Austurland

Jæja ég er aðallega að blogga svona af skyldu, ég hef haft svo margt að segja en hef ekkert að segja í augnablikinu... við erum sem sagt komin austur, komin með þessa fínu, stóru íbúð þar sem við gistum tvær nætur. Næstu nætur mun tengdafjölskyldan mín hins vegar gista í henni meðan við Þorgeir gistum í sumarbúðum, svaka stuð!

Flutningarnir redduðust ótrúlega vel, bílstjórinn var að vísu allt of seinn til okkar og búslóðin öll komin út á bílastæði og allir á spjallinu þegar hann mætti á svæðið. Þá var öllu hent í bílinn á mettíma. Svo var Stefán Bogi búinn að redda góðum gæjum á Egilsstöðum og dótinu var vippað inn á mettíma. Einn gæjinn mætti meira að segja á lyftara sem lyfti dótinu inn í íbúðina hjá Heiðdísi og Stefáni Boga, hann komst ekki að okkar íbúð...

Þannig að núna er það bara sumarbúðavinnan sem blívar, búin að þurrka tár, bera út æludýnu og skeina... þetta er sem sagt yngri flokkur og ber það með sér! Þetta eru hins vegar stórskemmtilegir krakkar sem eru í augnablikinu hlaupandi í kringum húsið að leita að númeruðum spjöldum og skemmta sér konunglega... samt vita þau það ekki einu sinni að leikurinn endar á nammi! Það er loksins komin sól en ég sit inni af því að það er símatími, ég hefði helst viljað sitja úti en það er ekki í boði að tala við foreldra þar sem börnin öskra HUNDUR HUNDUR eða HESTUR HESTUR í bakgrunninum... þá eru þau að kalla á liðin sín... þetta er eins og dýragarður í augnablikinu, yndislegt alveg hreint.

Og vitiði bara hvað... presturinn hér á Eiðum tilkynnti mér formlega í óspurðum fréttum að það væri boot camp á Egilsstöðum! Ég held reyndar að það sé herþjálfun en það er allt í lagi, allavega betra en ekkert!

Jæja þarf að hringja í einn pabbann... yfir og út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ji hvað ég samgleðst þér að hafa fundið BC....eða BC ígildi! :) BC er svo mikið aðal....ef ég ætti ekki mínus 18 milljónir væri ég klárlega í BC...alltaf! :s

Tinna Rós Steinsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband