Færsluflokkur: Bloggar

MÁD - dagur 2

Úff, ég er sko strax geðveikt léleg í þessu MÁD verkefni mínu. Var eitthvað ekki að koma mér í að gera neitt eftir vinnu í dag þannig að ég tók bara myndir af Fljótsdalshéraðs greinunum okkar Þorgeirs. Og þetta eru sko frostverkanir! Greinarnar okkar voru úti á svölum í kaffibollanum sínum glæsilega en þær eiginlega dóu bara í frostinu held ég... eða ég veit það ekki, laufin eru allavega öll farin nema þetta eina glæsilega á toppnum sem er ekki í fókus Wink Mér finnst þetta frumleg mynd, kannski pínulítið kjánaleg, en frumleg!

 

IMG_4251

MÁD - dagur 1

Þetta er íslenska útgáfan af sporunum í sandinum.

 IMG_4234

Ef ég stend við markmiðið mitt munuð þið fá að sjá eina mynd á dag út vikuna. Og já takk fyrir hvatninguna stelpur ef ég fæ jafnmikla hvatningu í þessu verkefni klára ég það örugglega. Cool Ég heimta að fólk segi mér í hreinskilni hvað því finnst um myndirnar mínar, ég vil læra! 


Ein ég sit og sauma...

eða kannski frekar ein ég sit og prjóna... Þorgeir er á fermingarnámskeiði, ég er heima og nenni engu, er samt að hugsa um að drífa mig í sund eftir smá stund, er samt ekki búin að gera það upp við mig hvort ég eigi að skilja bakvaktarsímann eftir í klefanum eða afgreiðslunni. Síminn er búinn að vera svo óþekkur að undanförnu að hann hringir alveg í tíma og ótíma, þannig að það að vera á bakvakt er ekki bara launauppbót heldur vinna! En eftir að ég fékk síðasta launaseðil þá er ég alveg til í að hafa símann sem oftast. 

En hvað um það... ég var líka ein heima í gær og hreyfði mig ekkert nema milli sófans og rúmsins held ég, jú annars ég skrapp í bónus en ég fór á bílnum svo hreyfingin var ekki mikil. Ég tók samt mjög dramatíska ákvörðun í gær, ég ákvað að þeir 17 sentimetrar sem ég var búin að prjóna í vestinu væru ekki nógu fallegir þannig að ég rakti allt upp og ákvað að byrja upp á nýtt. Ég var sannfærð um að ég gæti gert betur. Ég er ekki alveg jafn sannfærð núna þar sem ég uppgötvaði í gærkvöldi að ég hafði misst lykkju og sá því fram á að þurfa að kalla í Heiðdísi til að bjarga mér. Ég gat hins vegar fundið út úr þessu sjálf og er ofsalega stolt. Ég held líka að perluprjónið mitt sé rétt en það sem ég rakti upp í gær var fullt af vitleysum. Þannig að kannski get ég þetta, ég ætla allavega ekki að gefast upp strax og væntanlega verður þetta stykki hluti af lokaútgáfunni. Markmiðið var að klára vestið fyrir jól og ég er að hugsa um að halda því markmiði, en það þýðir að ég verð að halda vel á spöðunum þar sem það er ekki eins og ég prjóni neitt sérstaklega hratt.

Ég var um daginn að hugsa um að byrja nýtt MÁD verkefni (mynd á dag). Ég var að hugsa um að birta eina mynd á dag í eina viku og vera með þemað frostverkanir enda getur frostið verið mjög fallegt. Ég er hins vegar ekki byrjuð ennþá svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer. En hver veit, kannski tek ég myndavélina með mér þegar ég fer í sundið á eftir og smelli af nokkrum myndum. Lofa samt engu.

Annars er lítið að frétta, ég virðist alltaf vera í Reykjavík, eða mér finnst það allavega. Var síðustu helgi og meirihlutann af vikunni, svo kem ég aftur næstu helgi og í lok október. Að vísu kem ég ekkert í nóvember en ég mæti á svæðið í byrjun desember og svo aftur um jólin! Gallinn er sá að við hjónakornin erum sjaldan í Reykjavík á sama tíma en úr því verður svo sem bætt í desember, þá komum við tvisvar saman til borgar óttans. En ef fólk vill hitta mig þegar ég er í bænum held ég að þið ættuð bara að bóka tíma Tounge en svo á fólk bara að sjálfsögðu að koma í heimsókn til okkar austur á Hérað, hér er gott að vera!

 


Klukk

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

 

  1.  félagsráðgjafi
  2. sumarbúðastjóri
  3. stuðningsfulltrúi
  4. æskulýðsleiðtogi

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

 

  1.  Saved
  2. Englar alheimsins
  3. The wedding Singer
  4. Djöflaeyjan

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á: 

 

  1.  Egilsstaðir
  2. Grafarholt
  3. Vesturbær
  4. Grafarvogur

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 

  1.  Friends
  2. House
  3. Grey's anatomy
  4. Scrubs

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

 

  1.  Búlgaría
  2. "afasveit"
  3. Prag
  4. Skaftafell

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

 

  1. http://webmail.hi.is
  2. www.google.is
  3. postur.egilsstadir.is
  4. www.mbl.is

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

 

  1. Hamborgarhryggur 
  2. Kjúklingur
  3. Lasagne
  4. Pizza

 

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

 

  1.  Indland
  2. Kólumbía
  3. Reykjavík
  4. Bootcamp

 

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held upp á:

 

  1.  Abba
  2. Ljótu hálfvitarnir
  3. Ríó tríó
  4. Bæjarbandið

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka: 

 

  1.  Vefmundur
  2. Hjaltdal
  3. Heiðdís
  4. Guðrún Þóra

 


Ungfrú Austurland!

Ég var kjörin ungfrú Austurland í dag!

Að vísu bara af einhverjum skemmtilegum gaur sem var ásamt hópi karlmanna á fundi með bæjarstjóranum og ungfrúin ég var leidd inn til að taka mynd af hópnum.

Ég er ein á skrifstofunni minni í dag, það er tilbreyting, vanalega erum við að minnsta kosti þrjú! Annars er stemmingin hérna svakaleg þ.e. þá daga sem fólk er í vinnu. Við sitjum nánast ofan á hvert öðru. Um daginn sat Sigga Fanney með fartölvu í fanginu inni hjá Hildi af því að borðið hennar var tekið, ég sé ennþá eftir að hafa ekki fattað að taka mynd af þessu á símann.

En jæja best að halda áfram að vinna, vildi bara deila titlinum mínum með ykkur... ég ætla að bera hann með stolti, spurning um að föndra kórónu handa mér Halo

 


Austurland

Jæja ég er aðallega að blogga svona af skyldu, ég hef haft svo margt að segja en hef ekkert að segja í augnablikinu... við erum sem sagt komin austur, komin með þessa fínu, stóru íbúð þar sem við gistum tvær nætur. Næstu nætur mun tengdafjölskyldan mín hins vegar gista í henni meðan við Þorgeir gistum í sumarbúðum, svaka stuð!

Flutningarnir redduðust ótrúlega vel, bílstjórinn var að vísu allt of seinn til okkar og búslóðin öll komin út á bílastæði og allir á spjallinu þegar hann mætti á svæðið. Þá var öllu hent í bílinn á mettíma. Svo var Stefán Bogi búinn að redda góðum gæjum á Egilsstöðum og dótinu var vippað inn á mettíma. Einn gæjinn mætti meira að segja á lyftara sem lyfti dótinu inn í íbúðina hjá Heiðdísi og Stefáni Boga, hann komst ekki að okkar íbúð...

Þannig að núna er það bara sumarbúðavinnan sem blívar, búin að þurrka tár, bera út æludýnu og skeina... þetta er sem sagt yngri flokkur og ber það með sér! Þetta eru hins vegar stórskemmtilegir krakkar sem eru í augnablikinu hlaupandi í kringum húsið að leita að númeruðum spjöldum og skemmta sér konunglega... samt vita þau það ekki einu sinni að leikurinn endar á nammi! Það er loksins komin sól en ég sit inni af því að það er símatími, ég hefði helst viljað sitja úti en það er ekki í boði að tala við foreldra þar sem börnin öskra HUNDUR HUNDUR eða HESTUR HESTUR í bakgrunninum... þá eru þau að kalla á liðin sín... þetta er eins og dýragarður í augnablikinu, yndislegt alveg hreint.

Og vitiði bara hvað... presturinn hér á Eiðum tilkynnti mér formlega í óspurðum fréttum að það væri boot camp á Egilsstöðum! Ég held reyndar að það sé herþjálfun en það er allt í lagi, allavega betra en ekkert!

Jæja þarf að hringja í einn pabbann... yfir og út! 


bloggleysi

ég biðst afsökunar, ég hef nokkrar afsakanir

 

  •  fór í ferðalag um vestfirði
  • gekk fimmvörðuhálsinn
  • fór í brúðkaup á Akureyri
  • er að pakka í kassa.
Nokkrar upplýsingar fyrir bloggaðdáendur mína
  • blogga næst á Austurlandi!
  • Pakka í sendibílinn á morgun (sjálfboðaliðar vel þegnir)
  • Keyri austur á föstudagsmorgun
  • Tekið úr bílnum seinnipart á föstudag á Egilsstöðum (sjálfboðaliðar vel þegnir)
  • Skrifuðum undir leigusamning varðandi Þórðarsveiginn í dag!
  • Nú er ég að klára að pakka í kassa og tengdapabbi á leiðinni til að aðstoða okkur...
 
Yfir og út! 

 


Dagur 7

Jæja þá er komið að síðasta deginum í þessu verkefni mínu. Mér fannst þetta reyndar bara nokkuð gaman, verð að segja það. Hver veit nema ég haldi áfram að birta eina og eina mynd hérna. Svo getur vel verið að ég byrji nýtt verkefni seinna og þá jafnvel með sérstöku þema, það gæti verið gaman, allavega fyrir mig og vonandi lesendur líka. 

Ég fór ekki að vinna í síðustu myndinni fyrr en nú í kvöld og ákvað að sýna smá þema gærdagsins. Kannski ætti ég líka að nota tækifærið og þakka öllum kærlega fyrir okkur, það mætti halda að við hefðum verið að gifta okkur aftur! Það er búið að græja Þorgeir í útivist, ég á loksins orðið svona alvöru fína og dýra skartgripi svo fengum við mynd, bækur, kertastjaka, meira dót í stellið og ekki má gleyma nýju og fínu linsunni minni. Mér finnst hún æðisleg enda var hún efst á óskalistanum mínum, fólki fannst hún þó mismerkileg - litla frænka mín hnussaði og hrissti hausinn, ekki alveg að skilja hvað þetta var eða til hvers og hún "tengdaamma" spurði hvort þetta væri drykkjarmál! Ég hins vegar er hæst ánægð og ákvað því að nota hana í kvöld. Það var þó sérstaklega ein tegund af gjöf sem var vinsæl og því ákvað ég að taka mynd af gjafaþema gærdagsins. (Ég þurfti líka að leika mér með nýju linsuna og fókusinn á henni og þess vegna fáið þið tvær myndir)

 IMG 2289

IMG 2291 

Við fengum sem sagt 10 glös frá Ritzenhoff og flest þeirra voru pökkuð inn í svona glæsilega poka frá Casa! Gaman að því Cool

Enn og aftur takk fyrir okkur og vonandi nutuð þið myndaverkefnisins míns. Ég skal svo reyna að blogga reglulega þrátt fyrir að verkefninu sé formlega lokið!

Yfir og út 


Dagur 6

Jæja ég er ekki að standa mig í að setja myndirnar inn á réttum dögum. En í gær var sem sagt útskriftardagurinn okkar Þorgeirs og eftir okkar eigin veislu héldum við í veislu til Stefáns Einars í smá stund og svo til Ernu. Við hjónakornin komum svo heim rúmlega tvö mjög þreytt (þrátt fyrir að ég hafi sleppt útiæfingu um morguninn) og ég nennti engan veginn að setja inn myndir. Svo fór dagurinn í dag í ýmislegt, mæta í messu þar sem Þorgeir var að prédika, vinna og hanga svo í leti og sukki yfir vídjóglápi í kvöld. Þar af leiðandi kemur ekki inn mynd frá gærdeginum fyrr en núna. 

Ég reyndi nú að taka mynd af flestum gestum veislunnar okkar og það tókst held ég ágætlega (nema af börnunum sem hlupu um allt úti að leita að Sófusi ketti honum sjálfum til mismikillar gleði). Það tókst sem sagt að mynda flesta gestina en ekki er hægt að hrópa húrra fyrir myndatökunni að mínu mati. Ég ætla þó að skella einni inn sem mér finnst ágæt af veisluborðinu.

IMG 2266 

Svo verð ég náttúrulega líka að sýna eina mynd sem var tekin af okkur útskriftarkandidötunum og hjónakornunum bara til að sýna hvað við vorum sæt og fín í gær!

IMG 2241


Dagur 5

Jæja þá er fimmti dagur að kvöldi kominn, sem er reyndar föstudagur. Dagurinn fór eiginlega að öllu leyti í útskriftarstúss, með smá bootcamp pásu. Fyrst fór góður tími að rölta um Kringluna og reyna að finna útskriftargjafir fyrir alla hina sem eru að útskrifast, það eru nefnilega fleiri en ég og Þorgeir sem útskrifast á morgun, alveg slatti margir meira að segja! En það tókst að lokum og við keyptum líka gos fyrir okkar eigin veislu. Ég og Þorgeir fengum einfalt verkefni, að kaupa nammi og gos, okkur var víst ekki alveg treyst fyrir því þar sem mamma mín var að hugsa um að kaupa Mackintosh í fríhöfninni og amma hans Þorgeirs gerði það. Það er sem sagt meira en nóg af Mackintoshi til fyrir veisluna okkar þar sem að við stóðum að sjálfsögðu við okar hlut! 

En allavega... eftir Kringlurölt var halið heim til tengdó þar sem veislan verður, svo skrapp ég í BC (hefði helst viljað taka myndina þar, en það er ekki í boði... enginn tími til að stoppa). Svo fór ég aftur til tengdó og þá var nánast allt tilbúið. Ég reyndi samt að smella nokkrum myndum meðan það síðasta var klárað og svo eftir að við fengum kvöldmat þar. Já þetta er allt að smella og ég þarf ekkert að gera á morgun nema klæða mig upp og mæta, samt get ég ekki ákveðið mig hvort að ég eigi að mæta á útiæfingu á morgun eða ekki... úff erfitt val. Ég er bara hrædd um að þá verði ég of þreytt yfir daginn, sjáum til í fyrramálið.

En já, hér kemur myndin. Hérna eru systkinin mjög einbeitt að gera tyrkneska hálfmána...

 IMG_2232 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband