Jæja

þá er það komið á hreint, Þorgeir verður fastur í Noregi þangað til á morgun. Ég er búin að reyna að fylgjast með þessu öllu á textavarpinu en komst að því að það er ekkert að marka það. Tímarnir sem voru þar og tímarnir sem Þorgeir fékk uppgefna voru bara ekkert þeir sömu. Merkilegt nok!

Annars á ég að vera að læra, það hefst nýtt námskeið á morgun. Ég á eftir að klára verkefni úr síðasta námskeiði og svo á ég eiginlega líka eftir að byrja að lesa fyrir nýja námskeiðið, stórskemmtilegt alveg hreint.

Ég var í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags, bara ljómandi fínt alveg hreint finnst mér, enda voru svo skemmtilegir unglingar sem fylgdu mér! Mér fannst til dæmis ógeðslega fyndið þegar ein stelpan frá mér laug því að Styrmi að hún héti Daníel og Styrmir fór að tala við mig um stelpulega strákinn í deildinni minni. Mér fannst þetta góður brandari hjá stúlkunni. 

Svo taka bara Jól í skókassa við í vikunni. Ég ætla að reyna að hjálpa þeim eins og ég get, mér finnst þetta æðislegt verkefni, vildi bara að ég gæti verið með frá upphafi til enda! Hvet alla til að taka þátt, nánar hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Koddinn minn biður að heilsa ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 9.11.2006 kl. 16:32

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Bloggaðu kona!!

Þjóðarblómið, 11.11.2006 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband