MÁD - dagur 1

Þetta er íslenska útgáfan af sporunum í sandinum.

 IMG_4234

Ef ég stend við markmiðið mitt munuð þið fá að sjá eina mynd á dag út vikuna. Og já takk fyrir hvatninguna stelpur ef ég fæ jafnmikla hvatningu í þessu verkefni klára ég það örugglega. Cool Ég heimta að fólk segi mér í hreinskilni hvað því finnst um myndirnar mínar, ég vil læra! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

ég elska að þú skulir blogga. Ég veit ekkert um myndir... en ég vil blogg :) Þessi finnst mér flott samt :)

Þjóðarblómið, 6.10.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Mér finnst þetta mjög falleg mynd...veit samt ekki hvort mark sé takandi á þessari skoðun minni þar sem hún er aðeins fagurfræðileg en ekki neitt fagleg

Heiðdís Ragnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðrún

Hæ Hlín frábær mynd, sérstaklega myndbyggingin, hefði viljað sjá betri fókus, sérstaklega þar sem dýptin er svo mikil, þá mætti sko alveg vera jafnari fókus. Hann þyrfti í rauninni ekki að hverfa fyrr en dökki parturinn byrjar en ég veit nú að það er stundum hægara sagt en gert.

Annars, mjög vel gert hjá þér! 

Guðrún , 6.10.2008 kl. 17:45

4 identicon

Þetta er mjög flott mynd að mínum dómi - fagurfræðilegt mat.  Ég spyr um leyfi núna til að nota myndina með sögunna af sporunum í sandinum. Hún gæti virkað vel við boðun.

Þráinn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:26

5 Smámynd: Lutheran Dude

Hey ég er geðveikt ánægð með öll kommentin, takk fyrir. Þráinn þú mátt nota myndina mína hvenær sem er

Annars er ég sammála mörgum kommentum, persónulega finnst mér þetta nokkuð flott mynd, að vísu helst til dimm og góður punktur með fókusinn Guðrún, líklega rétt hjá þér. Ég hefði þurft að taka fleiri myndir frá sama sjónarhorni en breyta ljósopsstillingunum á milli.

Best að fara að taka fleiri myndir...

Lutheran Dude, 6.10.2008 kl. 19:55

6 identicon

Skemmtilegt verkefni hjá þér.

Má ég forvitnast um hvernig myndavél þú ert með og hvaða stillingar þú notaðir þegar þú tókst þessa mynd?

Lára Halla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:08

7 Smámynd: Lutheran Dude

Hæhæ Lára Halla.

Ég er með Canon EOS 400D myndavél og notaði 28-135 mm linsu. ISO-ið var stillt á 100, White balance á sól og ljósop á 5,6 en eins og ég sagði áðan hefði ég kannski átt að prófa fleiri stillingar með ljósopið. Hraðann stillti vélin sjálf út frá ljósopinu.

Lutheran Dude, 7.10.2008 kl. 23:36

8 identicon

Já. Ég hlakka til að fikra mig áfram með mína vél þegar snjórinn kemur, var rétt komin með hana í hendurnar þegar snjórinn kom í "vor". Fannst hann dálítið erfiður þá. Öll þessi birta ..

Annars mæli ég með því að skella vélinni bara á Manual og fikra sig áfram - festast ekki í Av og Tv. Sniðugt verkefni, hver veit nema að ég fái að herma eftir...  

Lára Halla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband