Málefnalegt?

Fyrst verð ég nú að deila með ykkur merkilegasta póstinum í dag. Jújú ég fékk send innlegg í pósti, 3 stk. eiga að passa í allar nærbuxnategundir. Kannski læt ég ykkur vita hvernig þau virka seinna! Minnir bara á túrtappana sem ég fékk í pósti fyrir mörgun árum, áður en ég var byrjuð á túr... hvar ætli þeir séu niðurkomnir Woundering??

 kfumogkfuk_logo

En nú ætla ég ótrúlegt en satt að lýsa yfir óánægju minni opinberlega. Ég er mjög óánægð með eina ákvörðun stjórnar KFUM & KFUK. Nú á sem sagt að fara að skipta um merki og taka upp danska merkið. Ok ég skil hagkvæmnina sem er í gangi af því að þá er hægt að kaupa merktar vörur frá Danmörku og eitthvað í staðinn fyrir að styrkja íslenska framleiðslu (jákvætt eða neikvætt?) En að vísu trúi ég því ekki að það sé svakalega hagkvæmt að fara út í svona róttæka skiptingu og rífa niður merkin af húsinu, búa til ný, hanna ný bréfsefni og prenta þau... það er margt í skiptingunni líka sem kostar pening. En málið er aðallega það að síðan hvenær hefur KFUM & KFUK snúist um peninga og hagkvæmni, þetta mál er miklu meira en eitthvað svoleiðis. Þetta snýst fullt um tilfinningar, ég vil til dæmis ekkert taka upp nýja merkið, það eru fleiri tákn í KFUK merkinu og það er líka miklu flottara, nú þarf ég að safna öllum vörum sem eru til með því merki og nota eins mikið og ég get! Kannski ég steli bara KFUK merkinu af veggnum á Holtaveginum og hengi upp hérna heima, já eða hirði það þegar það á að fara í ruslið Wink
En það sem ég er fyrst og fremst óánægð með er kannski ekki merkjaskiptin sjálf heldur hvernig staðið var að þeim. Þetta er stórt mál, þetta er tilfinningamál og ég skil ekki af hverju félagsfólk var ekki spurt! Það hefði alveg verið hægt að bíða með þetta og greiða atkvæði á aðalfundi... það hefði ekki verið dýrt. Þetta er miklu meira en bara einhver Glitnisumbreyting... þetta er spurning um tilfinningar, ég dauðvorkenni gömlu konunum í AD KFUK sem hafa alist upp með þetta merki á náttborðinu næstum því eða allavega í hjartanu!

Svo eru þessi gömlu góðu merki bara mikið flottara en biðskyldu merkið danska! 

 

kfuk_logo

 

 

kfumlogo_synishorn

 

Annars megið þið líka endilega segja mér hvað ykkur finnst... hvort sem þið eruð sammála eða ósammála. Á þessu bloggi eru allar skoðanir leyfðar Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr! Þetta nýja merki er illa hannað það vantar allt janvægi í merkið og er einfaldlega ljótt. Með stöðluðu samspili hinna merkjanna tveggja, t.d. annað merkið er alltaf hægra megin og rétt neðan við hitt, jafnvel á þann hátt að annað liggi rétt ofan á hinu. Slík stöðlun væri miklu flottari lausn en þetta ó-"balanceraða" úrelta danska merki.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 15:00

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Verð að vera sammála ykkur tveimur. Mér finnst merkið afspyrnuljótt. Ég vil halda gamla KFUK merkinu. Það er ýkt flott - blátt og gult :)

Þjóðarblómið, 15.11.2006 kl. 18:36

3 Smámynd: Lutheran Dude

JEIJ mér finnst gaman þegar fólk er sammála mér... líka gaman að sjá að þú lest bloggið mitt Elli  Ég er sammála þér með að staðla bara hin merkin tvö.

Lutheran Dude, 15.11.2006 kl. 21:40

4 identicon

Ég skil ekki hvernig eitt merki getur skipt svona ofsalega miklu máli ég verð að viðurkena það. Þetta er nú bara merki. Það er endalaust verið að skipta um merki hægri vinstri eins og þú nefndir í sambandi við Glitni. Afhverju er þetta miklu meira mál en það? Ég veit allavegana að þar fengu starfsmenn ekkert að segja um þetta mál fyrr en allt var búið og gert og afrakturinn kominn utaná húsið.

Mér finnst það ekki skipta neinu einasta máli hvaða merki KFUM og K ber. Persónulega finndist mér að KFUm og K hreifingin æti öll að hafa sama merkið allstaðar í heiminum svona til þess að auðvelda málin.

Kv Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 18:22

5 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég er svo sammála þér Hlín (og Þóra og Elli). Það grætir mig pínu að KFUK merkið mitt góða sér bara finító! Ég hef ekki einu sinni byrjað að pæla í þessari breytingu frá sjónarhorni gömlu kvennanna. Það hefði verið mjög sniðugt að bera þetta undir félagið, hafa smá lýðræði í þessu öllu saman. Aldrei fær maður að ráða neinu varðandi neitt í þessum heimi......piff!

Tinna Rós Steinsdóttir, 19.11.2006 kl. 13:13

6 identicon

Ég vil bara segja ða ég er kki að reyna ða vera með leiðindi. Þetta kemur mér ekkert við ég er ekki tengd tilfinningalegum böndum við þetta merki eins og þið. Ég er ekki að segja ða tilfinningar séu rangar og er ekki að traðka á þeim vil bara koma þessu á framfæri

Kv Fjóla

fjolaogmoli.blogspot.com (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 15:34

7 Smámynd: Lutheran Dude

Takk fyrir að segja ykkar skoðanir. Fjóla ég er mjög ánægð með að heyra þína skoðun þó þú sért ekki sammála okkur. En eins og þú segir ertu ekki tilfinningalegum böndum við merkin. En ég veit að fólk er það í félögunum. 

Svo veit ég að ég væri miklu sáttari við þessi skipti ef þetta hefði verið borið undir félagsfólk. Og ég sagði að þetta væri ekki Glitnismál af því að ég efast um að merki Íslandsbanka hafi haft tilfinningalegt gildi fyrir starfsfólk bankans. En fyrir fólk sem kannski kynntist Kristi í gegnum þessi félög með merkin fyrir framan sig er eðlilegt að mínu mati að merkin fari að skipta máli. En svo þarf það ekki að vera heldur.

En já niðurstaða mín er sú að þessi ákvörðun hefði átt að vera lögð fyrir á almennum félagsfundi! Verst að ég ræð engu í því sambandi... 

Lutheran Dude, 20.11.2006 kl. 09:58

8 identicon

Sjálfum finnst mér þetta nýja merki vera flott. En ég skil vel að margir séu ósáttir við það. Enda þykir okkur öllum vænt um KFUM og KFUK um hagkvæmni nýja merkisins tel ég að ekki verða deilt enda mun sniðugra en að hafa tvö merki og þetta með bréfsefnið telur varla hundruði þúsunda. En það hefði átt að leggja svo veiga mikla breytingu undir atkvæði hjá almennu félagsfólki. 

Hlín þú ættir bara að skirfa stjórn KFUM og KFUK bréf og lýsa yfir óánægju þinni af fenginni reynslu tel ég það mun áhrifaríkara en að opinbera skoðanir sínar á veraldarvefnum.  

Jón Ómar Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 17:41

9 Smámynd: Lutheran Dude

Það er rétt Jón Ómar að það hefði líklega meiri áhrif að skrifa bréf og mér hefur sjálfri dottið það í hug. Hitt er annað mál að mér finnst auðveldara að blogga því þá þarf ég ekki að hafa svo miklar áhyggjur af orðalaginu, ég er ekkert besti penninn þó ég geti svosem tekið mig til

Lutheran Dude, 20.11.2006 kl. 19:02

10 identicon

Tja mér finnst þú hafa farið hættulega nálægt því að vera málefnaleg í þessu bloggi það boðar aldrei gott. Þú gætir þá mögulega haft rétt fyrir þig í þessu máli . Hehe.... see yaa!

Jón Ómar Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 20:26

11 identicon

Vitiði, ég er á þeirri skoðun, að þetta er í góðu lagi. Mér finnst þetta alls ekki svo slæmt merki og bara rökrétt. kv, Matti http://leikari.blogspot.com

Matthias F Matthiasson (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 09:56

12 identicon

Ég vil ekki tjá mig um sjálf merkin en það þarf alls staðar að hugsa um hagkvæmni. Hvort sem um er að ræða íþróttir, félagasamtök, fyrirtæki eða annað því þetta kostar allt peninga!! Svo yrði það einfaldlega of flókið að spyrja alla meðlimi, það kæmi aldrei niðurstaða og fólk yrði jafn óánægt eftir breytinguna. Stjórnarmeðlimir þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir og líttu á alþingi t.d. Við erum flest sammála um að það ríkir einhvers konar lýðveldi en þingmenn geta ekki spurt þjóðina álits í öllum ákvörðunum.  Hins vegar er það jákvætt að þú nýtir rétt þinn til að tjá þig!!!

Hilsen, BigBro!

P.s. Er ekki allt danskt gott...............??? 

Maggi (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 09:07

13 Smámynd: Lutheran Dude

Maggi það væri alls ekki flókið að leggja þetta málefni fyrir á aðalfundi og kjósa um þetta þar. Þá hefðu félagsmenn allavega tækifæri til að tjá sig. 

Lutheran Dude, 25.11.2006 kl. 10:36

14 identicon

Ég er ekkert svakalega hrifin af þessu nýja merki. Gamla KFUK merkið er miklu flottara en þetta nýja merki. Inni í því eru mörg merki sem bera skýr merki þess að þarna sé kristilegur grundvöllur: Alfa og Omega, fangamark Krists, þríhyrningurinn (heilög þrenning) og er merkið síðast en ekki síst "umvafið eilífðinni" (hringurinn).

Þó ég viti að flestir sem lesa þetta blogg viti eflaust hvað gamla KFUK merkið beri með sér vildi ég bara minna á það og segja að mér finnist það mun fallegra en nýja merkið. Ég er ekki tengd merkinu tilfinningalega, frekar félaginu sjálfu, en auðvitað er merkið stór hluti af því.

P.S. Ég er ekki að setja út á merki KFUM með því að segja þetta...finnst það flott, alþjóðlegt og einfalt, en það er erfitt að sætta sig við breytingar án þess að hafa heyrt nokkuð um þær fyrr en maður dettur inn á þær á netinu...

Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband