MÁD - dagur 2

Úff, ég er sko strax geðveikt léleg í þessu MÁD verkefni mínu. Var eitthvað ekki að koma mér í að gera neitt eftir vinnu í dag þannig að ég tók bara myndir af Fljótsdalshéraðs greinunum okkar Þorgeirs. Og þetta eru sko frostverkanir! Greinarnar okkar voru úti á svölum í kaffibollanum sínum glæsilega en þær eiginlega dóu bara í frostinu held ég... eða ég veit það ekki, laufin eru allavega öll farin nema þetta eina glæsilega á toppnum sem er ekki í fókus Wink Mér finnst þetta frumleg mynd, kannski pínulítið kjánaleg, en frumleg!

 

IMG_4251

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Ég bennti þér nú á þessa fallegu blómapotta en var alveg innilega ekki að átta mig á því að þetta væri fljótsdalshéraðsgreinin góða  Spes mynd, frumleg en ég hélt að þetta væri ónýtt kaffi.

Gaman að minna þig á það Hlín að þetta gerist oft á haustin...þ.e. að laufin detta af trjánum....gefðu hríslunum séns til vors og talaðu þá um að þær séu dauðar (annað en mín sem missti laufin um miðjan ágúst !!!)

Heiðdís Ragnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Lutheran Dude

Ég hefði líka viljað hafa laufið í fókus, ég bara gat það ómögulega!

Lutheran Dude, 7.10.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Sólveig

haha... já, ég einmitt velti fyrir mér um stund hvaða ógeð þið drykkjuð þarna fyrir austan.

Sólveig, 7.10.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Guðrún

Haha hefðir getað logið því að mér að þetta væri kaffi og að um leið að þú tókst myndina (á löngum tíma) hefði komið jarðskjalfi og kaffið hristssss en greinin væri bara heitur reykur að stíga upp í loftið á móti myndavélinni...
ágætis ímyndunarafl hjá manni!

Ps afþví þú vilt læra... þá er oft betra fyrir sterka myndbyggingu að hafa stærra bil á milli myndefnis og enda myndarinnar (negatíft space) neðra megin en efra. Annars er öll önnur myndbygging til fyrirmyndar! 

Guðrún , 8.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband