurlands sem tekur notabene um það bil 50 manns! yndislegt alveg hreint yndislegt. En austurland er að sjálfsögðu flottasti staður í heimi og ég fæ nú manninn minn í heimsókn auk þess sem ég skrepp einhvern tíma í bæinn.
Já flottasti staður í heimi... allavega á sumrin veit ekki hvernig þetta lítur út á veturna... vonandi vel!
Bloggar | 28.11.2006 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þá er það komið á hreint, Þorgeir verður fastur í Noregi þangað til á morgun. Ég er búin að reyna að fylgjast með þessu öllu á textavarpinu en komst að því að það er ekkert að marka það. Tímarnir sem voru þar og tímarnir sem Þorgeir fékk uppgefna voru bara ekkert þeir sömu. Merkilegt nok!
Annars á ég að vera að læra, það hefst nýtt námskeið á morgun. Ég á eftir að klára verkefni úr síðasta námskeiði og svo á ég eiginlega líka eftir að byrja að lesa fyrir nýja námskeiðið, stórskemmtilegt alveg hreint.
Ég var í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags, bara ljómandi fínt alveg hreint finnst mér, enda voru svo skemmtilegir unglingar sem fylgdu mér! Mér fannst til dæmis ógeðslega fyndið þegar ein stelpan frá mér laug því að Styrmi að hún héti Daníel og Styrmir fór að tala við mig um stelpulega strákinn í deildinni minni. Mér fannst þetta góður brandari hjá stúlkunni.
Svo taka bara Jól í skókassa við í vikunni. Ég ætla að reyna að hjálpa þeim eins og ég get, mér finnst þetta æðislegt verkefni, vildi bara að ég gæti verið með frá upphafi til enda! Hvet alla til að taka þátt, nánar hér.
Bloggar | 5.11.2006 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagurinn minn byrjaði ekki sérstaklega skemmtilega. Ég vaknaði við símann minn titrandi á náttborðinu og einhvern vegin vissi að þetta var ekki vekjaraklukkan af því að ég var of þreytt til að það væri kominn morgun. Líkamsklukkan hafði rétt fyrir sér... það var einhver að hringja í mig. Símtalið var ca. svona:
Halló
Já halló þetta er lögreglan geturðu sagt mér hver er prófastur á Eggertsgötu?
HA? (Ég tengi prófasta bara við kirkjuna veit ekki enn hvað maðurinn meinti með prófastur á Eggertsgötu)
Geturðu sagt mér hver er prófastur á Eggertsgötu?
HA? Prófastur?!?
Já það er reykskynjari í gangi í einni íbúð hérna
Jájá, númer hvað?
106. Jahá það er mín íbúð
Já þú ert sem sagt ekki heima
Nei (ef ég hefði verið heima hefði ég líklega vaknað við reykskynjarann en ekki símann) Ég kem.
Við erum sem sagt að "passa" tengdasystkini mín ef svo má að orði komast frá því í gær þangað til á morgun og gistum þar af leiðandi ekki heima hjá okkur. En hér er einmitt þjófavarnarkerfi frá Securitas, mér var kennt á það í morgun.
Þorgeir uppgötvaði það aftur á móti þegar hann var búinn í skólanum að hann gaf mér upp vitlaust leyninúmer. Já, það var sérstaklega gaman að uppgötva það eftir mikið væl, eyrnaverk, símtal við Securitas og samtal við nágrannan og hundinn hans!
Niðurstaða: ekki minn dagur... en hertu upp hugann Pétur þú sjónvarpsstjóratetur þetta gengur bara betur næst!
Bloggar | 31.10.2006 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
kemur skapinu í lag.
Ég fór í sund í gær með Lutheran dudes, þar fékk ég meðal annars beint í æð merkingu orðsins réttlæti allt frá upphafi alda. Þetta var ansi merkilegt, ég náði því sem Jón Ómar var að segja, það er að segja lokapunktinum en ég skildi minna en helminginn!
Svo fór ég í sund aftur núna í kvöld með hluta af Lutheran dudes, sem sagt Þráni. Góð sundferð, ég elska heita potta.
Segið mér samt eitt, hvernig er hægt að vera að drepast í hnénu ef maður hefur ekki notað það í neitt nema labba... og ekki einu sinni neitt sérstaklega mikið í það?
Ég klára áfangann minn á morgun JEIJ, búið að vera aðeins of mikið að gera síðustu viku... það er stuð.
Ég veð úr einu í annað enda bara bráðum tími á að koma sér í bólið... bara eitt í viðbót.
Jón Ómar sagði skemmtilega setningu í dag. "Ég og Stefán Einar vorum að vinna hópverkefni með tveimur öðrum konum..." Þetta er svona eins og þegar aumingja Chandler sagði "If I were a guy and... did I just say if I were a guy?!?"
Bloggar | 19.10.2006 | 23:10 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er ég búin að eyða öllum deginum fyrir framan tölvuna og var að enda við að senda kennaranum mínum heimaprófið. Svei mér þá ef þetta var ekki bara nokkuð sanngjarnt hjá henni, tíminn passaði allavega akkúrat.
Ég ákvað bara svona að ganni að deila með ykkur þýðingunni á djókinu um daginn. Spurning hvor það var bara fyndnara á ensku eða "útlensku"
Bloggar | 18.10.2006 | 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klikkar aldrei...
Nei annars ég skil ekkert í þessu
Bloggar | 12.10.2006 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vitiði ég þoli ekki svona daga... ég er þreytt, mér er kalt, ég er eirðarlaus, ég er svöng en hef enga matarlyst... en ég nenni ekki að væla. Segi bara eins og minnislausi fiskurinn í Finding Nemo: Just keep swimming, just keep swimming...
En yfir í annað, ég komst að því að ein bekkjarsystir mín er efni í mjög góðan stalker. Hún vildi sjá mig í brúðarkjól og í staðinn fyrir að kíkja í tölvuna mín í skólanum ákvað hún að googla mig... og það tókst. Þess má geta að ég gef hvergi upp fullt nafn hérna en einhvern veginn fann hún mig. Og hún fór þvílíka krókaleið... eitthvað í gegnum KFUM og eitthvað fleira. Hún sagði mér þetta í dag, vildi hrósa mér fyrir hvað ég var flott brúður! Takk ég veit . Þá var önnur sem sagði, Já, ég verð að finna þessa síðu. Hin hló bara og sagði haha gangi þér vel! Ég segi það líka, gangi henni vel ég skil ekki ennþá hvernig hún fór að þessu... magnað! En af því að ég er svo sæt í kjól ætla ég að leyfa ykkur að njóta aftur.
Bloggar | 11.10.2006 | 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Bloggar | 4.10.2006 | 18:05 (breytt kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)