Ein ég sit og sauma...

eða kannski frekar ein ég sit og prjóna... Þorgeir er á fermingarnámskeiði, ég er heima og nenni engu, er samt að hugsa um að drífa mig í sund eftir smá stund, er samt ekki búin að gera það upp við mig hvort ég eigi að skilja bakvaktarsímann eftir í klefanum eða afgreiðslunni. Síminn er búinn að vera svo óþekkur að undanförnu að hann hringir alveg í tíma og ótíma, þannig að það að vera á bakvakt er ekki bara launauppbót heldur vinna! En eftir að ég fékk síðasta launaseðil þá er ég alveg til í að hafa símann sem oftast. 

En hvað um það... ég var líka ein heima í gær og hreyfði mig ekkert nema milli sófans og rúmsins held ég, jú annars ég skrapp í bónus en ég fór á bílnum svo hreyfingin var ekki mikil. Ég tók samt mjög dramatíska ákvörðun í gær, ég ákvað að þeir 17 sentimetrar sem ég var búin að prjóna í vestinu væru ekki nógu fallegir þannig að ég rakti allt upp og ákvað að byrja upp á nýtt. Ég var sannfærð um að ég gæti gert betur. Ég er ekki alveg jafn sannfærð núna þar sem ég uppgötvaði í gærkvöldi að ég hafði misst lykkju og sá því fram á að þurfa að kalla í Heiðdísi til að bjarga mér. Ég gat hins vegar fundið út úr þessu sjálf og er ofsalega stolt. Ég held líka að perluprjónið mitt sé rétt en það sem ég rakti upp í gær var fullt af vitleysum. Þannig að kannski get ég þetta, ég ætla allavega ekki að gefast upp strax og væntanlega verður þetta stykki hluti af lokaútgáfunni. Markmiðið var að klára vestið fyrir jól og ég er að hugsa um að halda því markmiði, en það þýðir að ég verð að halda vel á spöðunum þar sem það er ekki eins og ég prjóni neitt sérstaklega hratt.

Ég var um daginn að hugsa um að byrja nýtt MÁD verkefni (mynd á dag). Ég var að hugsa um að birta eina mynd á dag í eina viku og vera með þemað frostverkanir enda getur frostið verið mjög fallegt. Ég er hins vegar ekki byrjuð ennþá svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer. En hver veit, kannski tek ég myndavélina með mér þegar ég fer í sundið á eftir og smelli af nokkrum myndum. Lofa samt engu.

Annars er lítið að frétta, ég virðist alltaf vera í Reykjavík, eða mér finnst það allavega. Var síðustu helgi og meirihlutann af vikunni, svo kem ég aftur næstu helgi og í lok október. Að vísu kem ég ekkert í nóvember en ég mæti á svæðið í byrjun desember og svo aftur um jólin! Gallinn er sá að við hjónakornin erum sjaldan í Reykjavík á sama tíma en úr því verður svo sem bætt í desember, þá komum við tvisvar saman til borgar óttans. En ef fólk vill hitta mig þegar ég er í bænum held ég að þið ættuð bara að bóka tíma Tounge en svo á fólk bara að sjálfsögðu að koma í heimsókn til okkar austur á Hérað, hér er gott að vera!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig

já, ég er komin uppí svona 13/14 cm. Ég veit af nokkrum villum fyrir neðan en dettur aftur móti ekki hug að rekja upp... vona bara að enginn sjái þær og reyni að gera betur næst... Ef það verður næst ;)

Sólveig, 5.10.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband